Hvers vegna svarar Steingrímur J ekki grundvallarspurningunni ?



    Hvers vegna í ósköpunum er það svona óskaplega erfitt hjá
Steingrími J og Vinstri grænum að svara grundvallarspurningunni
í Evrópumálum?  Nú korter í kosningar?   Því  að kjósendur eiga
heimtingu á skýru svari frá Steingrími J og félögum!  Eru Vinstri
grænir tilbúnir að samþykkja aðildarviðræður um aðild Íslands að
ESB eftir  kosningar ?  Já eða nei !

   Steingrímur talar um það síðast í dag varðandi ágreiningin við
Samfylkinguna um Evrípumál  að ,, menn geti treyst því að við
stöndum á okkar grundvallarstefnu" varðandi Evrópumál. En
hver er hún gagnvart aðildarviðræðum?  Mun VG samþykkja að-
ildarviðræður eða ekki? En til þess að samþykkja þær þarf fyrst
að sækja um aðild að ESB.  Eru VG tilbúnir til þess? Ef skýrt svar
fæst ekki þá verður að líta svo á að VG séu tilbúnir til að sækja
um aðild að ESB eftir kosningar. En þá eiga þeir  líka að segja
það FYRIR kosningar.

   Alveg furðulegt hvað fjölmiðlar skulu vegra VG við að svara
þessari grundvallarspurningu í Evrópumálum nú fyrir kosningar.
mbl.is Hafa ekki leyst ágreining um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fín ádrepa hjá þér, Guðmundur Jónas, þetta eiga þeir svo sannarlega skilið fyrir allt sitt hik og tvímæli, og nú er það þeirra að svara!

Halló, er einhver Vinstrigrænn þarna? Einhver sem þorir að svara?

Jón Valur Jensson, 16.4.2009 kl. 20:35

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Jón Valur. VG virðast galopnir í Evrópumálum og alveg furðulegt að
þeir skulu geta siglt gegnum kosningarnar án þess að svara grundvallar-
spurningunni.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.4.2009 kl. 21:16

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sælir.

Ég hef oft verið talinn vera VG maður enda mikið búinn að vera innan um þá undanfarin ár.

Eftir því sem ég best veit þá hefur ekki orðið stefnubreyting hjá Félagi Vinstri Grænna um að halda sig fyrir utan EBé.

Sjálfur er ég á þeirri skoðun að best verði að halda sig fyrir utan þetta verðandi herveldi og síðast í dag talaði ég við stjórnarmenn í félagi VG á Suðurnesjum sem vilja ekki fara þarna inn. Talaði fólkið um að ekki hafi orðið stefnubreyting hjá flokknum varðandi andstöðu við inngöngu í Brusselska verðandi herveldi.

Vona að þið séuð sáttir við þetta svar.

kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 16.4.2009 kl. 23:12

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég virði þína einurð, Ólafur Björn, en þú og þínir menn þurfið að svara skýrt hinum mikilvægu spurningum og áskorun Guðmundar Jónasar í greininni hér ofar.

Jón Valur Jensson, 16.4.2009 kl. 23:21

5 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

VG hafa sagt lengi, og segja það enn, að þeir telji hagsmunum Íslands vera best borgið utan ESB.

Hans Miniar Jónsson., 16.4.2009 kl. 23:37

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sama segir Sjálfstæðisflokkurinn. Ef þið treystið honum ekki í þessu, af hverju ættu menn þar þá að treysta ykkar orðum á sömu lund?

Jón Valur Jensson, 16.4.2009 kl. 23:40

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sem sagt EKKERT svar hjá VG nema mjög loðið út og suður. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þó aðildarviðræðum nema þjóðin sé fyrst
spurð ef meirihluti Alþingis vill aðildarviðræður. Kemur alls ekki á óvart með
VG. Sömu vinstrisinnaðir öfga-alþjóðasinnar og hinir and-þjóðlegu  kratar. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 00:24

8 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er satt og rétt sem þú segir Jón Valur.

Ég hef verið undanfarið óánægður með hvernig haldið á spilunum nú sem stendur. Það má gera betur í að svara þjóðinni en gert er gagnvart stefnu VG í Evrópumálum.

Ég var að fletta í gegnum bækling VG fyrir komandi kosningar og fann ekkert um Evrópumál, kanski þeir hafi annan bækling sem fjallar sérstaklega um þau mál á boðstólnum næst er ég kíki í kaffi til þeirra.

Ég ítreka þó að ég er harður andstæðingur þess að Ísland gangi í þetta verðandi hernaðarbandalag.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 17.4.2009 kl. 01:59

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Ólafur, og láttu Steingrím og aðra í forystunni heyra það!

Jón Valur Jensson, 17.4.2009 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband