Uppgangur vinstriöfgamanna áhyggjuefni


   Það er vert að hafa verulegar áhyggjur af uppgangi vinstri-
öfgamanna í íslenzkum stjórnmálum, ef niðurstaða kosninga
verða eins og skoðanakannanir benda til. Að róttækur sósíal-
iskur flokkur með þar að auki öfgastefnu í náttúruverndarmál-
um, verði stærsti flokkur þjóðarinnar, nú að afloknum þing-
kosningum, er  slíkur hryllingur, að ekki  fá  orð  lýst. Flokkur
sem á vetrarmánuðum beitti  fyrir  sig allskyns  róttæklinga-
og anarkistasellum, sem víluðu ekki  fyrir sig  að  ráðast á Al-
þingishús þjóðarinnar  og lögreglustöð, með  tilheyrandi lög-
leysu og ofbeldi.  - Enda  hefur þessi and-þjóðlegi  rauðliða-
flokkur ætíð  setið á svikráðum í öryggis-og varnarmálum, og
virðist tilbúinn að ganga til aðildarviðræðna við Brusselvaldið
með Samfylkingunni, hafandi engu fullveldi og sjálfstæði þjóð-
arinnar. Enda hefur alþjóðahyggja þessa flokks byggst á mjög
and-þjóðlegum gildum og viðhorfum, og í raun rúmað ákveðnar
sellur sem beinlínis vinna gegn ríkjandi þjóðskipulagi, eins og
fjölmörg dæmi sanna á liðnum  vikum og misserum.

  Á mið/hægri kannti íslenzkra stjórnmála virðist því þurfa nýtt
þjóðlegt borgaralegt og ákveðið afl til að sporna við  þessum
ófögnuði til vinstri. Ófögnuði, sem ekkert mun gera annað en
að dypka kreppunna enn meir, með því að vera helsti dragbít-
urinn í því að þjóðin fái að nýta sýnar mikilvægu orkuauðlindir, 
svo efnahagsleg uppbygging geti hafist á ný, eftir  óstjórn
síðustu ára í boði regluverka ESB, sem engan veginn pössuðu
hinu smáa íslenzka hagkerfi.   
mbl.is Fylgið við VG eykst enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ábyggilega og vonandi! Stefnulaust rekhald í boði einhvert Ástþórs!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.4.2009 kl. 00:43

2 identicon

Guði sé lof að Sjálfstæðisflokknum verður gefið frí frá landsstjórninni í einhver ár. Við þurfum á jöfnuði og fjölskylduvænu þjóðfélagi að halda.

Innan fárra áratuga verða líklega bara þrír gjaldmiðlar í heiminum; evra, dollar og jen eða einhver önnur asíumynt. Krónan skilar okkur engu nema óvissu á óvissu ofan og það er ekkert nema tímaspursmál hvenær við tökum upp aðra mynt. Hvernig sérð þú, Guðmundur Jónas, framhaldið fyrir þér í gjaldmiðlamálum, nú þegar íslenska krónan hefur verið brennimerkt?

Einangrunarstefna skilar okkur nákvæmlega því sem við höfum upplifað síðustu árin; verðbólgu, ofurvöxtum, hæsta matvælaverði í heimi og óréttlátri verðtryggingu. Ekki segja við þær þúsundir Íslendinga sem nú liggja andvaka í rúmunum sínum, vegna fjárhagsáhyggja, fólk sem hefur kannski bæði misst vinnuna sína og húsnæðið, ekki segja þeim að þú viljir leiða það í sömu rússíbanareiðina aftur. Bara vegna þrjósku og þjóðernisrembings.

Baldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 01:08

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Enda hefur Bjarni Harðarson rústað L-listanum og gengið til liðs við
kommúnistanna í Vinstri grænum.  Sveik hugsjónina!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.4.2009 kl. 01:09

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Á meðan ég er sammála hugsjónum L-lista fullveldissinna þá mun ég ekki leyfa honum að deyja.  Við förum í gang aftur eftir kosningar.

Axel Þór Kolbeinsson, 21.4.2009 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband