Undirlægja Össurar gagnvart Bretum ótrúleg !
12.5.2009 | 21:48
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur nú sent
breskum þingmönnum bréf. Leggst þar á hnén og sárbiður
Breta að aflétta hryðjuverkalögunum gagnvart Islandi.
Þetta er enn eitt dæmið um vítaverðan undirlægjuhátt
Samfylkingarinnar varðandi hryðjuverkalögin og icesave-
málið. Hvernig Samfylkingin hefur gjörsamlega klúðrað mál-
inu frá fyrsta degi. Það er sorglegt að jafn and-þjóðleg öfl
og Samfylkingin fari með völdin á Íslandi. Og ekki batnar
ástandið við tilkomu rauðliðanna úr Vinstri grænum.
Til að kóróna svo niðurlæginguna gagnvar íslenzkri þjóð
segir DV.is frá því í kvöld að forstjóri Landhelgisgæslunnar
hafð verið látinn funda með varnarmálafulltrúa Bretlands
gagnvart Íslandi og breska sendiherranum. Tilefnið? Jú til
að ræða ÖRYGGISMÁL á N-Atlantshafi og breyttar áherslur
í starfi strandgæslna og sjóherja.
Undirlægjuháttur utanríkisráðherra og Samfylkingarinnar
gagnvart Bretum sem enn beita okkur mestu smán sem hugs-
ast getur á alþjóðavettvangi, HRYÐJUVERKALÖGUM, VIRÐIST
ENGINN TAKMÖRK SETT!!! Svona stjónmálaafl sem situr svona
augljóslega á svikráðum við þjóð sína á umsvifalaust að fara
frá völdum, og það þegar í stað. Ekki nóg með að það vinni
nótt og dag að koma íslenzkri þjóð undir erlent vald, heldur
er líka tilbúið til að kyssa vönd mikillar óvinaþjóðar, sem eins-
kyns svífist í að útata orðstír íslenzkrar þjóðar í augum al-
heimsins og beita henni efnahagslegum hryðjuverkum.
Samfylkingin og vinstristjórn hennar á því að fara frá með
góðu eða illu. Íslenzkir þjóðarhagsmunir krefjast þess!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála. Það á að reka breska sendiherrann heim og láta hann dúsa heima hjá sér, þar til Bretar aflétta hryðjuverkalögunum af íslendingum.
Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 23:01
Eggert og hvernig heldur þú að það leysi deilur okkar? Ef við hættum að tala við breta um deilur okkar þá leysum við þær ekki. Og þú ættir kannski að husa til þess að við eigum enn gríðarlega hagsmuni í Bretlandi. Fullt af eignum, fullt af peningum og fullt af hagsmunum sem við þurfum að verja.
Ég sé nú engan undirlægju þátt í þessu bréfi sem sent var þingmönnum í Bretlandi. Þar er tekið fram að Bresk þingnefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að aðgerðir gegn Íslandi hafi verið allt of harðar og þess krafist að frysing eigna okkar verði afnumin. Það er farið hörðum orðum um hryðjuverkalögin sem sett voru á okkur og þess krafist að þeim verði aflétt. Auk þess bent á að nú þegar sé að koma í ljós að eignir í bönkunum séu að standa undir meira af endurgreiðslum til innistæðueigenda en reiknað var með. Sé ekki hvað Össur hefði átt að gera meira. Við slítum ekki stjórnmálasambandi við þjóð sem við eigum t.d. mikin hluta af öllum okkar gjaldeyrisskipum við.
Magnús Helgi Björgvinsson, 13.5.2009 kl. 00:03
Magnús minn. Þú á átt bágt í þessu landssöluliði Jóhönnu. Virkilega bágt!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.5.2009 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.