Vinstri grænir að klofna?


   Mikill órói virðist vera meðal Vinstri grænna vegna Evrópumála.
Stjórnarmaður í félagi Vinstri grænna  í Ölfusi óttast klofning ef
einhverjir þingmenn VG sitji hjá um aðildarumsókn að ESB.  En
formaðurinn sjálfur, Steingrímur Joð, virðist allt eins líklegur til
að samþykkja umsókn að ESB. Enda tillagan borin fram af ríkis-
stjórn sem VG og Steingrímur taka þátt í og styðja.

   Auðvitað er þetta neyðarlegt fyrir þá þúsndir kjósenda  sem
álpuðust til að kjósa VG vegna Evrópumála. Álpuðust já, því  ALLIR
máttu vita, að sem róttækur vinstriflokkur með sósíaliska heims-
sýn eru Vinstri grænir í eðli  sínu  mjög  alþjóðasinnaður  flokkur.
Enda hafnar öllum þjóðlegum gildum og viðhorfum, og gengur svo
langt að hafna lágmarks  varnarbúnaði á Íslandi. Og innan VG eru
meir að segja svo róttækar sellur stjórnleysingja, að þær  hafna
núverandi stjórnskipulagi, og voru tilbúnar til að ráðast með of-
beldi að sjálfu Alþingishúsinu í vetur og lögreglu. Með velþóknun
samra þingmanna VG.

   Þess vegna kemur kúvending Steingríms og hans fylgissveina alls
ekkert á óvart. Flokkshagsmunir víkja fyrir þjóðarhagsmunum þar
á bæ, alveg klárlega. Vinstri grænum er því ALLS EKKI treystandi
fyrir horn í Evrópumálum, hvorki í þeim né almennt í öllum fullveldis-
og þjóðfrelsismálum. 

   Það ætti nú endanlega að liggja fyrir!
mbl.is Óttast klofning í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Ég verð nú að segja þér að stjórnskipulag fyrri ríkisstjórna var orðið ormétið af spillingu og viðbjóði. Það að einhver ráðist að þannig stjórnskipan er gott mál og nauðsynlegt þar til breytingar verða.

Alveg eins og núna þegar mótmælt er á austurvelli.

Vilhjálmur Árnason, 23.5.2009 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband