Það sem MBL þagði yfir í fréttinni
26.5.2009 | 16:04
Það sem vekur athygli í frétt Mbl.is um fyrirhugaða breytingu á
sjávarútvegsstefnu ESB, að það skuli ÞEGJA yfir AÐAL fréttinni, og
sem snertir AÐAL ÞJÓÐHARHAGSMUNI Íslendinga. En hún er sú, að
á þessum fundi sjávarútvegsráðherra ESB var ENNFREMUR lagt til
að LEYFT YRÐI AÐ FRAMSELJA AFLAHEIMILDIR MILLI LANDA, sbr.
frétt RÚV af sama fundi. Hvers vegna þegir MBL.is ÞUNNU HLJÓÐI
yfir þessari STÓRFRÉTT? Af því það hentar ekki ESB-sinnaðri ritstjórn
blaðsins?
Auðvitað er þetta stóra fréttin! Að allur kvóti geti gengið kaupum
og sölum innan sambandsins. Menn geta rétt ímyndað sér hversu
skelfilegar afleiðingar það gæti þýtt fyrir í slenzkan efnahag, ef fjör-
eggið sjálft, kvótinn á Íslandsmiðum, geti farið á uppboð á frjálsu
markaðstorgi ESB. Gæti gengið þar bara kaupum og sölum eins og hver
önnur markaðsvara. Fjöreggið sjálft!
Svona fréttaflutning ber að gagnrýna harðlega! Hin ESB-sinnaða
ritstjórn MBL fór hér yfir strikið. Það nákvæmlega gerðist á Bylgjunni
í morgun af sömu frétt. Gissur Sigurðsson fréttamaður fór mikinn yfir
hinni miklu breytingu sem fyrirhuguð væri á sjávarútvegsstefnu ESB,
sem myndi gjörbreyta afstöðu Íslendinga til ESB-aðildar. En þagði
ÞUNNU HLJÓÐI yfir AÐALFRÉTTINNI, eins og Mbl.is- Þess efnis að lagt
var til á fundi sjávarútvegsráðherra ESB að LEYFT YRÐI AÐ FRAMSELJA
AFLAHEIMILDIR MILLI LANDA.
Í dag grundvallast hið svokallaða kvótahopp innan ESB í því að
frjálsar fjárfestingar eru leyðar í útgerðum milli landa. Nú virðist eiga
að stíga skrefið til fulls og leyfa framsal á kvótum milli landa. Bara
þetta tvennt, útilokar MEÐ ÖLLU aðild Íslands að ESB! Af þeirri ein-
földu ástæðu, að ein fengsælustu fiskimið heims umhverfis Ísland eru
ein af okkar helstu auðlindum og okkar helstu útflutningstekjur koma
af þeim.
Aðalfréttin er því sú að gangi Ísland í ESB á grunvelli þessara fyrir-
huguðu breytinga á sjávarútvegsstefnu ESB galopnast íslenzka
fiskveiðilögsögin fyrir veiðiflota ESB. - Hvaða Íslendingur tekur slíkt
í mál?
Sammála um að breyta fiskveiðireglunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Facebook
Athugasemdir
Ertu að halda því fram að þú/við eigum kvótann.
Ertu að meina að það væri hræðilegt eins og þegar kvótinn var seldur/færður úr öllum sjávarplássum hérna á Íslandi.
Ég sé ekki muninn á því hvort 12 feitir Íslendingar eigi kvótann eða 12 feitir Spánverjar.
Jón Hallur (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 17:00
Ég er nú ekki alveg að sjá þetta með að flytja kvóta milli landa. Kvótinn verður væntnlega veiddur hér. Og í erlendum netmiðlum er einmitt verið að fagna því að fiskveiðistefna verðu á forsvari viðkomandi landa sem hafa leyfir til að setja um þær sínar reglur. Þannig er það m.a í Bretalandi í dag. Og svo er ekki verið að víkja frá veiðireynslu skv. því sem ég hef lesið þannig að það eiga engir aðrir rétt á að veiða hér.
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.5.2009 kl. 17:23
Lesið smáa letrið, og ekki síður fylgirit sem eru ennþá viðameiri heldur en hin lagasetningar. Fylgiritin geta verið ´tugum með einni lagasetningu.
Mörg aðildaríkja kvarta yfir þessu. Frændur okkar svíar fóru mjög illa út úr þessu, og sömdu af sér í mörgum málum ekki síst út af því, að þeim láðist að lesa fylgiskjölin. Þeir verða að blæða fyrir það svo lengi að ESB. er við lýði. En hrifnir af ESB eru hinir almennu svíar (Svensson) ekki.
J.þ.A (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 17:44
Vandamálið við umræðu hér á landi um fiskistefnu esb er að það er búið að koma inn ranghugmyndum hjá alltof mörgum íslendingum varðandi þessa blessuðu stefnu. Þar eiga andstæðingar esb megin sök. Þeir hafa bullað svo mikið. (já já, það er kannski ljótt að segja svona)
Í rauninni hefur JBH skýrt þetta best að öllum í grunninn. Sameiginleg sjávarútvegsstefna esb hefur ósköp lítið með okkur að gera. Why ? vegna þess einfaldlega að esb ríki hafa enga veiðireynslu hér (nema einhver 2-3 tonn af karfa sem þeim er víst gert nær ómögulegt að veiða vegna strangra reglna þar að lútandi) og þessvegna er hlutfallslega stöðugleika prinsippið faktískt bara varadekk í okkar tilfelli:
"Að því er okkur varðar, er reglan um hlutfallslegan stöðugleika eins konar varadekk. Á hana mun ekki reyna, einfaldlega vegna þess að aðrar þjóðir eiga engan sögulegan rétt til veiða innan lögsögunnar. Framkvæmd þessarar reglu, að því er varðar veiðar viðkomandi ESB þjóða úr sameiginlegum stofnum og af sameiginlegu hafsvæði, er þ.a.l. okkur óviðkomandi."
http://jbh.is/default.asp?ID=150
Næst hnykkir hann á málum:
"Þar sem engar þjóðir innan ESB hafa sögulegan rétt til veiða innan íslensku lögsögunnar, stendur það óbreytt eftir aðild..."
http://jbh.is/default.asp?ID=157
Og enn þarf að hnykkja:
"Enginn sögulegur réttur = engar veiðar innan íslenskrar lögsögu"
http://jbh.is/default.asp?ID=159
Fjölmiðlar hafa líka að sumu leiti brugðist í þessu máli. Alltaf annaðslagið eitthvert þvaður frá þeim sem fjúelar andsinna.
Það er eins og fjölmiðlar nenni ekki að setja sig almennilega inní málin.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2009 kl. 18:18
Ps. þetta með "framsal milli landa" er einhver misskilningur.
Það kom víst fram hugmynd um einhverskonar fyrirkomulag þar sem kvóta yrði úthlutað yfir eitthvert tímabil (nú er það gert árlega með tilheyrandi horse-trading samkvæmt bretum. Eg hélt reyndar að hrossakaup væru séríslenskt orðtæki)
En haldandi það að aflamheimildir verði alment og glóbalt framseljanlegar milli landa er ekki rétt enda yrði það aldrei samþykkt af aðildarríkjum sem málið mest varða. Halló ! Meginniðurstaðan var að leitast ætti við að færa völdin heim. Bakk tú beisikks o.s.frv.
Etv. í einhverjum tilfellum væri slíkt framsal hugsanlegt í hagræðingarskyni og þá með fullum vilja viðkomandi ríkis auðvitað enda hafa sum ríkin ákveðin kvótaskipti í núna.
Fólk verður bara að fara að kynna sér þessi mál betur. Gengur ekki lengur þessi Grýluumræða. Voða vond Grýla uppá fjalli sem tekur þig í pokann sinn etc.
(en nú verð ég líklega bannaður hér því andsinnar manna mann umsvifalaust ef maður leiðréttir rangfærslur þeirra)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2009 kl. 18:36
Hvern andskotans skiptir einnhver sögulegur veiðiréttur ef hægt er að kaupa hann. Gangi Ísland í ESB í dag opnast allar gáttir ESB-ríkja að
koma bakdyramegin inn í okkar fiskveiðilögsögu, kaupa meirihluta í íslenzkum útgerðum og komast þannig yfir kvótann. Er þetta ekki auðskilið
og borðleggjandi? Ha? Nema nú á að gera þetta enn auðveldara og LEYFA
HREINLEGA FRAMSAL AFLAHEIMILDA INNAN SAMBANDSINS! Skýrara getur
það ekki verið. Og míkið rosalega eru það miklir vatnshausar sem sjá ekki
hvaða skelfing það hefur fyrir eina af mestu fiskveiðiþjóðum heims að lenda
í slíkum efnahagslegum hryðjuverkum.
Þegar einhver hlutur er kominn á markað og það alþjóðlegan er hann
þá um leið falur. Og athugið. ESB lítur á fiskveiðar sem AUKABÚGREIN.
Þess vegna hefur það algjörlega mistýrt henni. Á Íslandi er hún nánast
AÐALBÚGREIN hvað varðar auðlind. ENGINN þjóð og heldur ENGINN ESB
þjóð myndi samþykkja það að sínar helstu auðlindir færu alfarið undir
yfirþjóðlegt vald, og gætu gengið þar kaupum og sölum nánast fyrir
hunda og manna fótum.
Til hvers var þá svo barist í öllum landhelgisstríðunum, ef bara einn
góðan veðudag bara veskú, gjörið svo vel, ? Halló!!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.5.2009 kl. 20:32
Þegar er sú hætta present að Deutsche Bank á í raun stærstan hluta íslensku útgerðanna. En varðandi veiðireynslu og fullyrðingar JBH um það efni, þá er þetta fyrst að segja: Jón Baldvin er ekki dómstóll í þessum efnum, það sem hann fullyrðir eru bara hans fullyrðingar, ekki neinn stóri sannleikur. Hvað er veiðireynsla og við hvaða tíma miðast hún? Evrópuþjóðir hafa veitt á Íslandsmiðum í árhundruð, hvað sem JBH segir. Er það ekki veiðireynsla?
Togarajaxl (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 21:04
Bankalánaveð og veiðiréttur er sitt hvað. Skv ísl lögum getur erl.banki
ekki átt tilkall til kvótans og því síður ráðstafað honum.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.5.2009 kl. 21:48
Jæja, Guðmundur Jónas, vitaskuld er að furðulegt, að einn áreiðanlegasti fréttamiðill landsins skuli þegja yfir AÐAL-fréttinni, þeirri sem snertir AÐAL-ÞJÓÐHARHAGSMUNI Íslendinga, þ.e. fréttinni af þeim hugmyndum ýmissa sjávarútvegsráðherra Evrópubandalagsins, að þar ætti að taka upp stefnu frjáls framsals aflaheimilda milli landa, eins og þetta hét í Rúv-fréttinni í morgun, en reyndar sé ég, að nú er búið að taka þetta út þar (fréttinni þar breytt kl. 20:22 nú á liðnu kvöldi, þótt sett hafi verið inn kl. 10:35 um morguninn) – hefur eflaust ekki þótt nógu gott að upplýsa fólk um það mál!
Jón Valur Jensson, 27.5.2009 kl. 01:17
Ég ætlaði reyndar að byrja þetta svona: Já, Guðm. Jónas, en sló á eitthvað vitlaust í 1. orði og "leiðrétti" svo annars hugar eftir á!
Jón Valur Jensson, 27.5.2009 kl. 01:19
Lítum á Grænland. Þar eiga dönsk fyrirtæki kvótann og útgerðirnar. Aflinn er allur fluttur til Danmerkur til fullvinnslu. Þetta er ekki góð staða fyrir Grænlendinga. Ekki vildum við vera í þeirra sporum?
Ef við göngum í ESB, sérstaklega eins skuldug og við erum, geta Evrópsk útgerðarfyrirtæki hæglega eignast kvótann og útgerðirnar. Fullvinnsla um borð í skipunum eða í því landi sem hentar útgerðinni. Ekki endilega Íslandi.
Frosti Sigurjónsson, 27.5.2009 kl. 23:03
En þagði Mbl. yfir einhverju öðru í dag?
Athugið málið á http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/885700/, t.d. í innleggi mínu kl. 18:30. Gefum þó blaðinu tíma og biðlund; við skulum vona, að það segi frá því á morgun, að 42,4 prósent þjóðarinnar vantreystir Evrópubandalaginu samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR, en einungis 20 prósent treysta því! Nánar hér: Aðeins 20% Íslendinga treysta Evrópubandalaginu! 62% Breta á móti Lissabon-sáttmála!. Svo láta svikulir pólitíkusar eins og "Evrópusambandsaðild" sé einhver óskastefna Íslendinga! Því fer víðs fjarri, og það kom m.a.s. í ljós í viðhorfskönnunum Fréttablaðsins fyrir alþingiskosningarnar, að Evrópumál voru ekki hátt á blaði meðal helztu áhugamála kjósenda, þau komu nr. 6 í röðinni á 'mikilvægislista' í þeirri könnun í kjördæmum landsins.
Evrópubandalagið og öll þess gloría er "feik", eins og unglingarnir myndu segja.
Jón Valur Jensson, 27.5.2009 kl. 23:42
Takk kærlega Frosti og Jón Valur!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.5.2009 kl. 00:19
Af hverju hafa þá ekki erlend útgerðarfélög keypt 49,9% í öllum íslenskum útgerðum eins og þau hafa mátt um árabil? Er það kannski af því þau hafa ekki áhuga?
Páll Geir Bjarnason, 28.5.2009 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.