Þörf á sterkri þjóðlegri andstöðu !!!


    Tillaga Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um aðild Íslands að
Evrópsambandinu er komin í nefnd. Tillaga Framsóknar og Sjálf-
stæðisflokks um undirbúning aðildarviðræðna að ESB verður rædd
á Alþingi í dag.  Athygli vekur, að ENGINN stjórnmálaflokkur á Al-
þingi Íslendinga virðast hafa dug og þor og segja, NEI, HINGAÐ
OG EKKI LENGRA!!  - Að það skuli ENGINN stjórnmálaflokkur vera
til á Alþingi Íslendinga, sem stendur í lappirnar og berst af hörku
gegn því að alvarleg atlaga sé gerð að  FULLVELDI og SJÁLFSTÆÐI
Íslands.  E N G I N N !

   Hvernig má þetta vera? Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn, sem kennir
sig við sjálfstæðissstefnu, er kominn í slagtog Framsóknar, einn af
ESB-flokkunum á Alþingi Íslendinga, og undirbýr aðildarumsókn.
Og að það skuli vera sjálfur varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem
lýsir því AFDRÁTTARLAUST yfir á Alþingi Íslendinga AÐ SÓTT SKULI
UM AÐILD AÐ ESB. Þvert á landsfundarsamþykktir flokksins.  Hver-
nig má þetta vera?

  Í ljósi þess hversu GJÖRSAMLEGA alþingsmenn eru að bregðast
í fullveldis- og sjálfstæðismálum þjóðarinnar, VERÐA nú hin ÞJÓÐ-
LEGU ÖFL að taka af skarið.  Stofna ÞJÓÐLEGT BORGARALEGT
afl ásamt því að hefja markvissa  og  kröftuga  baráttu um land
allt gegn landsöluliðinu.  STERK ÞJÓÐLEG ANDSTAÐA GEGN LANDS-
SÖLULIÐINU ER EINA SVARIÐ!!!! 

   Þjóðfrelissinnar!  VERJUM FULLVALDA OG SJÁLFSTÆTT ÍSLAND!!

  FYLKJUM LIÐI!!!!
mbl.is Fyrstu umræðu um ESB-tillögu lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sammála um ístöðuleysi þingmanna og þingflokka.

Eggert Guðmundsson, 29.5.2009 kl. 14:22

2 identicon

"Þjóðfrelissinnar!  VERJUM FULLVALDA OG SJÁLFSTÆTT ÍSLAND!!

  FYLKJUM LIÐI!!!!"

Já, þetta þarf að gerast!

Bjarni Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 14:39

3 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Háværar raddir heyrðust í búsáhaldabyltingunni um að lýðræðið væri ekki nógu sterkt hér á landi að valdi væri ekki eðlilega dreift og svo framvegis. Nú á að drífa sig í aðildarviðræður áður en menn missa völdin til þess með tilkomu nýrrar stjórnarskrár eða bara í byltingu?

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 29.5.2009 kl. 14:43

4 identicon

Þetta er sorglegt. Ég gekk að kjörborðunum og lagði mitt traust á flokk sem ég hélt að myndi standa vörð um fullveldi og lýðræði Íslands. Merkilegt hversu langt Aðildasinnar geta valtað yfir fullveldissinna með þau ímynduðu rök að þjóðin sé á bak við þá. Hvað varð að kröfunni um meira, betra lýðræði ?

Fyrir mér er þetta einfalt. Því lengra sem valdið er tekið frá fólkinu, því ólýðræðislegra er stjórnkerfið. 

Daði Rúnar (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 15:00

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Allir vita að viðskipta hagsmunir Íslendinga og ES fara ekki saman við seljum orku og hráefni [matvæli og málma] en ES er mest í sölu fullvinnslu [Dýr markaður].   Innflutningahluti Íslenskra atvinnurekenda virðist 80% vera undirsáttar  [leppar] ES Fjárfesta eða umboða.

ES: Þýskar og Frakka hófu stór sameiningar  form sín, í anda þriðja ríkisins eða þess Loðvík 15., fyrir meir en 30 árum. Liður í því var að fjárfesta í litlu bláfátækum smá ríkjum til undirróðurs síðarmeira. Smábændahéraðið Luxemburg fékk fjárfestingabanka Evrópu  og hlutverk að grafa undan Sviss, Smábændurnir fengu vinnu við fjármálastarfsemi og innfluttir, atvinnulausir, Portúgalar til að byrja með byrjuðu að fjölga þjóðinni.    Malta þá nokkrar hræður fékk Einkalúxus spítalavæðingu og tilsvarandi innflutning neyslu lítilla launaþræla frá Afríku og Litlu-Asíu. 

Fyrir var heildar þjóðarframleiða afar lítil á íbúa, þar sem þeir voru fáir og eru ennþá, þurfti ekki mikla fjárfestingu af hálfu ES til að auka þjóðar tekjur íbúa þessa svæðis. Hinsvegar er ekkert samhengi á milli þjóðartekna íbúa og meðallauna 99% íbúa sömu þjóðar. Lífskjör ný-innlimaðra það er almenning meðlima ríkja ES miðast oftast við mikla efnahagskrísu fyrir innlimum og síðan mikið skuldsetningar fjárstreymi frá Seðlabankakerfi ES til hagræðingar í þá átt að tryggja stöðugar tekjur Miðstýringar ES í framtíðinni.  Þetta mælist víst sem vöxtur upp til að byrja með en nú er að koma fram að allt er að ganga til baka í ES.  Tilgangurinn helgar meðalið.

Það koma skýrt fram hjá Þorgerði að hún myndi vilja leggjast undir Nefndina í Brussel og treysta henni fyrir afkomendum sínum.

0,06% atkvæða magn er á bak við innlimað Ísland. Neitunarvald í ljósi þess að Fjárfestingarbanki Evrópu úthlutar stóru verkefnum og Seðlabanki Evrópu stýrir lánalínum Seðlabankakerfis ES hefur því enga merkingu.Ef við segjum nei gegn hagsmunum meirihlutans, mun ósýnilega höndin sjá um sína.    

Júlíus Björnsson, 29.5.2009 kl. 18:06

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þakka ykkur öllum innlitið hér og þá einkum þér Júlíus.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.5.2009 kl. 20:58

7 identicon

Hvernig væri þá að við færum að hittast, og tala saman!?

anna (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband