Peningamálastefnu Jóhönnu framfylgt


    Í dag  kom  í  ljós að Seðlabanki  Íslands  er  hvergi nærri
sjálfstæður. Enda stjórnað af erlendum seðlabankastjóra. Þar
að auki situr í peningastefnuráði bankans erlendur prófessor.
Allt skv. ákvörðun Jóhönnu  Sigurðardóttir  forsætisráðherra.
Hvergi í fullvalda og sjálfstæðu  ríki  yrði slíkt liðið. Enda eins
og komið er á daginn, leikbrúður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,
sem ástundar hér meiriháttar pólitíska og  efnahagslega
hryðjuverkastarfsemi.

   Allt er þetta hið besta mál að mati Jóhönnu Sigurðardóttir.
Allt þetta á að sýna hvað krónan er ónýt og hversu bráð-
nauðsýnlegt  sé  að komast í ,,skjól" Brusselvaldsins  eins
fljótt og kostur er. Val hennar á hinum norska sósíaldemó-
krata sem seðlabankastjóra  og bresks  prófesors  í tengsl-
um við breska Verkamannaflokkinn, (SEM  ENN VIÐHELDUR
HRYÐJUVERKALÖGUM  GAGVART  íSLANDI)  í  peningamála-
stefnuráð Seðlabankans,  var því engin tilviljun.

 - En, í kveikjuþráðinn  styttist!  Þjóðin mun upp  risa  ef  fram-
heldur sem horfir. -  Dagar hinnar and-þjóðlegu vinstristjórnar
Jóhönnu Sigurðardóttir verða senn taldir... 

    

 
mbl.is Ákvörðun Seðlabanka olli vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er ástæðan fyrir því að kalla varð á aðstoð AGS: efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins og vanhæfni Seðlabankans undir stjórn DO. Hver leitaði eftir aðstoð AGS: fremstir voru væntanlega Geir Haarde forsætisráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Hvers vegna var leitað til útlendinga um stjórn Seðlabankans: vegna þess að fyrri stjórn hans réð ekki við verkefnið. Þetta eru staðreyndir málsins, og þegar sjálfstæðismenn góla nú um aðgerðir stjórnar JS ættu þeir kannski að líta í eigin barm -- nema bjálkinn í auganu byrgi þeim sýn! 

GH (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 13:07

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

GH. Ertu að bendla mig við Sjálfstæðisflokkinn? Tengist honum á engan
hátt. En sem þjóðlega sinnaður mið/hægrisinni var ég að móti aðkomu
AGS, sem er komið á daginn, að var rétt. Og sem þjóðfrelsis-og fullveldissinni vill ég að láni AGS verði skilað og að Ísland verði stjórnað á þjóðlegum forsendum, en ekki af þeim aumingjaskap og flatmagahætti
sem nú er gert undir forystu Jóhönnu Sig.

Þannig að þú ert hérna eitthvað að fara heldur betur  mannavillt GH minn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.6.2009 kl. 13:17

3 identicon

Það er best fyrir íslensku þjóðina í þessari slæmu aðstöðu,  að hafa erlenda sérfræðinga, stjórnendur og ráðgafa til að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl.

Það verður að taka sinn tíma, þó sársaukafullt sé !

Íslenskir stjórnmálamenn og stjórnendur hafa frá sjálstæði þjóðarinnar verið afar lélegir að sjórna fjármálum þjóðarinnar.

Íslenska þjóðin hefur í fleiri áratugi lifað langt um efni fram !

Óli Valur Gudmundsson (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 10:19

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sammála Óla hér að ofan. Og ég lofa því að nú þegar styttist í það að ráðinn verði nýr seðlabankastjóri þá breytist þetta ekki neitt. Og gengi krónunar verður ekki hækkað með handafli. Við gætum jú kastað í hana nú öllum lánum okkar hjá AGS og fleirum en það væri sviptað og pissa í buxurnar. Hún mundi hækka rétt á meðan en detta svo niður aftur nema að við séum búin að móta okkur einhverja framtíðarsýn sem eykur trú á efnahagshorfum okkar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.6.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband