ESB ásælist auðlindir Íslands!


    Skyldi það vera tilviljun að nýr sendiherra Evrópusambandsins
gagnvart Íslandi og Noregi, sé sérfræðingur í deilunni um nýtingu
hafsvæða við norðurheimskautsbaug, og sagður lykillmaður í mótun
utanríkisstefnu sambandsins varðandi þau mál?  Er það ekki orðið
nokkuð ljóst, að Brussel-ráðið er greinilega búið að leggja Ísland
og Noreg undir sig í huganum?

    Það er staðreynd að ESB á engin landssvæði sem liggja að norður-
heimsskautinu. Hins vegar hafa ráðamenn í Brussel mikinn áhuga á
að gera sig gildandi á svæðinu. Svæði þar sem griðarlegar miklar auð-
lindir eru að finna s.s olíu og gas. Til að tryggja hagsmuni sína á svæð-
inu þarf ESB að eiga greiða landfræðilega aðkomu að því. Innlimun
Íslands og Noregs í ESB er því orðið mikilvægt pólitískt plan í stefnu
sambandsins.

   Auk þessa hefur Ísland yfir að ráða fengsælustu fiskimiðum heims.
Með inngöngu Íslands í ESB fer þessi stórkostlega og dýrmæta auð-
lind undir ESB-yfirráðasvæði. Frjálsar fjárfestingar ESB-aðila í íslenzkum
útgerðum færa kvóta þeirra undir þeirra yfirráð. Og framtíðarplan ESB
er svo að gera allan kvóta innan þess FRAMSELJANLEGAN MILLI RÍKJA
ÞESS, sbr fundur sjávarútvegsráðherra ESB-ríkja um framtíðarskipan
ESB í sjávarútvegsmálum sem haldin var fyrir skömmu.

   Aldrei fyrr hefur verið eins brýnt að íslenzk þjóð haldi vöku sinni.
Aldrei fyrr hefur það verið eins brýnt að koma í veg fyrir áform lands-
söluliðsins í hópi ESB-sinna að Ísland afsali sér fullveldi og sjálfstæði
sínu og afhendi sínar dýrmætu auðlindir undir erlend yfirráð.

   Allir þjóðfrelsis- og fullveldissinnar munu því berjast af hörku gegn
ráðabruggi vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir að Ísland sæki um
aðild að Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband