ESB-afhjúpar hótun sína og þjóðarsvik Samfylkingarinnar


    Finnski utanríkisráðherrann, Alexander Stubb, var aldeilis ófeiminn
að viðurkenna í gær, að greiðsla á icesave-reikningunum sé forsenda
þess að Ísland geti gengið í ESB. Þarna  kristallast  tvennt. Hótunar-
þvingun ESB í tengslum við aðildarumsókn Íslands að sambandinu,
og ALGJÖR SVIK OG UNDIRLÆGJUHÁTTUR Samfylkingarinnar í icesave-
málinu frá upphafi til dagsins í dag. Hversu lengra getur  einn stjórn-
málaflokkur gengið þvert á  þjóðarhagsmuni sinnar eigin þjóðar?
Hvaða annan stimpill getur svona flokkur fengið annanð en landráð,
þegar svona afhjúpun liggur fyrir?

  Samfylkingin virðist tilbúin að VOGA ÖLLU bara til að geta hafið
þessar umdeildu aðildarviðræður. Lagt á þjóðina ómældan skulda-
klafa til frambúðar, svo jafngildi  Versalasamningi í fjórða veldi. Og
svo í framhaldinu ef  að  aðild  verður, afhendingu  helstu auðlinda
þjóðarinnar undir hið erlenda vald í Brussel, með tilheyrandi stór-
skerðingu á fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar.  Hvað í ósköpunum 
fær nokkurn ÍSLENDING til að kjósa og styðja svona þjóðsvikaflokk?
Sem AUGLJÓSLEGA gengur ALGJÖRLEGA erinda erlendra afla til að
ná  tangarhaldi á landi og þjóð.

  Vinstri grænir virðist í engu betri en Samfylkingin hvað þetta
varðar. Sitja nú á svikráðum við þjóð sína  í icesave  og  Evrópu-
málum alveg eins og Samfylkingin.  Enginn munur virðist á þessum 
tveim vinstriflokkum, enda renna þeim blóðið til skyldunar sem
slíkum,  í and-þjóðlegum viðhorfum og gjörðum vinstrimennskunar.
mbl.is Varar við of mikilli bjartsýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Vill fyrst og fremst standa VÖRÐ um mína fámennu íslenzku þjóð sem
þú og þínir málsvarar erlendrar kúgunar og yfirráða Jón skilja alls ekki.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.6.2009 kl. 00:50

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Svo bara eitt í viðbót Jón minn og í vinsemd. Þú með svona and-islenzkan
hugsunarhátt skalt heimsækja aðrar blogg-síður en mína, í ljósi þinna
and-þjóðlegu skrifa siðustu misseri! Himinn og haf virðist aðskilja okkur í
hugsanahætti, og ekki hvað síst er varðar ÍSLENZKA framtíð.......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.6.2009 kl. 01:09

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvern rændi Guðmundur Jónas, eða ég eða þú? Eigum við að gjalda m.a. fyrir handónýtt regluverk Evrópusambandsins og fjárhættuspil útrásarliðsins??

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.6.2009 kl. 01:11

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Enga svona ESB-lýgi hér Jón og áróður gegn íslenzkum hagsmunum.
Íslenska ríkið BAR ENGA lagalega skyldu að tryggja innistæðurnar í Bretlandi og Hollandi umfram það sem bankainnistæðusjóðurinn bar að gera. Enda þorðu Bretar ekki að legga slíkt undir dómstóla. Þess í stað
voru við þvingaðir að borga það sem okkur BER ALLS EKKIð að greiða, sbr
Hjörtur J hér að ofan. En þú Jón og aðrir ESB sinnar liggja hundflatir
fyrir þessari mesti fjárkúgun sögunar BARA til að komast inn í þetta
andskotans ímyndaða sæluríki ykkar ESB.  - Hvers vegna í fjandanum
flýtið þið ekki þangað Jón og leyfum okkur hinum ÍSLENDINGUNUM að
lifa hér frjálsir í friði?. Glaður skyldi ég borga undir þig fargjaldið til
Brussel og meira til. Hef sjaldan kynnst eins meiri rasista gegn eigin
þjóð og þig Jón Frímann. Átt virkilega bágt hér á Íslandi, og skallt því
koma þér í ESB-sæluna sem allra  allra fyrst.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.6.2009 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband