Vinstri Grænir á 100 km hraða inn í ESB
25.6.2009 | 00:46
Sem kunnugt er mynduðu Vinstri grænir ríkisstjórn sem hefur það
AÐALHLUTVERK að sækja um aðild Íslands að ESB. Af vísu er þetta ekki
alveg í samræmi við stefnu VG fyrir kosningar. En það var ekki heldur
í icesave málinu, en þar kúvenda VG líka. - En samt á þetta alls ekki
að koma á óvart. Sem vinstri-flokkur var aldrei meiningin að standa
vörð um íslenzka hagsmuni og fullveldið. - Það er alls ekki í anda
vinstrimennskunar, eins og sumir álpuðust til að halda fyrir kosningar
sem kusu VG. Allra síst ef VINSTRISTJÓRN er í veði. Þá er ÖLLU fórnað!!!
Svo vill til að formaður utanríkismálanefndar er Vinstri grænn,
Árni Þór Sigurðsson. Hann gegnir lykilhlutverki í því að koma frum-
varpi um aðildarviðræður að ESB gegnum þingið. ENGINN þingmaður
sem er ESB-andstæðingur myndi taka það hlutverk að sér. Það gerir
Árni Þór með glöðu geði hins vegar. - Því hann vill Ísland inn í ESB.
Annars gerði hann þetta ekki. Því Árni Þór lætur ekki hafa sig af
fifli. Eða hvað ?
Árni Þór virðist því ætla að vinna þetta verk fljótt og vel fyrir sam-
starfsflokkinn og aðra ESB-sinna. Segist vilja vinna þetta í sátt við
alla. - Hvernig honum dettur það í hug er merkilegt. Því allir eru
sammála um að þetta sé eitt stórfeldasta pólitíska hitamál frá lýð-
veldisstofnun. Samt segist Árni gera ráð fyrir að hægt verði að
sameina ESB-tillögu ríkisstjórnarinnar og tillögur stjórnarandstöð-
unnar um málið sbr frétt RÚV í gær. Takist Árna það að sameina
Alþingi Íslendinga um umsókn að ESB yrði hann einn mesti póli-
tíski kraftarverkamaður Íslandssögunar. Bæði fyrir það að sam-
eina Alþingi í þessu stórmáli, en þá jafnframt að skapa hyldýpi
milli þings og þjóðar. Því enn er yfir 70% þjóðarinnar andvígur
umsókn að ESB án þess að fyrst fari þjóðaratkvæðagreiðsla um
hvort sótt verði um aðild.
Vinstri grænir eru því ekki bara komnir á 100 km hraða inn í ESB.
Þeir eru komnir langt framúr sér á þeirri ferð, eins og í icesave-málinu.
En ALLT samt skv. bókinni um vinstrimennskuna, ef einhver er hissa.
- Og alveg sérstaklega með tilliti til þess þegar kommar og kratar ná
loks að mynda HREINRÆKTAÐA vinstristjórn, eins og nú - Því þá fyrst
hittir skrattinn ömmu sína, og djöfullinn verður laus, eins og hin ótal
dæmi sanna einmitt þessa daga um icesave og ESB-daðrið...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hverjir hlupu eftir lánalengingum og hækkuð fasteignmat sögðu marksverðráða? Hverjir ætluð að breyta Reykjavík í New York? Oft er flagð undir fögru skinni. Samfo getur ekkert ein. Þau sem falla fyrir væntingum og ágirnast: er ekki treystandi. Eiginleiki sem brýðir engan með ábyrgð.
Júlíus Björnsson, 25.6.2009 kl. 03:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.