Hvernig getur þessi jóhanna farið fyrir þóðinni lengur ?
1.7.2009 | 00:17
Jóhanna Sigurðardóttir sem á að kallast forsætisráðherra
íslenzka lýðveldisins, getur og má ekki fara fyrir þjóðinni
lengur. Sat í ríkisstjórn með bundið fyrir bæði augun er
bankahrunið skall yfir með tilheyrandi efnahagskreppu.
Hreyfði þar hvorki legg né lið til að reyna afstýra því, og
ALLRA SÍST að þáverandi stjórnvöld, einkum á vegum
Samfylkingar Jóhönnu, banka-- viðskipta- og utanríkismála
heldi uppu vörnum og málstað Íslands gegn erlendum
óbilgjörnum kröfuhöfum og efnahagslegum hryðjuverkum
þeirra gagnvart íslenzkri þjóð.
Nú situr þessi sama Jóhanna í forystu vinstristjórnar sem
gjörsamlega flatmagar fyrir einni mestri fárkúgun sem ein
þjóð hefur sætt. Hinn illræmdi Versalasamningur kemst
ekki í hálfkvíst við þann icesave-nauðungarsamning sem
Jóhanna og hennar vinstralið ætlar nú að þröngva upp á
þjóðina. Skuldaklafa sem þjóðin BER ENGA ÁBYRGÐ Á en
sem gerir hana að þrælum fyrrum nýlenduherra um
ókomna framtíð. Bara til að fullnægja þörf og ósk Jóhönnu
og hennar landssöluliði til að fá aðgöngumiða inn í hið stór-
misskilda sæluríki Evrópusambandsins. Þar sem fullveldi og
sjálfstæði Íslands yrði selt og yfirfært yfir alþjóðlegt vald með
tilheyrandi afsali á helstu auðlindum þjóðarinnar. Já, hvernig
í fjandanum fær svona manneskja að gegna forystuhlutverki
fyrir hina íslenzka þjóð lengur ? Er ekki tími til kominn að
þjóðin rísi upp og komi þessari óþjóðhollu Jóhönnu og hennar
landssöluliði frá völdum, áður en gengið verði endanlega frá
íslenzkri þjóðartilveru? Því með icesave og ESB-innlimun yrði
gerð ógnvekjandi atlaga að þjóðartilveru Íslendinga og lífs-
afkomu almennings á Íslandi um ókomna tíð.
SVÍK Jóhönnu og hennar and-þjóðlegu vinstristjórnar við land
og þjóð MÁ ALLS EKKI líða lengur. Slíka óþjóðhollustu á að kné-
setja HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR, Íslandi og þjóðinni TIL BJARGAR!!!
Ekkert plan B" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Allir ábyrgir EU snillingar hafa plan B.
Jóhönnu hættir til að fyllast ágirnd og fá meintar hugmyndir um snilli sína, að hennar eigin sögn 17,júní 2009.
Alveg nóg persónulýsing til að afskrifa frá ábyrgðarstörfum.
Júlíus Björnsson, 1.7.2009 kl. 00:49
Hárrétt Júlíus og Árni!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.7.2009 kl. 01:08
Ég held Jóhanna sé að vaða villu vegar. Fólk getur tæplega verið svona visst um EU að það ætli bara þangað inn og ætli bara að taka upp Evru? Því ekki Bandaríkin, Canada? Því ekki Dollar? Og hvað kemur það formennsku Svía við? Það eitt er kjánalegt og spillingarlegt að halda.
Elle_, 1.7.2009 kl. 20:31
Nákvæmlega elle. ESB-trúboðið með bundið fyrir augu og eyru.......
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.7.2009 kl. 21:40
Og hver á þá að fara fyrir þjóðinni? Bjarni Ben? Voru menn ekki að segja að hann væri fulltrúi Engeyjarveldisins? Sigmundir Davíð sem er giftur inn í fyrrum Toyotuveldið? Steingrímur J er jú fjármálaráðherra? Þór Saari kannski? Með nær enga reynslu af stjórnun.
Einhver utan þings? Hver? Davíð Oddsson? Halldór Ásgríms? Finnur Ingólfs? Hörður Torfason?
Magnús Helgi Björgvinsson, 1.7.2009 kl. 21:47
Við þurfum ekkert að svara hver, þó okkur finnist Jóhanna vera að gera ranga hluti.
Elle_, 1.7.2009 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.