Ingibjörg viðurkenndi icesave sem Versalasamninga
6.7.2009 | 21:29
Í breska blaðinu Telegraph í kvöld og sem DV.is greinir frá, segir
að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, hafi
ritað bréf til breskra ráðamanna þann 23 okt.s.l þar sem hún
segir að skuldbindingar Íslendinga skv kröfum Breta jafngildi
Versalasamningunum hinum illræmdu, sem Þjóðverjar voru kúg-
aðir til að gera 1919.
Hér er um stórmerka frétt að ræða. Frétt um bréf sem þagað
hefur verið um til dagsins í dag. Þar til breskur fjöllmiðill uppljóstrar
um málið.
Hvers vegna í ósköpunum lýsti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrr-
verandi utanríkisráðherra þessu ekki yfir OPINBERLEGA, fyrst hún
var á þessari skoðun? Sem hefði getað orðið stór þáttur í SÓKN
okkar varðandi icesave-skuldbindingarnar. Og hafi þessar skuld-
bindingar við icesave verið ígildi Versalasamninganna í okt. sl, að
mati Ingibjargar og utanríkisríkisráðuneytisins þá, í hversu ígildi
eru þeir þá í dag? Og hvaða frjáls og fullvalda þjóð undirritar
og samþykkir samning, sem er ígildi Versalasamninganna? Þjóð-
verjar voru KÚGAÐIR til þess á sínum tíma. En gerðu svo upp-
reisn gegn þeim og RIFTU á viðeigandi hátt, enda um ALGJÖRA
LANDRÁÐASAMNINGA AÐ RÆÐA.
Hverju svarar Jóhanna sigurðardóttir og vinstristjórn hennar
nú í ljósi þessa mats fyrrverandi utanríkisráðherra í okt s.l. til
breskra ráðamanna? Því ef skuldbindingarnar voru metnar sem
ígildi Versalasamninganna í okt s.l þá hljóta þeir að hafa marg-
faldast síðan þá!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er mögnuð frétt.
Sigurður Þórðarson, 6.7.2009 kl. 21:40
Þetta er nú sama og Gylfi og Steingrímur sem og Jóhanna hafa sagt. Það hefur enginn sagt að þetta sé drauma staða. En eins og þjóðverjar þá ættum við að geta komist út úr þessu. Þjóðverjar höfðu enga aðra úrkosti og eins er það með okkur. Eins og þá voru það nær allar þjóðir sem töldu að þjóðverjar bæru ábyrgð á stríðinu eins og nú í dag þá telja allar þjóðir að við eigum að borga þessar innistæðutryggingar.
Við höfum þó endurskoðunarákvæði í IceSave samningnum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 6.7.2009 kl. 23:09
Ég þoli ekki eilífu varnar-svör ofanverðs (næst að ofan) yfir bæði EU og allri skulda-nauðunginni. Í nánast hverjum pistli kemur hann og Þórdís nokkur og ver það að landsmenn skulu þvingaðir nauðugir viljugir í ICE-SLAVE fyrir glæpagengi og næst inn í EU.
Elle_, 7.7.2009 kl. 00:03
Alveg með eindæmum Magnús minn hvernig þú ver ætíð í bak og fyrir
þessa gjaldþrotastefnu sósíaldemókrata. Magnús. Þjóðverjar hefðu
sveit og drepist ENDANLEGA hefðu þeir ekki gert uppreisn og rift
VERSALASAMNINGNUM, sem INGIBJÖRG SÓLRÚN VÍSAR ÞARNA MEIRIHÁTTAR TIL sem hlutskipti okkar........
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.7.2009 kl. 00:19
prentvilla. ,, Þjóðverjar hefðu SVELT og drepist.............."
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.7.2009 kl. 00:24
,,heðu þeir ekki gert uppreisn"
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.7.2009 kl. 00:26
,,hefðu þeir ekki gert uppreisn". En það voru m.a þýzkir sósíaldemókratar
sem skrifuðu undir Versalasamninginn illræmda. Tilviljun?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.7.2009 kl. 01:07
Hingað til hafa Samfylkingarforingjar (hér heima) kallað þessa samninga allt annað en Versalasamninga. Þeir hafa frekar fagnað þeim og varið þá, jafnvel eftir að ljóst varð, hvað 16. greinin hafði að geyma (afléttingu griðhelgi eigna ríkisins, að veði fyrir "láninu").
Þetta sýnir, að þeir segja eitt heima og annað heiman. Minnir einna helzt á mismunandi orðræðu Arafats, eftir því hvort hann var að tala við innlenda eða erlenda fjölmiðla.
Ég hygg Ingibjörgu hafa sýnt öðrum (brezkum þingmönnum) meiri trúnað en okkur, íslenzkum kjósendum. Hún hefði vel getað kallað þetta nýja Versalasamninga hér heima, en faldi þann sannleika og trúði aðeins brezkum þingmönnum fyrir honum!
Magnús Björgvinsson, þú ert hlægilegur þegar þú segir: "þá telja allar þjóðir að við eigum að borga þessar innistæðutryggingar." – Þvílík firra. ÞJÓÐIRNAR HAFA ALDREI VERIÐ SPURÐAR.
Og þetta er sannkallað útivallarmet hjá þér í einfaldri trúgirni: "Við höfum þó endurskoðunarákvæði í IceSave-samningnum."!!! –– EINSKIS NÝTT, segir Magnús Thoroddsen, það er ekkert á þessu byggjandi, enda engin skylda tiltekin fyrir samningsaðila okkar að gera nýjan samning né endurskoða þennan, heldur aðeins að koma saman og rabba um málin!
Gott hjá þér að skrifa um þetta, Guðmundur Jónas!
Jón Valur Jensson, 7.7.2009 kl. 01:31
Magnús:
Eina ástæðan fyrir því að Þjóðverjar komust frá Versalasamningunum var að það kom fram sterkur leiðtogi og efnahagssnillingur; Adolf Hitler. Verst var að kallinn var líka snarbilaður.
Axel Þór Kolbeinsson, 7.7.2009 kl. 09:12
Jón Valur við borgum ekkert fyrr en eftir 7 ár. Ef við getum ekki borgað eftir 7 ár þá tekur þetta álvæði gildi. Ég vara þig við að vitna bara í Magnús Thoroddsen því að aðrir lögfræðingar segja annað. Minni þig á að Magnús nafni minn er kominn á áttræðisaldur og hefur ekki starfað nema 1 ár að hjá Efta. Ekkert í upplýsingum um að hann sé sérfræðingur í þessum málum
Magnús Helgi Björgvinsson, 7.7.2009 kl. 10:47
Takk Jón og Axel.
Magnús. Ekki að vera að REYNA að verja þennan alvöoda og and-þjóðlegan
málstað Samfylkingarinnar í máli þessu. Og ekki að gera lítið úr mönnum
þótt þeir komnir séu á aldur, því oftar en ekki eru það eldri og þroskaðri
menn sem vita vitinu sínu umfram margra aðra óreynda, tala nú ekki um séu þeir viljandi með bundið fyrir augum eins og samningarmenn og talsmenn ocesave-klúðurssisns.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.7.2009 kl. 13:35
Magnús, ég hitti sendiherra (frænda Sigurðar Líndal), sem sagði mér, að Magnús hefði starfað mikið að lögfræði- og samningamálum í Evrópu og þekkti vel alla innviði þar. Þessi sendiherra hefur verið í ýmsum stórborgum heims ambassador okkar og er sjálfur lögfræðingur. Og þú sérð nú t.d. á þínum eigin lista, að Magnús var líka í Evrópu um nær þriggja ára skeið sem lögfræðingur hjá Mannréttindanefnd Evrópu til 1. jan. 1982, auk þessa rúma árs sem þú nefnir. Og það dylst engum, sem hlustaði á hann í Útvarpi Sögu í um 50 mín. þætti, að þar fer maður með heilasellurnar í 100% lagi, hvað sem um aðra má segja.
Jón Valur Jensson, 7.7.2009 kl. 13:54
Veikt skot þarna að ætla að gera lítið úr skoðunum/verkum manns af því hann er kominn yfir sjötugt. Og ætti fólk ekki að vanmeta getu eldri manna sem eru oftar en ekki hæfari og vitrari en þeir yngri. Voru það ekki mest stráklingar sem hvolfdu bönkunum og landinu?
Elle_, 7.7.2009 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.