Össur á að segja af sér !


   Sá ráðherra í ríkisstjórn Íslands sem er uppvís að því að gæta
ekki ítraustu hagsmuna Íslands á að segja af sér, og það strax.!
Össur Skarpheðinsson utanríkisráðherra er uppvís af því MARG-
SINNIS að hafa ekki gætt hagsmuna Íslands í svokölluðu icesave
máli. Nú síðast að ætla að reyna að fela  mikilivægt álit breskrar
lögmannastofu um að Ísland eigi EKKI að ábyrgjast icesave-inni-
stæður. - Að bera því við að hafa ekki séð þetta álit er hámark
ósvifninar, og ætla svo að koma skömmunni á fjárrmálaráðherra
er litilmannlegt, svo ekki sé meira sagt.

   Össur og félagar hans í Samfylkingunni hafa frá upphafi unnið
markvíst gegn hagsmunum Íslendinga í bankahruninu og alveg
sérstaklega í svokölluðu icesave-máli. Þetta nýjasta dæmi sannar
það!!!!!!! 
mbl.is „Lögfræðiálitið breytir engu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Heyrðu Guðmundur ef þú lest fréttina þá segist Össur hafa fundað með þessari lögfræðistofu en ekki fengið í hendurnar neitt formlegt álit. Enda fjalla þessi gögn sem Mogginn hefur um að þeir hvetja ríkið til að kaupa af sér formlegt álit lögmanns.

Eins þá segir ekkert í þessu plaggi nema t.d.

  • „Evrópskar tilskipanir eru ekki alltaf fullkomlega skýrar og þessi er engin undantekning þar á, og það eru röksemdir á báða bóga,

  • „Viðmiðin frá 16. nóvember eru kjarni málsins að okkar mati, sem voru einfaldlega lyktir deilunnar á þessum tíma. Þar er einungis sagt að tilskipunin eigi við um Ísland á sama hátt og önnur ESB-ríki.“

Þannig að Össur hafði engan hag af því að leyna þessu skjali.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.7.2009 kl. 14:31

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús minn. Að bera það á borð fyrir þjóðina að utanríkisráðherra hafi ekki vitað um álit lögmannsstofunar er svo lýginni líkast að fá orð fá lýst.
Í samtölum Össurar við lögmennina hlýtur 100% að hafa komið fram álit
þeirra á stöðunni. Og ÞÓ SVO að Össur hafi þá á fundinum ekki fengið
FORMLEGT álit í hendur, hefði hann þá átt að krefjast þess á STUNDINNI,
jafn mikilvægt og álitið er fyrir íslenzka hagsmuni. Þannig að Össur er í
DJÚPUM SKÍT í þessu icesave máli EINS OG SAMFYLKINGIN ÖLL!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.7.2009 kl. 14:44

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

„Evrópskar tilskipanir eru ekki alltaf fullkomlega skýrar og þessi er engin undantekning þar á, og það eru röksemdir á báða bóga,

Þeir sem sömdu geta varla fallist á þetta sjónarmið fyrir sitt leyti. Tilskipanir byggja á lagalegri hugsun og því leysa Dómstólar réttarríkisins úr um niðurstöðuna. Hvor rökin eru sterkari.

Öll rök sem minka ábyrgð Íslensku þjóðarinnar á meintum glæpum og óráðssíu skipta alla holla Íslendinga máli.

Evrópsk yfirstéttarhugsun? 

Júlíus Björnsson, 7.7.2009 kl. 19:32

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Öryggisnetið samstendur af 4 þáttum sem geta valdið reiðufjárþurrð bankastofunnar.

Stjórnendur [ákvarðanir, glæpastarfsemi] bankans sem um ræðir þá kemur einkatryggingarsjóður aðildarbankanna til sögunar.

Annars er öryggið Ríkissjóðs af því leyti sem glæpsamlegt er ekki í myndinni. 

Mútuþægt eða slælegt fjármálaeftirlit.

Ríkistjórn kippir fótunum undan tekjumöguleikum Bankans sem um ræðir.

Seðlabankinn með vaxtaákvörðunum tryggir ekki nógu háar vaxtatekjur í langa tíma.   

Þetta er heiðalegur skilningur í anda þeirra sem sömdu.

Samningurinn er staðfesting á þjóðarsamsæri eða almennri siðspillingu. 

Reglugerðin/tilskipunin er fyrst til að hugsa um hag eðlilegs einkabankareksturs.

Innstæðueigendur er nauðsynlegir til að tryggja kerfinu reiðufé. 

Júlíus Björnsson, 7.7.2009 kl. 20:39

5 Smámynd: Elle_

Já, Össur ætti að segja af sér.  Fólk gerir ekki svona stórtæka hluti óviljandi að fela mikilvægt skjal. Nema því sé alvarlega farið að förlast. 

Elle_, 7.7.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband