Enn rotið bankakerfi


   Bara það eitt að að það skuli hafa verið tekið til umfjöllunar
afskrift stórs hluta skulda Björgólfsfeðga hjá Kaupþingi, ber
merki um að enn er bankakerfið sjúkt, og brenglað hugarfar
þar innan veggja.  - Bara beðni um slíkan fáránlegan gjörn-
ing heði átt að afgreiða af bankastjórninni SAMDÆGURS  sem
ERINDI SEM ALDREI KÆMI TIL MÁLA að ganga að, í ljósi  eðli
málsins. HVERS VEGNA VAR ÞAÐ EKKI GERT?.  - Eðlilegt að
þjóðinni sé stórkostlega misboðið! Bankastjórinn og stjórn
bankans ætti að sjá sóma sinn í því og segja af sér!! Ef
ekki, ætti yfirráðherra bankamála að leysa allt þetta fólk
frá störfum.

   Þá er ósvífin framganga Björgólfsfeðga slík að í kjölfar
beiðninar hefði þegar í stað átt að gera frjárnám í eigum
þeirra.  Og þó fyrr hefði verið!!

  Enn eitt dæmið um meiriháttar máttlausa og handónýta 
vinstristjórn!

   Eðlilegt að þjóðin sé BÁLREIÐ og í uppreisnarhug eins og
mál standa í dag...........  
mbl.is Bankastjóra Kaupþings hótað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Endurreisa sníkju-auðmagnskerfið sem kom kreppunni af stað með sníkju-auðmagni. Viðhald Fákeppi sníkju-reksturs. Til að koma óorði á heiðarlega samkeppni 100 aðila.

Júlíus Björnsson, 9.7.2009 kl. 04:50

2 Smámynd: Elle_

Það ætti ekki að vefjast fyrir neinum að eina svarið af nokkru viti hefði verið skjótt nei.  Fólki er kastað út á götu vegna innheimtufrekju banka.  Næst Ice-save og nú þetta. Hvar eru mannréttindi venjulegs fólks? 

Elle_, 9.7.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband