Ætlar Framsókn að rústa trúverðugleika sínum í icesave ?


    Framsóknarflokkurinn  og  sérstaklega  formaður hans hafa
staðið sig vel í icesave-málinu. Hafa  teflt fram sterkum rökum
þar, og sýnt fram á að Ísland muni aldrei rísa undir þeim mikla
skuldaklafa verði icesavesammningurinn samþykktur. Hins vegar
mun trúverðugleiki Framsóknar heldur betur verða að engu, gjör-
samlega rústast, ef flokkurinn á sama tíma vill að sótt verði um aðild
að ESB. Ekki bara vegna þess, að stórgallað regluverk ESB varð
þess valdandi að iscesave-klúðrið varð til, með skelfilegum afleið-
ingum fyrir íslenzka þjóð. - Heldur og ekki síður vegna þess, að
efnahagsleg staða Íslands er orðin þannig í dag, að það  mun
engan veginn geta uppfyllt þær staðalkröfur ESB um efnahags-
ramma sem það gerir til nýrra aðildarríkja. Engar líkur eru því á
að Ísland  uppfylli þessar  efnahagslegu aðildarkröfur á næstu
árum,  og ALLRA SÍST  næstu áratugina, ef icesave-samningurinn
verður samþykktur.

   Framsókn hlýtur því að krefjast að icesave-málið verði í fyrsta
lagi afgreitt undan frumvarpinu um aðild að ESB. Og í öðru lagi
hlýtur Framsókn ásamt allri stjórnarandsöðunni að krefjast að ESB-
umsóknin verði a.m.k frestað, í ljósi hinna miklu efnahagserfiðleika.
Því samningstaða Íslands nú gagnvart aðildarumsókn að ESB er
ENGIN. En ENGIN þjóð fer út í mikilvæga samninga án neinnar
samningsstöðu. Eða eins og Jón Sigurðsson fyrrv. formaður Fram-
sóknar orðaði það á sínum tíma. Ísland mun  einungis  sækja  um
aðild að ESB í STYRKLEIKA, ef til þess kemur, en ekki í veikleika.
Kúventi svo í þeirri afstöðu sinni stuttu seinna með litlum orðstír.

   Fróðlegt verður því að fylgjast með hvort Framsóknarflokkurinn
muni rústa góðri ímynd sinni í icesave-klúðrinu með því að álpast
enn einu sinni til að gerast skósveinn hinna and-þjóðlegu krata
og samþykkja aðildarumsókn að ESB. Kyssa á icesave-vönd ESB!
Á þeim degi mun góð ímynd Framsóknar í icesave rústast og
 hrynja, verði sú raunin!! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verður nafnakall þegar þingmenn greið atkvæði Kristján?

Júlíus Björnsson, 8.7.2009 kl. 00:34

2 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Ja hérna það er greinilegt að hverjum þykir sinn fugl fagur. Í mínum huga þá er einmitt ímynd Framsóknarflokksins ömurleg vægast sagt og þá einmitt vegna þess hvernig þeir hafa og þá sértaklega hinn nýji formaður hafa hagað málflutningi sínum, bullukollar sem þvælast fyrir vinnandi fólki, það er eitt að vera ósammála og annað að vera með fíflagang.

Tjörvi Dýrfjörð, 8.7.2009 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband