Siv og Guðm.Steingríms á móti eigin flokkssamþykktum.


  Af hverju í ósköpunum ganga þau Siv Friðleifsdóttir og Guðm.
Steingrímsson þingmenn Framsóknar ekki  úr  flokknum  yfir í
Samfylkinguna? Guðm.Steingrímsson af vísu nýkominn úr henni.
Fara þvert gegn formanni sínum og flokkssamþykktum og lýsa
yfir stuðningi við fráleita  tillögu vinstristjórnarinnar um aðildar-
viðræður að ESB. Tillögu sem Sigmundur Davíð formaður Fram-
sóknarflokksins segir ekki uppfylla þau LÁGMARKS SKILYRÐI
sem flokksþing Framsóknarflokksins samþykkti um aðildarvið-
ræður að ESB ?

   Hver vegna sækir ekki Guðm.Steingrímsson ekki aftur  um
aðild að Samfylkingunni? Og þá Siv í kjölfarið!
mbl.is ESB-umræða heldur áfram á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er svona þegar menn er með EU á heilanum og gleyma að EU er 8% heimsins: samdráttur orðin meir en 5% nú þegar. Fylgjast ekki með alþjóða málum eða kynna sér ástandi á Íslandi frá sjónarhorni almennings.

USA veit að til að koma í veg fyrir hrun utan USA, sem er sjálfbært en spart á varsjóði, verður að flytja súrefni þar sem hagvaxta líkur eru mestar eða þar sem almenn kjör eru lægst. [1 króna er 10% af 10 kr. 10 krónur eru 10% af 100 kr.> 10kr er 1000% meira en 1 kr.]

Almenningur í USA leyfir almenning að blæða  en er skilyrðislaust jafnaðareðlið þeim í blóð borið.

Júlíus Björnsson, 11.7.2009 kl. 14:12

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Almenningur í USA leyfir almenning í EU að blæða  enda er skilyrðislaust jafnaðareðlið þeim í blóð borið.

Júlíus Björnsson, 11.7.2009 kl. 14:13

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Úr samþykktum Landsfundar Framsókna frá því í janúar

Ályktun um aðildarviðræður við Evrópusambandið

Markmið

Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar.

Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum. Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skalíslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrarumræðu.

 

Sé ekki betur en að þau séu bara að fylgja samþykktum flokksins

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.7.2009 kl. 15:19

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Við höfum ekki efni á því í augnablikinu. Þurfum að reyna að lækka verð innflutningssvara.

Júlíus Björnsson, 11.7.2009 kl. 15:36

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Sigmundur Davíð segir að fyrirvarar sem flokksþing Framsóknar
setti ramrýmist engan veginn núverandi tilllögu ríkisstjórnarinnar. Trúi
formanni Framsóknar mun meira en innleggi þínu hér!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.7.2009 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband