Þjóðhollusta alþingismanna kemur nú í ljós !


    Allt bendir til að Alþingi afgreiði í dag þingsályktunartillögu
um umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þá kemur í ljós
þjóðhollusta alþingismanna og flokka þeirra. Því tillagan er
ein mesta aðför að fullveldi og sjálfstæði Íslands og yfirráðum
yfir helstu auðlindum þess frá upphafi.

   Vel verður því fylgst með hvernig þingmenn greiða atkvæði
varðandi þessa þingsályktunartillögu landssöluliðsins.
Þjóðsvikin koma þá í ljós!!!

   HÉR MEÐ ER SKORAÐ Á ALLA ÞJÓÐHOLLA ÞINGMENN SEM
VILJA STANDA VÖRÐ UM ÍSLENZKA ÞJÓÐARTILVERU OG
FULLVELDI OG SJÁLFSTÆÐI ÍSLANDS AÐ FELLA UMSÓKN-
INA AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.

   STÖNDUM VÖRÐ UM FRJÁLST OG FULLVALDA ÍSLAND OG
FRJÁLSA ÍSLENZKA ÞJÓÐ!!!!!!!! 
mbl.is Landbúnaður ekki tryggður í ESB-tillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er sennilega fáránlegust blogg skrif sem ég hef séð lengi.

Erum við ennþá sjálfstæð...?...erum við fjárhagslega sjálfstæð...?...nei, þökk sé sjálfshælis flokknum og hinum afturhaldssinnaða framsóknarflokki(sem er ekki réttnefni) að við erum gjaldþrota þjóð og undir hælnum á AGS, Bretum og öðrum þjóðum.

Er þá ekki best að leggjast inná gjörgæsludeild ESB..?

Helgi R. Jónsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 12:20

2 Smámynd: Elle_

Já, þeir hafa ekki leyfi lýðveldisins til að sækja um fyrir okkur.  Styð þig í þessu, Guðmundur.

ENGA  NAUÐUNG    

 

Elle_, 15.7.2009 kl. 12:45

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Helgi. Værum ENN í meiriháttar góðum málum hefði ALDREI komið til þessi
andskotans EES samningur Jóns Baldvins með STÓRGALLAÐ REGLUVERK ESB.
Nú á að ganga ENN lengra  og leggjast inn á gjörgæsludeild ESB skv ykkar
ósk ESB-sinna.

Nei. Nú er komið nóg af ESB-ruglinu, og takk fyrir EE

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.7.2009 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband