Icesaveflokknum þarf að úthýsa úr íslenzkum stjórnmálum !
29.7.2009 | 00:19
Icesaveflokkurinn, öðru nafni Samfylkingin, þarf að úthýsa
úr íslenzkum stjórnmálum, fyrir fullt og allt. Hefur gjörsamlega
rústað íslenzkum efnahag. Og ætlar svo að gera enn betur og
kúga þjóðina með ícesave vegna inngöngu í Evrópusambandið.
Klyfja hana skuldaklafa til áratuga sem hún ber alls ekki að bera.
Rústa ekki bara efnahag íslenzkrar þjóðar, heldur áformar líka
meiriháttar fullvedis- og þjóðfrelsisafsal ásamt afhendingu á
helstu auðlindum þjóðarinnar undir erlent vald í Brussel. - Íslenzk
þjóðartilvera væri því nánast úr sögunni, fyrir tilstuðlan þessara
rasista gegn sinni eigin þjóð, ef takmark þeirra ná fram að ganga.
Upphafið af hruninu var EES-samningurinn sem Icesaveflokk-
urinn laug inn á þjóðina. Sem engann veginn hentaði hinu smáa
íslenzka hagkerfi, utan þess sem allt regluverk hans var stórgallað.
Svaf svo á vaktinni er ,,Róm" brann, og tók svo upp hanskann
fyrir útrásarmafíuósa og erlenda nýlenduherra. Já vann svo gjör-
samlega gegn þjóðlegum hagsmunum nótt og dag. Og ætlast
svo til að íslenzk alþýða borgi brúsann vegna ESB-inngöngumið-
ans. - Hefur svo fengið afdankaða kommúnista til að klára skítverkin.
Icesaveflokknum þarf því að úthýsa úr íslenzkum stjórnmálum
fyrir fullt og allt. Er illkynja mein í íslenzkum þjóðarlíkama, sem
VERÐUR að fjarlægja hið fyrsta! Fyrr mun hann og hin íslenzka
þjóðarsál ekki verða söm og áður. Fyrr mun VONIN og VISSAN
um bjarta og gæfuríka ÍSLENZKA FRAMTÍÐ ekki verða að veru-
leika.
Burt því með Icesavflokkinn! Burt með Samfylkinguna, og
icesave-drottningu hennar, Jóhönnu Sigurðardóttir!
www.zumann.bvlog.is
Gagnrýna utanríkisráðherra ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðmundur Jónas - sem jafnan !
Hefi engu; við þessa skelleggu grein þína, að bæta.
Með beztu kveðjum; sem æfinlega /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 00:52
Sæll Guðmundur.
Ég hef gagnrýnt þennan flokk lengi ekki hvað síst vegna þeirrar málefnafátæktar sem einkennt hefur hann á stjórnmálasviðinu um innanlandsmál, t.d, fiskveiðistjórnunina.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 29.7.2009 kl. 01:11
Í setningarræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, við upphaf Landsfundar Samfylkingarinnar 2009, sagði hún:
Er ekki traustvekandi Guðmundur að vera sammála Ingibjörgu varðandi hina ógæfulegu inngöngu á Evrópska efnahagssvæðið (EES) ? Það er ég raunar líka og hef verið frá október 2008. Ætli samfylking okkar með Ingibjörgu sé ekki það með upp talin ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 29.7.2009 kl. 01:14
Í setningarræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, við upphaf Landsfundar Samfylkingarinnar 2009, sagði hún:
Er ekki traustvekandi Guðmundur að vera sammála Ingibjörgu varðandi hina ógæfulegu inngöngu á Evrópska efnahagssvæðið (EES) ? Það er ég raunar líka og hef verið frá október 2008. Ætli samfylking okkar með Ingibjörgu sé ekki það með upp talin ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 29.7.2009 kl. 01:18
já burt með hann bara og sæll vertu Loftur minn.
sandkassi (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 01:20
Í setningarræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, við upphaf Landsfundar Samfylkingarinnar 2009, sagði hún:
Er ekki traustvekandi Guðmundur að vera sammála Ingibjörgu varðandi hina ógæfulegu inngöngu á Evrópska efnahagssvæðið (EES) ? Það er ég raunar líka og hef verið frá október 2008. Ætli samfylking okkar með Ingibjörgu sé ekki það með upp talin ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 29.7.2009 kl. 01:20
Óskar, Guðrún, Gunnar og Loftur, takk fyrir innlegg ykkar hér!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.7.2009 kl. 19:48
Guðmundu, þó ég komi seint inn í umræðuna er það skárra en ekki. En það er alveg satt að koma þarf Icesave-sinnum burt. Spurning hvernig það verður gert. Lesið hvað Eva Joly finnst um Icesave nauðungina:
Joly fer hörðum orðum um viðsemjendur Íslendinga í Icesave-deilunni og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að málinu, sem varði hagsmuni langt utan íslensku strandlengjunnar.
„Ef Evrópa og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn snúa ekki við blaðinu kann að vera að þau vinni sannkallað afrek: dragi land þar sem þjóðartekjur á hvern íbúa hafa verið með þeim hæstu í heimi niður á stig þeirra allra fátækustu.“
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/08/01/stondum_ekki_undir_skuldabyrdi/
Elle E.
Elle_, 1.8.2009 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.