Utanríkisstefna Íslands hlýtur þá að endurskoðast frá grunni !
30.7.2009 | 00:22
Ef í ljós kemur að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gangi erinda
Breta og Hollendinga, og fresti enn endurskoðun sinni á
efnahagsáætlun Íslands, og þar með lánafyrirgreiðslu,
hlýtur mælirinn að verða fullur gagnvart okkur Íslendingum.
Þá liggur fyrir, að AGS er gróflega misnotaður af Bretum og
Hollendingum, til að kúga Íslendinga til að samþykkja hinn
fráleita icesavesamning. Og þá yrði best fyrir okkur Íslend-
inga að taka slaginn STRAX, heldur en verða sárpíndir til
eilifðrar fátaktar og undirgefni um ókomna tíð.
Í kjölfar alls þessa hlýtur að koma til endurskoðaunar á
utanríkisstefnu okkar frá grunni og samkiptum okkar við
umheiminn. Sem betur fer er heimurinn MIKLU STÆRRI en
þær fáu þjóðir sem skipa ESB-hópinn í dag. Eigum FJÖLMÖRG
tækifæri önnur en að lokast inni í hinu fjandsamlega Evrópu-
sambandi, sem vílar ekki fyrir sér að beitta okkur þvingunum,
hótunum og kúgunum, á grófasta hátt, þegar því hentar.
Inni í þá endurskoðun hlýtur einnig að koma til nýtt mat í
öryggis- og varnarmálum Íslands.
Síðast og ekki síst hlýtur svo að verða mikil HREINSUN og
uppstokkun í íslenzkum stjórnmálum. Icesave-flokkurinn (Sam-
fylkingin) og allt landsöluliðið kringum hann verður að úthýsa
úr íslenzkum stjórnmálum. Öflunum, sem komu Íslendingum í
þá ÖMURLEGU stöðu sem þeir standa frammi fyrir í dag.
Já. Bæði í vestur-og austurveg hljóta Íslendingar nú að horfa
varðandi pólitísk og efnahagsleg samskipti. Þá eru norðurslóðir
og allar þær miklu auðlindir sem þar eru að finna sífelt að vigta
þyngra. - Eigum þar að gegna lykilhlutverki í samvinnu þeirra
ríkja sem þar eiga hagsmuna að gæta, - gegn ásælni og hroka
Evrópusambandsins.
www.zumann.blog.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek undir hvert einasta orð Guðmundur.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 30.7.2009 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.