Sjálfstæðisflokkurinn bjargar vinstristjórninni !
16.8.2009 | 13:40
Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins er ekki sjálfrátt. Fyrst
að bjarga pólitískri tilveru Samfylkingarinnar með því að
hleypa henni að landsstjórninni á sínum tíma. Nú að bjarga
vinstristjórn hennar með því að skera hana niður úr ice-
save-snörunni. - Fyrir alla þá tugþúsunda kjósenda sem
aðhyllast ÞJÓÐLEG BORGARALEG viðhorf hlýtur þessi fram-
koma flokksforystu Sjálfstæðisflokksins að valda miklum
vonbrigðum. - Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn
eiginlega fyrir?
Auðvitað átti Sjálfstæðisflokkurinn eins og Framsóknar-
flokkurinn að reyna að fella ivesave-samning vinstriflokk-
anna. Þ.e.a.s hafi hann einhvern tíman meint það að vera
á móti honum. Því Í RAUN er verið að samþykkja icesave
óbreyttan, ÞAR SEM FYRIRVARANIR RÚMAST ALLIR INNAN
HANS. Enda halda hvorugt vatni, Jóhanna og Steingrímur
yfir niðurstöðunni, og telja SAMNINGINN HALDA, þrátt
fyrir fyrirvaranna. Fyrirvara sem munu heldur ekki halda
vatni þegar til kastanna kemur.
Þetta sýnir enn og aftur hversu er orðið þýðingarmikið að
fram komi stjórnmálaflokkur MEÐ ÞJÓÐLEG BORGARALEG
sjónarmið inni í íslenzk stjórnmál í dag. Sjálfstæðisflokknum
er alls ekki lengur treystandi til að standa þar vaktina.
Hefur nú bæði brugðist í tveim stórpólitískum hitamálum,
er varðar fullveldi og íslenzka þjóðarhagsmuni. Þ.e.a.s
í icesave málinu og í umsókninni að ESB þar sem flokkur-
inn klofnaði, og vara-formaðurinn SAT HJÁ!
Sjónhverfingar Vinstri grænna toppar þó allt í þessu ice-
save rugli. Hluti VG, þingmenn og ráðherra, þóttust vera
á móti icesave-samningmum, en KOKGLEYPTU hann að
lokum. NÁKVÆMLEGA eins og þeir gerðu í umsókninni að
ESB. Þar sem oftar kristallast hin and-þjóðlega vinstri-
mennska. - Fara sumir nú ekki að fara að átta sig á því?
Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins heldur því enn áfram
að framkvæma pólitísk afglöp. Fólk þar hlýtur nú að fara
að hugsa sinn gang. - ÞJÓÐLEGT BORGARALEGT stjórn-
málaafl er svarið!
www.zumann.blog.is
Full samstaða um Icesave í VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Facebook
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn er bara að viðurkenna vanmátt sinn og er það
af hinu góða. Þeir vita sem er að vinstri mönnum er best treystandi
þegar á reynir.
Páll Blöndal, 16.8.2009 kl. 13:46
Páll minn. Gott að fá hér einn sunnudagsbrandara, þótt vinstri-sinnaður sé.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.8.2009 kl. 13:55
Er þetta ekki dálítil mótsögn Páll Blöndal?
Margir xD kusu xVG vegna andstöðu við ESB aðild Íslands svo þá hlýtur sá flokkur að vera hressilega geðklofinn núna. Enda sést það vel á formanni flokksins, hann er heilir tveir til þrír persónuleikarar á sama tíma. Fyrir- eftir- og Steingrímur_núna. Samfylkingin getur víst ekki orðið meira geðklofin en hún er því hún byggir grunn sinna á geðklofstígvélum með hælunum framaná tánum, nokkrum götóttum dyramottum og rauðum varalit úr botnfali ekki-lengur-flokka. Þetta er allt saman mjög Evrópskt. Enda var A. Hitler frægasti sósíalsisti Evrópu ásamt Lenín hinum fræga með hnetuheilann.
Ég minnist ekkert á Svíþjóðina og Bretland verkamannafokksins núna. Já vinstri mönnum er best treystandi til stórverkanna þegar á reynir, það er alveg öruggt. Þeir bera svo mikla ábyrgð nefnilega. Verst er að tekur alltaf 50 ár að rétta heiminn við eftir óstjórnartíð þeirra.
Þegar rauði liturinn úr Kreml reyndist vera blóð úr 60 milljón líkum þá var honum skyndilega breytt í græna myglu. Sárt en þó satt. Eiginlega átakanlegt.
Gunnar Rögnvaldsson, 16.8.2009 kl. 14:18
Sæll Guðmundur.
Hefurðu lesið bloggið hans Björns Bjarnasonar frá í gær 15.8.09
Það er vert að lesa - ÞAÐ................!
Benedikta E, 16.8.2009 kl. 14:25
Heill og sæll Guðmundur; - sem og, þið önnur, hér á síðu !
Sjálfstæðisflokkurinn; er óefað, einn mestu tjónvalda, í samtímasögu okkar, og með framferði sínu, lagt allar undirstöður, í rústir einar.
Að, ógleymdum hjálparhellum, ýmsum (B og S listum, sérstaklega).
Borghildur !
Þykist Björn Bjarnason; vera að klóra, í einhvern bakka, núna fyrst, má honum ljóst vera, að það er um seinan.
Við verðum; að uppræta núvernadi stjórnarfar, með öllum tiltækum ráðum, eigi einhver framtíðar búseta, að vera möguleg, hér á Ísafoldu, gott fólk.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 15:03
Ekki er ég ánægður Guðmundur með þessa undanlátssemi Sjálfstæðisflokksins. Það er engu líkara en forusta flokksins vilji ekki fjölga stuðningsmönnum sínum. Sama verður ekki sagt um Framsókn, sem tekið hefur forustu fyrir þeim sem styðja fullveldið.
Björn Bjarnason segir:
Orðið er ljóst að VG ætlar að éta Icesave-skítinn, þannig að Icesave-RAMMI Steingríms mun halda. Í því ljósi sérstaklega, væri fádæma heimskulegt af Sjálfstæðisflokknum að hanga í taglinu á VG. Annars hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins algjörlega einangrað sig frá almennum flokksmönnum, allt frá kosningum.
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.8.2009 kl. 16:27
Takk fyrir innlegg ykkar hér. Jú held að nú sé rétti tíminn til að huga að
ALVÖRU þjóðlegum flokki, á borgaralegum grunni. Hér á moggablogginu
eru FJÖLMARGIR sem ég vildi sjá í forystusveit slíks flokks, eins og t.d
þig Loftur, Gunnar og ótal marga aðra, sem hafa eins og ég orðið fyrir
MIKLUM vonbrigðum hvernig pólitíkin hefur þróast fyrir okkur sem aðhyllumst borgaraleg viðhorf á ÞJÓÐLEGUM GRUNNI. Er hér því alltaf að
ákalla ,,Þú ÞJÓÐLEGI FRELSISFLOKKUR, hvenær kemur þú? Flokk sem
stendur fyrir bæði ÞJÓÐFRELSINU og FRELSI EINSTAKLINGSINS! Í báðum
tilvikum er Sjálfstæðisflokknum þar ekki treystandi. - Flokk þjóðlegrar
íhaldssemi en ekki óheftrar frjálshyggju og græðgi. STJÓRN verður að
vera á hlutunum!!!!!!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.8.2009 kl. 16:40
Guðmundur, ertu að spá í nýjan nasistaflokk?
Páll Blöndal, 16.8.2009 kl. 18:15
Komið þið sæl; á ný !
Páll Blöndal !
Ég gerist; svo frakkur að taka ómakið af Guðmundi, og svara þér.
Nei; Nazista flokkurinn, er þegar til, á meðal okkar, og heitir SAMFYLKING, erindrekar Fjórða ríkis (ESB) Nazista bandalagsins, í Brussel, svo þér skiljist, Páll ofsatrúar krati !
Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 18:20
Páll skilur ekki að nazistar voru fyrst og fremst sósíalistar, sósíal-demó-kratar. Í stað þess að þjóðnýta atvinnutækin þá þjóðnýttu þeir þegnana, það hentaði þeim betur svoleiðis. Svo skutu þeir aðalinn og hófust handa. Restina þekkja allir.
Eins og þið sjáið er Páll Blöndal þjónýttur núna. Ég vona að honum batni, en verð þó að viðurkenna að ég hef mínar efasemdir um að hann losni út úr þessu aftur
Gunnar Rögnvaldsson, 16.8.2009 kl. 19:02
Páll. Fer fram á afsökunarbeiðni. Óþolandi athugasemd. Þótt þú skannir
ALLT mitt blogg frá upphafi skaltu HVERGI finna þar vott af kynþátta-
eða þjóðernishyggju. Þvert á móti SEM ÞJÓÐFRELSISSINNI óska ég ÖLLUM
þjóðum þjóðfrelsi og VIRÐI ÖLL ÞJÓÐKYN á jafnréttigrundvelli. Jafnhliða
því að villja halda í ÍSLENZKT ÞJÓÐFRELSI, íslenzka þjóðmenningu og tungu, óska ég þess sama gagnvart ÖÐRUM ÞJÓÐUM. Málflutningur þinn
á hins vegar skylt við rasisma gagnvart eigin þjóð, eins og þeir sem vilja
loka þjóðir sínar inní einskonar ÞJÓÐAFANGELSI eins og ESB er í raun.
Þannig að athugasemd þín hér er þér til skammar!
Takk Óskar og Gunnar!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.8.2009 kl. 19:25
Komið þið sæl; á ný !
Dóra litla !
Ég hygg; að sá bezti kostur, sem nú er í stöðu mála væri, að svæla út; Mel-rakka þá, sem um sig hafa búið, um nokkra hríð, í Valhöllu ykkar, Háaleitis fólks.
Og; viðlíka meðferð, ættu meðlimir hinna skemmdarverka flokkanna : B - S og V lista, einnig að hljóta.
Þvílíkt samansafn; óþjóðlegs úrhrakslýðs, Dóra mín !
Með; hinum beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 23:31
Fer það nokkuð á milli mála hvaða flokkur landsins er Nasista-flokkur ef hann finnst? Gunnar og Óskar svöruðu spurningunni um Nasista-flokkinn fyrir Guðmund vel og ýtarlega.
Elle_, 17.8.2009 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.