Reynt að blekkja þjóðina í icesave-niðurstöðu


   Niðurstaðan í icesave-málinu er ein stór blekking. Bara það að
Jóhanna Sig og Steingrímur J geta varla haldið vatni yfir gleði
sinni með niðurstöðuna, segir allt sem segja þarf. Svokallaðir
fyrirvarar eru ein syndarmennska. Enda segja oddvitar ríkis-
stjórnarinnar að þeir RÚMIST VEL INNAN icesave-samningsins,
sem gerður var í júni. Varla er hægt að hugsa sér betri með-
mæli UM ÓBREYTTAN SAMNING Í RAUN!  ÞJÓÐIN MUN BORGA
AÐ LOKUM SKULDAKLAFANN, SEM HÚN BER ALLS EKKI AÐ
GERA SKV. lögum og reglum ESB !  Samfylkinginn, sá þjóð-
svikaflokkur er enn og aftur sigurvegari í stórpólitísku hita-
máli lýðveldsins. - Áður hafði hún sigrað í aðildarumsókninni
að ESB.  

   Það er grátlegt hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hagar sér í
þessu máli. Lætur ENN OG AFTUR Samfylkinguna SVÍNBEYGJA
sig, og samþykkir icesave. Því eins og fyrr sagði halda þessir
fyrirvarar ekki vatni þegar á reynir. Hreinlegast var að FELLA
samninginn, og byrja upp á nýtt á ÍSLENZKUM FORSENDUM.
Aulaháttur og  UPPGJÖF  sjálfstæðismanna  og  þingmanna
Borgarhreyfingarinnar í þessu mikla hagsmunamáli þjóðarinnar
er ALGJÖR. Þess utan hefur Sjálfstæðisflokkurinn ENN og AFTUR
hér bjargað pólitískri tilveru Samfylkingarinnar, og þar með
hennar ÖMULEGU og ÓÞJÓÐHOLLRI vinstristjórn.

  Þessi niðurstaða HLÝTUR NÚ að opna augu þeirra tugþúsunda
kjósenda, sem aðhyllast ÞJÓÐLEG og BORGARALEG viðhorf, á
því að nú þurfi að koma til NÝTT og STERKT ÞJÓÐLEGT AFL á
borgaralegum grunni.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það og
sannað á undanförnum misserum, að hann er HANDÓNÝTUR
til að takast á við vinstriöflin, og byggja upp NÝTT ÍSLAND á
ÍSLENZKUM FORSENDUM. Í raun má segja að núverandi vinstri-
stjórn, með hinn hörmulega icesave-samning og ESB-umsókn,
sé afkvæmi stórmistaka Sjálfstæðisflokksins á undanförnum
misserum. Stór uppstokkun þarf því nú að eiga sér stað á
hægri kannti íslenzkra stjórnmála.

    www.zumann.blog.is
mbl.is „Góð lending fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið þjóðlegt afl. Hann er, var og verður afl útrásarvíkingana

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.8.2009 kl. 02:15

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Ég tek undir það að nauðsyn þess að hefja hér til vegs og virðingar afl sem sameinar íslenska þjóð undir eigin hagsmunum fyrst og fremst, er mikið.

Það þarf að moka upp úr hinum flokkspólítisku skotgröfum flokkunar til vinstri og hægri, sem of margir eru pikkfastir í, varðandi trú á " sína menn ".

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.8.2009 kl. 02:40

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir Jakobína og Guðrún.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.8.2009 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband