Steingrímur J ekki með öllum mjalla!


    Steingrímur J Sigfússon fjármálaráðherra hefur ítrekað sannað
að hann er enginn maður í það að skipa ríkisstjórn Íslands, ekki
frekar en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Ein mestu
og alvarlegustu pólitísku mistök Íslandssögunar sem stjórnmála-
menn hafa framið, er þegar Steingrímur og Jóhanna samþykktu
icesave-saminginn. Voru svo gerð hornrekja af sjálfu eigin þing-
liði með ótal fyrirvörum við stórgallaðan samning. - Og nú situr
Steingrímur J með hjartað í buxunum, og óttast viðbrögð Breta
og Hollendinga við fyrirvörununm, sem einnig eru meingallaðir.
Segist óttast algjöra upplausn hafni Bretar og Hollendingar
fyrirvörunum, og þá myndum við ekki ráða við neitt og yrðum
að fá utanaðkomandi stuðning, kjökrar Steingrímur.

   Ráðherrar sem svona hafa hagað sér gagnvart íslenzkum
hagsmunum eiga að segja af sér. Og klárlega komi til nýrra
samninga við Breta og Hollendinga. Og alveg sérstaklega
þegar Steingrímur viðurkennir vanmátt sinn  á svona afger-
andi hátt, sbr. viðtalið við Mbl.í dag, að þá þurfi hann utanað-
komandi aðstoð, komi til nýrra samninga.  Þvílíkur aula- og
vinstrisinnaður aumingjaskapur!

   Steingrímur J er ekki með öllum mjalla!!! Og því síður
Jóhanna Sigurðardóttir! LANGT Í FRÁ!!!!!

   En hvers á Ísland að gjalda?
 
   www.zumann.blog.is
mbl.is Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Góður húmor hjá þér?

Jón Halldór Guðmundsson, 6.9.2009 kl. 00:43

2 Smámynd: Björn Birgisson

Skelfing er brandarakarlinn minn að fara á kostum núna. Þú ert miklu betri en í gær! Þú getur bara toppað brandarann með því að biðja um helsjúkt Framsóknarlið og deyjandi Sjálfstæðisflokk að kjötkötlunum, sem þeir létu allt sjóða upp úr! Segðu mér í alvöru: Er þetta gálgahúmor eða hrein heimska?

Björn Birgisson, 6.9.2009 kl. 01:19

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Það má segja að það er sorglegt hversu þau hafa  klúðruðu hlutnum eftir að þau lofuðu Íslendingum gull og grænu skógum í vor nú stendur eftir auðn og eyðimerkur um land allt, landið er rústir einar eins og Berlín var í maí 1945.

Einkavæðingin  á fullu en bara aðrir sem komast að kjötkötlunum annarskonar vinavæðing önnur flokksbönd.

Spillingin hefur annan lít, lit nýju föt keisarans sem þau sjá ekki en vita af.

Rauða Ljónið, 6.9.2009 kl. 01:35

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Talað út úr mínu brjósti mitt kæra Rauða Ljón. En icesave-karlar eins og
Björn skilja þetta ekki, enda á kafi í að sópa upp eftir útrásarmafíuósanna
og láta saklausa þjóðina borga brúsann, mig og þig,  til að þóknast nýlenduvaldaelítíunni í Brussel.....

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.9.2009 kl. 01:45

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Svo talar Björn um gálgahúmor og heimsku!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.9.2009 kl. 02:03

6 Smámynd: Björn Birgisson

Heyrðu mig nú brandarakarl! Hvað kemur þér til að álykta að fáeinir Framsóknarþingmenn hafi haft meira vit á hvað við YRÐUM að gera, en allir hinir? Það vill enginn Íslendingur borga þetta ICESAVE drullumall Landsbankans. Og við gerum það ekki, þegar upp verður staðið. Þú, bókhaldarinn, vildirðu frekar standa uppi án allra lána, án allra viðskipta við útlönd, með landið endanlega á hausnum? Þú þarft ekki að svara. Nóg komið af aulabröndurum í kvöld.

Björn Birgisson, 6.9.2009 kl. 02:06

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Stærstu stjórnmálamistök Íslandsögunar eru eftirfarandi:

Að leyfa kvótaframsal

Að selja glæpamafíum bankanna

Að selja orkuna á undirmálsverði

Að gera Alþingi Íslendinga að stimpilsjoppu Viðskiptaráðs

Að selja auðlindirnar til útlendinga

Sjálfstæðirflokkur og Framsókn eiga mest af ofangreindu klúðri og hafa skapað þann óskapnað sem þjóðin er að glíma við í dag.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.9.2009 kl. 02:25

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

...Steingrímur J og Jóhanna haga sér hins vegar eins og þau vilji gera það versta úr stöðunni. Þar er ég þér sammála....Skiptir ekki hvort glæpurinn er blár, rauður eða grænn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.9.2009 kl. 02:30

9 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl. Björn oft er gott að sýna þroska það er það sem maður lærir á lífsleiðinni, þú kallar Guðmund brandarkarl vegna þess að hann hefur aðra skoðun en þú sé þetta sett í samhengi er þú líka brandarakarl og þá hin meiri þröngsýni fyrir skoðunum annar er löstur,  tjáningar frelsi er sá hornsein sem allir vilja hafa og þú nýtir þér hann, þeir sem nýta sér hann verða að sýna umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra hvar sem menn standa í hinu pólitíska litrofi án þess að gefa öðrum nöfn.

Kv. Sigurjón Vigfússon brandarakarl.

Rauða Ljónið, 6.9.2009 kl. 02:30

10 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl. Jakobína mikið rétt hjá þér ,,Skiptir ekki hvort glæpurinn er blár, rauður eða grænn."

Rauða Ljónið, 6.9.2009 kl. 02:33

11 Smámynd: Björn Birgisson

Klént!

Björn Birgisson, 6.9.2009 kl. 02:49

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég skal segja ykkur annan brandara. Bretar og Hollendingar munu fallast á alla fyrirvarana og hllaupa hlæjandi í bankann. Fyrirvararnir eru yfirklór, sem engu breyta. Það sem þeir hafa óttast mest er að þetta fari fyrir dómstóla. Nú eru þeir sloppnir og skála í kampavíni sigri hrósandi yfir þessum hálvitum..........

Jón Steinar Ragnarsson, 6.9.2009 kl. 09:12

13 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hárrétt Jón Steinar. Svo situr íslenzka þjóðin í súpunni með sárt ennið vegna stórafglapa og vítaverðs framferðis í samningagerð varðandi icesave, Versalasamnings allra tíma. - Auðvitað voru mörg og afdrífarík
mistök gerð fyrir bankahrunið, en icesave-hryllingurinn og samningurinn um
hann toppar ALLT, sérstaklega að láta saklausa þjóðina greiða fyrir
misgjörðir útrásarmafíósanana, SEM HENNI BER ALLS EKKI AÐ GERA.

Takk Sigurjón fyrir þitt innlegg og líka Jakobína.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.9.2009 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband