Schengen að yfirfylla fangelsin - Út í hött !!!!


   Í frétt á Vísir.is kemur fram að útlendingar eru að yfirfylla
fangelsin. Mun fleiri útlendingar en Íslendingar sátu í fang-
elsi á síðasta ári. Kostnaður vegna erlendra ríkisborgara í
íslenzkum fangelsum nemur um 200 milljónum króna á ári.
Kostnaður vegna hvers fanga er talinn vera 24 þúsund kr.
á dag. Þá er ótalinn allur hinn óbeini kostnaður, sem er
mikill.

   Ástæða þessa er augljós. Schengen-ruglið sem íslenzk
stjórnvöld álpuðust til að láta Ísland gerast aðili að á sínum
tíma. Og nú þegar flest A-Evrópuríki hafa nú gerst aðilar
að ESB og Schengen, hefur ótti lögregluyfirvalda í vestræn-
um ríkjum um að allskyns glæpagengi A-Evrópu  flæði yfir
landamæri Schengensvæðisins með tilheyrandi ósköpum
orðið að veruleika. Ísland hefur ekki farið varhluta  af inn-
rás þessara A-Evrópskra glæpalýðs að undanförnu.  ALLT
má þetta skrifast á   aulaháttar íslenzkra stjórnvalda að
gerast aðilar að þessu stórgallaða Schengekerfi  ESB.
Bretar og Írar eru eyþjóðir eins og Íslendingar, og eru í
ESB, en töldu sem eyþjóðir ekki koma til greina að gerast
aðilar að Schengen. Íslenzk stjórnvöld virðast hafa gleymt
að Ísland er úti á miðju Atlantshafi, og því fráleitt að það
sinni öllu landamæraeftirliti ESB-ríkja á meginlandi Evrópu
þar.  GJÖRSAMLEGA ÚT Í HÖTT!  Enn eitt dæmið um RUGLIÐ
á Íslandi til að fullnægja ESB- trúboðinu hér. HVAÐ SEM ÞAÐ
KOSTAR!

   Hér vantar stjórnmálaflokk til að afrugla svona kjaftæði.
Segja upp Schengen-ruglinu, og spara þannig a.m.k einn
milljarð á ári. Fyrir utan hvað slík ákvörðun myndi stórbæta
alla landamæravörslu gagnvart þeim glæðalýð og ófögnuði,
sem nú virðist vera að ná fótfestu á Íslandi, einmitt þegar
öll löggæsla er í fjársvelti og niðurskurði af þessu sama ESB-
icesave- trúboði.

      www.zumann.blog.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Líkir sækja líkja heim Ráðmenn Íslands draga að sér kostnaðinn á öllu sviðum. Svar EU er einfalt sérhvert Meðlima-Ríki ber á byrgð á sínum eigin innri kostnaði. Schengen voru mistök. Í dag flokkast þetta undir skipulegt ofbeldi á hendur Íslenskum almenningi. Þar sem þau eru ekki skyldug að halda Íslandi opnu fyrir hverjum sem er. Þótt að Íslenskir glæpamenn græði á því að valsa um EU, þá eru þeir mikill minni hluti þjóðarinnar. Straumur frá EU í frjálsu flæði greinilega ekki í samræmi.

Einu sinni opnað vegabréf Íslendfinga fleiri dyr en nokkurt annað. 

Júlíus Björnsson, 11.9.2009 kl. 00:47

2 Smámynd: Andrés.si

Jílíus. Hvað var ekki mistök s.l.  15 ár?  Reyndar er ég sammála að segja síg úr Shengen, úr NATO og úr mörgum öðrum stofnunun.

Shengen var í raun fyrsta áfangi aðilð Íslands að EB. Þessu má rugla einmitt í dag. 

Andrés.si, 11.9.2009 kl. 01:17

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Beint úr stjórnskipunarlögum EU. Er fyrsti áfangi Nágrannalandi í Evrópu svo kallaður ávinningur af efldu samstarfi [skuldirnar enda á einni hendi Sameiningar Evrópu]  eða regluskorðaður viðskiptipakki. Í tilfelli EFTA-aðildar nokkur lönd í einu var þetta kallað á Íslensku aðildarsamningur að Evrópsku efnahagsvæði.

Sterk viljayfirlýsing um að full alvara væri með inngöngu var Schengen samningurinn, annar stóri áfanginn.

Þjóðverjar og Frakkar er mjög glúrnir á það hvað langan tíma tekur að brjóta niður þjóðarvilja væntanlegra lénsríkja og nóg af rannsóknarstofnunum og áróðursérfræðingum hjá þeim.

2011 mun hafa verið inngöngu árið. Þá er eðlilegt að loka á lána línum upp úr 2007 til 2008. Annars myndi ekki mælast hagvöxtur fyrstu árinn eftir innlimun. 

Allar útvíkkunar áætlanir t.d. Þjóðverja eru vandalega skipulagðar af þeirra áróður og herstjórnarlist. Frakkar og Þjóðverjar í einni sæng eru engin lömb að leika sér við og það vita Bretar best.  

Þetta dæmi um að kaupa upp allar skuldir eða lána í gegnum leppa er klassískt í sögunni. Greifinn af Monte Kristó er góð lesning til að byrja á.

Júlíus Björnsson, 11.9.2009 kl. 02:23

4 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Byrjunin á öllu þessu rugli er þegar Jón Baldvin kom okkur í EES og svo stóð þetta gerpi á tröppum ráðherrabústaðarins og reif kjaft síðastliðið haust , ég hef aðeins einu sinni verið sammála Jóni Baldvin, en það var þegar hann sagði að Kiljan hefði logið að íslensku þjóðinni Gerska ævintýrinu.

Ég er samála þér í því Guðmundur Jónas að hér vanti stjórnmálaflokk til að afrugla þetta kjaftæði og ég bið Guð að það stjórnmálaafl mæti til verða til, okkar og allrar þjóðarinnar vegna.

Þórólfur Ingvarsson, 11.9.2009 kl. 13:54

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir innlitin hér. Jú Þórólfur, þessi flokkur hlýtur að birtast fljótlega.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.9.2009 kl. 20:47

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hjá reikistofnun Seðlabankakerfis Evrópu undir forustu Seðlabanka Evrópu eitt að stóru efnahagsvopnum Umboðsnefndarinnar í Brussel. Hvað skuldar Ísland sem heild EU sem heild? Hver græðir þegar upp er staðið á því að eiga viðskipti við þetta skrímsli sem byggir á sinni menningararfleið að meðaltali.  Hversvegna getur Magma energy ekki stofnað skúffu fyrirtæki á Íslandi?

Júlíus Björnsson, 12.9.2009 kl. 03:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband