Einar K hefur lög að mæla vegna kvóta til útlendinga


   Í hádegisfréttum RÚV sagði Einar K. Guðfinnsson fyrrv.
sjávarútvegsráðherra, að engin hætta sé á að fiskveiða-
heimildir lendi í höndum  útlendinga, þótt  Seðlabanki  í
Lúxemborg eigi 20 milljarða veð hjá íslenzkum útgerðum.
Hins vegar GEGNI ÖÐRU MÁLI ef Ísland gengur í ESB. ,,ÞÁ
SÉ ALLT OPIÐ"

  Hárrétt hjá Einari. Íslenzk lög KVEÐA SKÝRT á um að ein-
ungis ÍSLENZKIR LÖGAÐILAR í meirihlutaeign Íslendinga
hafi ALLAR fiskveiðiheimildir á sinni könnu. Yfirtaki erlendar
lánastofnanir  íslenzkar útgerðir vegna skulda VERÐA fisk-
veiðiheimildir þeirra að skilast til baka innan ákveðins tíma.
(mánaða). Og þá til íslenzka aðila. 

  Hér er enn og aftur vakin athygli á því hvað GERIST ef
Ísland gengur í ESB. Þá fer kvótinn á uppboðsmarkað
ESB í RAUN, og fiskveiðilögsagan galopnast þannig fyr-
ir útlendingum.

   Hvað kallast slíkt annað en glæpsamleg þjóðsvik  ef
stjórnvöld ætla að afhenda einni af dyrmætustu auðlind
þjóðarinnar í hendur útlendinga? Hvað hugsar núver-
andi sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn sem sótt hefur
um aðild að ESB? Er honum sjálfrátt?

     ÁFRAM ÍSLAND!  EKKERT ESB !  EKKERT ICESAVE!

     www.zumann.blog.is

    www.fullvalda.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og var það betra að leyfa hér hálf veruleikafirtum Íslendingum að eignast þessa auðlynd og fara svo með peningana út um heim í allskonar brast. M.a. að taka stöðu gegn krónunni?

Minni á að talið er að útgerðarfyrirtæki skuldi um 300 til 500 milljarða og tölvert af því beint eða óbeint við útlönd. Og næstu árinn verða allar tekjur þeirra bundnar við að reyna að endurfjármagna lán sem hvíla á þeim í erlendum myntum. Þannig að forminu til eiga útlendingar megnið af kvótanum og gætu innleyst veðin og leigt kvótan svo til Íslendinga þar sem að þeir mega ekki veiða hann.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.9.2009 kl. 14:00

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

segir maðurinn úr baugsfylkingunni. maðurinn sem studdi að við ættum að samþykkja 800 milljarða plús vexti í skuldir á íslenska þjóð án fyrirvara vegna Icesave.

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 14:06

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. SKIPTR ENGU hver á íslenzkar útgerðir svo framanlega að þær
séu í íslenzkri eigu, að að afrekstur og virðisauki af auðlindinni skili sér
100% inn í íslenzkt hagkerfi.  FRAM Á ÞENNAN DAG HEFUR ÞAÐ VERIÐ SVO!
En eftir ESB-aðild GALOPNAST alllt og kvótinn hverfur úr landi með HRIKALEGUM EFNAHAGSLEGUM AFLEIÐINGUM. Ein mikilvæg ástæða fyrir BORGARALEGRI UPPREISN gegn þjóðsvikastjórn vinstrimanna sem nú
situr á meiriháttar svikráðum við íslenzka þjóð!  BURT með óþjóðholla
komma og krata !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.9.2009 kl. 14:08

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hárrétt Fannar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.9.2009 kl. 14:09

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vona sannarlega að Einar Kr. hafi rétt fyrir sér og hallast reyndar að því.að svo muni vera. Hinsvegar var þessi veðsetning glórulaust siðleysi og ætti að vera refsiverð. Svo er ég þér svo sannarlega sammála um það að núna eru komnar fullar forsendur fyrir uppreisn þjóðhollra Íslendinga gegn fólkinu sem samþykkti fullveldisafsalið á Alþingi. Samþykkt sem hefur að miklum líkindum verið brot á Stjórnarskrá Íslands. 

Árni Gunnarsson, 21.9.2009 kl. 14:46

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sammála Árni. Veðsetningin er glórulaust siðleysi og hlýtur að vera lögbrot!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.9.2009 kl. 15:01

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

en eins og aðrar skuldir eru þær tilkomnar frá bönkunum sem af einhverjum óútskýrðum ástæðum voru allir mjög ESB sinnaðir.

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 15:31

8 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Bankinn í Lux. hlýtur að geta leigt kvótann til íslenskra skipa eins og aðrir gera og hann kemur ekki í okkar eigu fyrr en veðið er greitt.     

Siðleysi er þjóðaríþrótt hér samanber yfirlýsingu Þorgeirs hjá Lífeyrissjóði VR, það má ekki segja neitt því "þjóðfélagið er fullt af tortryggni"!   Hvenær í fjandanum á þá að segja eitthvað ef ekki þegar maður er tortrygginn?

Ragnar E.

Ragnar Eiríksson, 21.9.2009 kl. 15:37

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ragnar. erlendir aðilar geta ekki átt íslenskan kvóta og þar af leiðandi geta þeir ekki leigt hann. ef þeir gjaldfella kröfurnar verða þeir að selja kvótann innan árs, þá skiptir ekki máli hvort að þeir fái eitthvað fyrir kvótann eða ekki, þeir eru neyddir til að selja hann.

Fannar frá Rifi, 21.9.2009 kl. 16:07

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Ragnar og Fannar. Það er 100% ljóst að aðild að ESB

þýðir opnum á okkar fiskveiðilögsögu fyrir útlendingum ESB-

ríka. Útgerðarfélög og kvóti þeirra gengi þá kaumpum og sölu innan ESB. Sem ég segi hreint og klárt LANDRÁÐ gagvart

íslenzkri þjóð!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.9.2009 kl. 17:04

11 identicon

Hvað bull er þetta, hvers vegna haldið þið Einar tali svona núna ?

Allur þessi gjörningur er kolólöglegur og siðlaus !!!!

Einar Guðfinnsson og sjálfstæðisflokkurinn bera einir ábyrgð á þessum gjörningi , eins og svo mörgu öðru varðandi fjármalasukkið sem viðgengst hér í skjóli þeirra !

JR (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 23:55

12 Smámynd: Fannar frá Rifi

JR.

að veðsetja kvóta erlendis er gegn lögum. að erlendir aðilar eignist kvóta er gegn lögum. Glitnir veðsetti kvótann, hverjir stjórnuðu Glitni? Var það ríkistjórn Íslands sem sat í stjórn Glitnis hr JR? 

Eina það sem Einar Kr. og við hinir höfum áhyggjur að er að ísland muni ganga inn í ESB, þá geta erlendir aðilar keypt upp allan kvóta á Íslandi. þangað til þá skiptir þetta engu máli og er á ábyrgð þeirra sem frömdu þenna gjörning. stjórnenda Glitnis. 

Fannar frá Rifi, 22.9.2009 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband