ESB-trúboðið óttast Davið


   Sá sterki orðrómur magnast enn að Davíð Oddsson fyrrv.
forsætisráðherra  verði  ritstjóri  Morgunblaðsins. Ef þetta
reynist satt er ekki að undra að ESB-trúboðið fari að óttast. 
Því það hefur nánst einokað fjölmiðla landsins í einhliða
áróðri sínum fyrir aðild  Íslands  að ESB, að ÚTVARPI SÖGU
undanskilinni. En fremstir fjölmiðla fyrir ESB-trúboðinu  hafa
Baugsmiðlanir farið. Því þar á bæ hafa menn líka staðið  í
þeirri trú að sjálft Ísland væri til sölu, fullveldi þess og sjálf-
stæði.

   Sé orðrómurinn á rökum reistur munum við sjálfstæðis-
og fullveldissinnar fagna komu Davíðs í þjóðmálaumræðuna.
Því þótt umdeildur sé, hefur hann ávalt verið mikill föður-
landsvinur, fullveldis- og sjálfstæðissinni.

   Sem Fullveldissinni myndi ég því fagna mjög komu Daviðs
í ritstjórnarstól þess gamla og virta blaðs, Morgunblaðsins.
Fyrrverandi ritstjórnarstefna blaðsins í Evrópumálum var
gjörsamlega út í hött, og í hróplegri andstöðu við mikinn
meirihluta þjóðarinnar, og þá lesanda blaðsins, sem hafnar
aðild Íslands að ESB.

   ÁFRAM ÍSLAND!  EKKERT ESB!   EKKERT ICESAVE!

   www.zumann.blog.is
   www.fullvalda.is
  


mbl.is Ekki búið að ráða nýjan ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála Guðmundur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.9.2009 kl. 00:49

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það væri óskandi og ég bíð spennandi.

Júlíus Björnsson, 22.9.2009 kl. 00:57

3 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas - sem og, þið önnur, hér á síðu !

Guðmundur !

Það væri; sannkölluð hræsni af mér, myndi ég ekki rifja upp fyrir þér, sem því ágæta fólki; Guðrúnu Maríu og Júlíusi - sem og öðrum, að Davíð Oddsson, hinn armi Sunn-Mýlingur, hratt EES/ESB ferlinu af stað, á sinni tíð, með hjálp þeirra Halldórs Ásgrímssonar, og Jóns Baldvins Hannibals sonar.

Einnig; má telja hann, til eins höfuð orsakavalda þeirrar meinsemdar, við hverja íslenzkt þjóðlíf þarf að berjast harðri baráttu gegn - á komandi tímum.

Því; er engin Þórðar gleði, í mínum ranni - og, seint, mun ég ESB sinni teljast, eins og ykkur öllum er kunnugt, gott fólk.

Með; hinum beztu kveðjum, sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 01:06

4 Smámynd: Páll Blöndal

Ef ég væri ESB andstæðingur myndi ég varla kætast.

Páll Blöndal, 22.9.2009 kl. 01:20

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þarna erum við Óskar minn ALGJÖRLEGA ÓSAMMÁLA. En hvað með
hvítvoðung þinn í dag, formann Frjálslyndra, sem nú er innst í búri
KOMMNÚNISTANNA Í SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTINU,  SEM UNDIRBÚA AÐILD
að ESB? ALDREI hefur Davíð lagst svona lágt Óskar í sviksemi við land og
þjóð og formaður Frjálslyndra, þitt pólitíska LEIÐARLJÓS, af því er virðist
Óskar minn!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.9.2009 kl. 01:30

6 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Guðmundur Jónas !

Guðjón Arnar Kristjánsson; sem aðrir jarðneskir, er mér ekkert heilagri, frmur en öðrum dauðlegum mönnum, gamli góði vinur - og spjallvinur.

Og; Guðjón Arnar, hefir gerst ódrengur mikill, að ganga til liðs, við þann arma Jón Bjarnason - hver; sjómönnum og bændum er fjandsamlegur, í allri sinni embættis færzlu, sem á daginn er að koma, og þeim ekki til þess liðs, sem allt of margir hugðu verða mundu - nema; tortryggnir þvergirðingar, eins og ég, Guðmundur Jónas !

Svo; ekkert fari á milli mála, Guðmundur minn.

Mér blöskrar einungis; hversu Sunn- Mýlingur þessi (Davíð Oddsson), er upphafinn, að allsendis óverðskulduðu - hver; sitja ætti í dýflissu nokkurri - fyrir unnin óhæfuverk; gegn landi og fólki og fénaði öllum.

Ég væri alls ekki; samkvæmur sjálfum mér, tæki ég þátt í hvít skrúbbun, á þessum arma pilti, gott fólk.

Svo; einfalt er það !

Með; hinum beztu kveðjum, sem æfinlega áður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 01:42

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er ekki ESB andstæðingur. Ég trú að Íslendingar fari almennt aftur að trúa á mátt sinni og megin og láti ekki Risanna hafa síðasta orðið í sínum garði.

Ég forgangsraða Ísland fyrst [breytist dag frá degi kallast áttvísi], Danmörk næst, Holland, Írland,Þýskaland, Frakkland, Portúgal, .., USA, Kína, Rússland, Nígería,...

Ég greini eftir að hafa lesið með yfirgreindum skilning ákvæði EU Samninganna að frá 1957 hafi EU-fíklar skipst í tvo hópa þá sem telja okkur samkeppnihæfa einangraða á innri samkeppni markaði Meðlima-Ríkja EU, sem láta skammta sér upplýsingar [hafa ekki lesið samninganna eða hafa ekki greind til lesa réttu merkingarnar] og svo hina sem ætluð sér að njóta aðildarfyrirgreiðslu EFTA  með samningnum um EES [villta vestur sósíal einkavæðingar: kom frá EU regluverkinu] um aldur og ævi og þeir mun flestir læsir á fyrstu merkingar en ekki nógu vel greindir á mælikvarða ráðandi í EU til að skilja hvaða áhætta fólst í því til langframa. Það er að sjá minnt þrjá leiki fram í tíman.  Til þess er nauðsynlegt að sjá tvo en ekki fullnægjandi. Valgerður Bjarnadóttir sagist ekki geta séð neitt öruggt fram í tíman og virðist ekki hafa trú á fullkomnunar hæfileika  ráðamanna í EU.

Davíð hlýtur að hafa lært af reynslunni og sjá hlutina í víðara samhengi nú.

Þjóðverjar og Frakkar hafa sett upp stjórnskrárramma um flest allt sem varðar frelsi einstaklinganna og heilda pakkinn [sköpunarverkið] er ný kominn fram með Lissabon Samningnum. 

Þar sem ekkert val eru um neitt sem skiptir máli þegar ekkert má stangast á við lögin reglurnar í samhengi heildarinnar. 

Þetta er í raun stýrikerfi á nútímamáli nýjasta útgáfa þjóðar líkama, í anda Rómverja, Persa, Kína, Grikkja Alexanders mikla, Sovét Þýskalands Hitlers og Frakkland Sólarkonungsins, Heimsveldis Breta,.....

Mig langar ekkert til að mínir afkomendur verði maurar eða býflugur eða búa við ofvirkt stofnanna lýðræði. 

Ef Íslendingar eru sem heild orðnir svona mikil sauðir þá eiga þeir kannski ekki skilið neitt betra en Lettar.

Þeir sem vaxa eftir hugsanlegan sigur Risanna eru fyrst og fremst sem þurfa ekki að læra hlutina á eigin skinni.  

Ísland utan allra bandalag með öfluga landamæragæslu til að tryggja öryggi og friðsæld hæfustu túristanna er milljóndollara vörumerki í augum alls heimsins ekki bara þeirra 8% sem hafa tvírótar kennitölu í EU.

Gera úttekt á því hvað heildin er aflögufær um hvað varða aðstöðu, orku og hráefni, skipta því upp í nokkra jafna tilboðskvóta milli Risanna sem eru allir í Samkeppni það er yfirburða EU hugsun. Skylda starfsemi þeirra til að vera minnst með skúffufyrirtæki hér innan okkar efnahagslögsögu til að breyta samningum alhliða og innan okkar lögsögu  til að dæma um réttmæti þess. Svo sökum þess að við eru einu sem eru hlutlausir og óháðir getum við gert okkur vonir um að fylla hér allt upp af alþjóðstofnunum. Allir með góða grunnmenntun þrítyngdir hálauna einstaklingar laða þá réttu að.   

Skera sig úr eða fram úr sér í lagi gera þeir sem gera það best.

Júlíus Björnsson, 22.9.2009 kl. 02:25

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Óskar. Davið er ekki gallalaus maður frekar en við öll. Tek fram, að ég hef
aldrei kosið hann í þingkosningum. Vissulega gerði hann mörg mistök.
En Davið má þó eiga eitt. Hann er einlægur föðurlandsvinur, harður ESB-
andstæðingur og alfarið á móti icasave. Sem slíkur gæti hann gert mikið
gagn gegn þjóðsvikaöflunum sem nú stjórna Íslandi. En ALDREI hefur
verið sótt eins alvarlega að okkar þjóðfrelsi og einmitt nú. Því eigum við
að fagna hverjum þeim þjóðfrelsissinna sem kemst til áhrifa í dag til að
takast á við hin hættulegu  and-þjóðlegu öfl! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.9.2009 kl. 08:43

9 Smámynd: Héðinn Björnsson

Held að fáir hlutir gætu styrkt líkurnar á að aðildarsamningur verði samþykktur jafn mikið og ef Davíð Oddson verður helsti talsmaður neihreyfingarinnar.

Héðinn Björnsson, 22.9.2009 kl. 13:32

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ertu eitthvað kvíðinn og óstyrkur Héðinn minn ? Jú, ESB-sinnanir virðast
vera það í dag.........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.9.2009 kl. 13:36

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda þér og ykkur á flotta færslu eftir Grím Atlason þar sem hann tekur á umræðu manna um ESB og þeim furðusögum sem menn halda uppi um ESB. EN hann segir m.a.

Það er ljóst að umræðan um Evrópusambandið er langt frá því að vera upplýsandi. Ég ætla ekki að láta mitt eftir liggja til að bæta það. Hérna eru t.a.m. alveg tíu skotheldar ástæður fyrir því að Ísland eigi ekki að ganga í Evrópusambandið:

1. Það er að meðaltali 2 gráðum kaldara á veturna hjá þeim ríkjum sem ganga inn næstu 20 árin eftir inngöngu. Getur orðið enn kaldara á samningstímanum (búið að vera kalt mjög lengi í Tyrklandi vegna þessa).
2. Lífslíkur Íslendinga, samkvæmt staðli, munu verða 4,4 árum lakari innan Evrópusambandsins en utan.
3. Lengd getnaðarlims karlmanna mun styttast um allt að 1cm að meðaltali og brjóstastærð kvenna fer úr 36 BB í 34B (margir reyndar sem telja þessi atriði ekki skipta máli).
4. Þorskur verður ekki lengur þorskur heldur Torsk eða Cod. Ruglar fólk talsvert í ríminu og línusjómenn alveg sérstaklega.
5. Fjölga mun mikið í hópi svokallaðra Sígauna sem munu aka um götur höfuðborgarinnar á hestvögnum líkt og þeir gera út um alla Evrópu.
6. Allt grænmeti, innlent og innflutt, verður með stöðluðu skítabragði, svokölluðum hollenskum keim.
7. Hasarmyndir verða ekki lengur textaðar heldur aðeins döbbaðar á þýsku.
8. Knattspyrna verður bönnuð á Íslandi enda aðstæður til iðkunar langt frá uppgefnum evrópskum stöðlum. Í stað knattspyrnu verður leyfilegt að iðka svokallaðan hjarnbolta samkvæmt tilskipun og undanþágu með sögulegri skírskotun í Eglu.
9. Ritstjóri, útvarpsstjóri og eini eigandi allra fjölmiðla á Íslandi verður Davíð Oddsson. Þannig vill Evrópusambandið sýna ást sína á frjálsri fjölmiðlun.
10. Höfuðborg Íslands verður ekki lengur Reykjavík heldur verður þjóðinni úthlutað borginni Deidesheim í Rínardalnum.

Það sér það hver heilvita maður að inn í Evrópusambandið höfum við ekkert að gera enda býr þar kölski sjálfur - sérstaklega í Brussel…

Jafn gáfuleg rök og maður hefur heyrt frá ESB andstæðingum!

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.9.2009 kl. 21:39

12 identicon

Ja, hérna, hef ALDREI heyrt gáfuleg rök í ESB sinnum. Þeir hafa engin rök fyrir inngöngu.

Gunnar (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 21:57

13 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

En hvað með
hvítvoðung þinn í dag, formann Frjálslyndra, sem nú er innst í búri
KOMMNÚNISTANNA Í SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTINU,  SEM UNDIRBÚA AÐILD
að ESB? ALDREI hefur Davíð lagst svona lágt Óskar í sviksemi við land og
þjóð og formaður Frjálslyndra, þitt pólitíska LEIÐARLJÓS, af því er virðist
Óskar minn!

Sæll Guðmundur. Ósköp er sorglegt að verða vitni að því að jafn ötull talsmaður gegn ESB ruglinu og þú ert skuli vera svona óskaplega úti á túni svo ég segi nú ekki meira. Hvaðan hefur þú það að Guðjón sé að vinna að undirbúningi inngöngu í ESB fyrir kommana sem kosnir voru til valda, kannski mest út á "frjálslyndu stefnuna" sem þeir tóku upp stuttu fyrir kosningar í sjávarútvegsmálum og einarðri andstöðu við ESB.

Fávitaleg færsla um svik er auðvita ekki svaraverð og dæmir sig sjálf. Væri nú ekki vitlegra að bíða með stóradóminn þar til víst er að menn þurfi ekki að éta skítinn ofan í sig. Ég tel víst að Guðjón hafi einmitt verið tilbúinn í þetta sérverkefni sem hann tók að sér, vegna yfirburða þekkingar sinnar á málefninu, til að tryggja og reyna að koma í gegn ýmsum málum er varða sjómenn og sjávarútveg sem honum eru afar hugleikin. Auk þess er hann eins og hver annar að hann þarf að vinna fyrir sér og sínum og hlýtur að velja þá vinnu sem hann er bestur í. Mér finnst sjálfri persónulega að þegar fólki hefur verið hafnað þá sé ekkert að gera nema taka því. Það er nú þetta lýðræði sem allir eru að lofa og prísa.

Það er hálf fyndið að sjá þig kalla Guðjón "hvítvoðung". Ég átta mig ekki á hvort það er verið að vitna í óspillt hugarfar, reynsluleysi, eða líkamsburði. Kannski kemur skýring við því.

Ég á nú ekki von á að neinn taki mark á ykkur sem þykist allt vita mest og best og komið svo með svona sleggjudóma þannig að ég hef þetta ekki lengra í bili. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 22.9.2009 kl. 22:42

14 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl . Þið öll.

  page { margin: 2cm } P { margin-bottom: 0.21cm } -->Nú er bara að fara að drífa sig að kaupa Moggann skora á alla að gera hið saman

Gegnsæi byrjar aftur og frjáls skoðanaskipti..

Áfallið verður hrikalegt fyrir Baugsmiðla og RÚV, Samfylkinguna og VG -, verði Davíð ráðinn og ritskoðun afnumin í Íslenskum fjölmiðlum.

Litríkið verður meira í miðlum og öll umfjölum mun breiðast út..

Rauða Ljónið, 22.9.2009 kl. 22:58

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta eru alveg jafn góð rök og hjá þeim sem halda sig samkeppnifærari en t.d. Letta í Meðlima-Samkeppninni í EU-einangruninni.

Ísland er fjarlægt ráðstjórnarhérað í huga menntamanna í EU og rödd þess álíka merkileg þótt þeir hafa sérstaka Héraðanefnd til tryggja að á hana verði hlustað, samanber Maastricht Samninginn.

Íslendingar stunda ekki rökræður segir fyrrverandi Rektor H.Í. undir það get ég vel tekið því rökin eru í samræmi við grunnforsendur sem byggja á góðri grunnmenntun sem fellur stöðugt frá 1950 í samanburði við EU t.d.

Ráðmenn í EU greina þetta líka strax á orðræðunni hér. 

Nauðsynlegt skilyrði til að uppfylla markmið er ekki alltaf fullnægjandi og markmiðið því einskis virði í sjálfum sér. Svona setning hefur merkingu hjá þeim sem stunda greindarlegar ályktanir svo sem ráðandi aðilum í EU.

Flest þjóðríki EU sér í lagi þau ráðandi hafa margar minni höfuðborgir og eru þannig  nokkurskonar mini-Miðstýringarkerfi. Hverri slíkri borg fylgir heimamarkaður og ráðstjórnarhéröð með sínum þjónustustöðum. 

Efnahagslega er Ísland tilvistarlega fjarlægt ráðstjórnarhérað án stórborgar þar að auki með nánast enga fullframleiðlu og tækni.

Oft ruglað saman við kartöflu þjóðina Írland.   

Stórborgar lið sem kemur hingað gefur okkur góð meðmæli ekki ósvipað og fall í skaut almennings á Kúpu, Kanaríeyjum, Grænahöfðaeyjum,... þakka svo Guði fyrir að vera bara ferðamenn. Hvort þetta þykir fínt heima hjá þeim er annað mál enda kurteisin meðfædd.  

Meðan almenningur á Íslandi hafði það einna best í Evrópu var Ísland ein utantekninganna og naut virðingar í sjálfstæðisbaráttu sinni sem þótti virðingarverð. 

Það hlustar engin meiriháttar ráðandi aðili á rökleysu nema fá borgað fyrir það. Í EU hjálp Guð þeim sem hjálpar sér sjálfur.

Júlíus Björnsson, 22.9.2009 kl. 23:14

16 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Kolbrún.

Halló,

Guðjón Arnar er í vinnu hjá ríkisstjórn sem hefur sótt um aðild að ESB, hann gengur þar þvert gegn stefnu eigin flokks í þeim hinum sömu málum.

Hann er í vinnu við að móta stefnu Vinstri Grænna, halló......

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.9.2009 kl. 00:26

17 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Guðrún María. Guðjón er í vinnu hjá ríkinu. Hversu margir eru ekki í vinnu hjá ríkinu. Ég hélt að þú og þessir menn hafi nógu marga skúrka til að skamma og skítkasta þó þið látið vera að túlka vinnu Guðjóns í Sjávarútvegsráðuneytinu sem SVIK. Þar er um sérverkefni að ræða sem snýr að útfærslu eða tillögum í sjávarútvegsmálum. Segir mér allt sem segja þarf um þankagang ykkar. Vinstri grænir og þá sérstaklega Jón Bjarnason hafa sagt að þeir muni EKKI greiða atkvæði með umsókn. Þeir eru að láta það eftir samstarfsaðila að sækja um til að "skoða hvað er í boði". Nú veist þú og etv. fleiri að við Frjálslynd vorum á móti því að kanna það enda kostar það offjár og ekkert að hafa á móti því sem fórna þarf á móti. Einhvernvegin kom það mér ekki á óvart að þú yrðir til svara við kommenti mínu og síðan hvenær varð "Halló" einhver rök ? kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.9.2009 kl. 08:13

18 identicon

Ég er ekki að skilja hvers vegna einhver ætti að óttast Davíð... nema hugsanlega fólk sem er haldið Stokkhólms heilkenni..
Persónulega hata ég ekki hann Dabba en mér hefur sýnst að stór hluti þjóðarinnar vilji bara að hann haldi sig heima hjá sér.
Ef ég væri Dabbi þá væri það akkúrat það sem ég myndi gera, ég myndi skrifa bók um dæmið... gera allt annað en að demba mér inn aftur og verða eins og tuska í hundskjafti

DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband