Wilders sigraði skoðanakúgun breskra stjórnvalda.


    Skoðanafrelsiskúgun breskra sósíaldemókrata er yfirgengileg.
Meinuðu hollenzkum þingmanni í  fyrra  að  koma  til  Bretlands
vegna stjórnmálaskoðanna sinna. En þá hugðist hinn hollenski
þingmaður Geert Wilders og leiðtogi hollenska Frelsisflokksins
koma til Bretlands. Breskur dómstóll hefur nú hnekkt þessu
makalausa banni breskra stjórnvalda. En holllensk stjórnvöld
mótmæltu banninu harðlega á sínum tíma.

   Enn eitt dæmi um öfgakennda vinstrimennsku. Burt séð frá
stjórnmálaskoðunum Wilders, er þetta þingmaður, kjörinn í
lýðræðislegum kosningum, og nýtur allra réttinda þar í landi 
sem  slíkur. Merkilegast er að  þetta  skuli gerst innan sjálfs
Evrópusambandsins, en bæði ríkin eru innan þess. En þar á
bæ eru þetta eflaust taldir smámunir, fyrst heilt aðildarríki
þess, Austurríki, var sett í pólitíska einangrun og einelti
fyrir nokkrum árum, þar sem einn ríkisstjórnarflokkurinn,
austurríski Frelsisflokkurinn, var ekki þóknarlegur valdhöf-
unum í Brussel. En þá var ESB nánast stjórnað af sósíal-
demókrötum. 

   Skoðanakúgun og and-lýðræðisleg vinnubrögð setja æ
meira mark á Evrópusambandið. Og ekki batnar ástandið
eftir samþykkt Lissabonssáttmálans.

  ÁFRAM ÍSLAND!  EKKI ESB! EKKERT ICESAVE, NÉ AGS!

  www.zumann.blog.is


mbl.is Umdeildur þingmaður kominn til Bretlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband