Annar þjóðsvikasamningur um icesave !


    Þetta er með hreinum ólíkindum. Á að fara að þreyta
þjóðina með öðrum þjóðsvikasamningi í icesave-málinu?
Öll stjórnarandstaðan virðist vera sammála að hér sé
um hreinan uppgjafarsamning að ræða, þar sem Bretar
og Hollendingar fái sitt allt fram. Réttarstaða Íslands
fótum troðin. - Þjóðsvikastjórn vinstriaflanna VERÐUR
að fara frá  NÚ  ÞEGAR, enda  í  algjörri  andstöðu  við
stóran meirihluta þjóðarinnar.

   Jóhanna Sigurðardóttir ,,forsætisráðherra" hefur
stjórskaðað  íslenzka  þjóðarhagsmuni. Hún  virðist
einskins svífast lengur í því að fótumtroða hagsmuni 
Íslands með  því  and-þjóðlega  ráðabruggi  sínu, að
koma  þjóðinni inn í ESB! ÖLLU skal fórnað í því ógeð-
felda ráðabruggi Jóhönnui Sigurðardóttir, með dyggri
aðstoð hérlendra kommúnista!

      BURT MEÐ HINA ÓÞJÓÐHOLLU VINSTRISTJÓRN!!!!

     ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB! EKKERT ICESAVE NÉ AGS!

     www.zumann.blog.is


    
mbl.is Óviðunandi niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er nú bara smá mál en það er Steingrímur sem gerir þennan samning ekki Jóhanna og skv. því sem ég heyri þá er okkur hagfeldur nema að óraunhæfar væntingar um að við þurfum ekki að greiða af láninu eftir 2024 er breytt í að við höfum leyfi til að lengja í láninu en að sjálfsögðu gera þeir kröfu um að við borgum upphæðina. Nema að við vinnum málið fyrir dómi þá verður aftur sest niður og samið. Gæti t.d. verið um hvernig við fáum endurgreitt það sem við erum þá búin að borga.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.10.2009 kl. 17:59

2 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas - sem og aðrir, hér á síðu !

Magnús Helgi !

Ekki; mun ég nú hafa uppi, stóryrði mörg, sem Árni Karl, einn minna ágætu spjallvina viðhafði um þig, á þinni síðu, í dag, en; .......... roluskapur og luðruháttur leiðtoga þinna; þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, gagnvart einum alræmdustu nýlenduveldum,  á Evrópu skaga, og við strendur hans, gengur út, yfir allan þjófabálk, Kópavogs byggjari góður.

Sjá þú fyrir þér; hefði þetta volaða fólk, átt að vera í forsvari hér (1958 /1972/1975), þá landhelgi okkar, var færð út, hvert sinn ?

Þessi dusilmenni; eru smánarblettur, á landi okkar og fólki og fénaði öllum, Magnús Helgi, hafir þú ekki tekið eftir, svo gjörla.

Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi - engu að síður /

Óskar Helgi Helgason

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 18:29

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Veit Magnús minn að þér líður alls ekki sem best þessa stundina.

Takk fyrir Óskar minn!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.10.2009 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband