Nú hljóta Vinstri græn að sækja strax um aðild að Samfylkingunni



   Í ljósi aðburða gærdagsins varðandi icesave-þjóðsvikasamninginn,
hljóta Vinstri græn nú strax að sækja formlega um aðild að Samfylk-
ingunni. Því í raun  aðgreinir  EKKERT þessa tvo vinstriflokka lengur.
Báðir knúðu fram tillögu á Alþingi um aðilld Íslands að ESB. Og báðir
standa að inngangsmiðanum til Brussel, icesave-þjóðsvikasamning-
num, ígildi Versalasamningsins illræmda í tíunda veldi.

  Það  að  bara þurfti HREINRÆKTAÐA vinstristjórn til að gera mestu
aðför að efnahagslegu sjálfstæði Íslands og fullveldi þjóðarinnar,
var engin tilviljun. Því  allt er þetta skv. dýppsta eðli vinstrimennsk-
unnar. Vinstrisinnar hafa ÆTÍÐ verið í nöp við öll þjóðleg viðhorf og
gildi. Alþjóðahyggja þeirra hefur ÆTÍÐ byggst á öfgum  og and-.þjóð-
legum hvötum.  - Icesave-þjóðsvikin og ESB-umsóknin er besta
sönnun þess. Þess vegna hljóta nú VG og SF að sameinast!

   Þá hafa vinstrimenn ÆTIÐ verið helstu andstæðingar almúgans,
alþýðunar. Allt frá hinum kommúnisku alþýðulýðveldum þar  sem
alþýða manna var kúguð og svellt, til hinnar ÖMURLEGU vinstri-
stjórnar á Íslandi í dag.   Vinstristjórnar sem vílar ekki fyrir sér
að leggja  á  þjóðina drápsskuldaklafa  útrásarglæpamanna  til
margra áratuga, henni ALGJÖRLEGA að ósekja. Skapa á Íslandi
fátækraumhverfi til frambúðar. - En einmitt í slíku umhverfi eymdar
og fátæktar nærist best  hin illræmda and-þjóðlega vinstrimennska.

   SKÖRP og DJÚP skil hafa nú myndast í íslenzkum stjórnmálum.
ÖLL þjóðleg öfl þurfa nú að stilla saman pólitíska strengi sína  og
hrekja hinum óþjóðhollu vinstriöflum frá völdum, í kjölfar nýrra
kosninga. - Þar sem vinstriöflunum verði úthýst úr íslenzkum
stjórnmálum TIL FRAMBÚÐAR! Íslandi og íslenzkri þjóð til heilla.
 

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB. EKKERT ICESAVE NÉ  AGS!

   www.zumann.blog.os
mbl.is Endurskoðun óháð þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Þér er að fara fram, svei mér þá alla daga! Öfgarnar farnar að taka á sig skýrari mynd. Er gríðarlega spenntur fyrir fyrir nýja örflokknum. Lýðræðisflokknum? Var það ekki nafnið? Verður ekki Ástþór örugglega með?  Aldrei undir 1%. Botna bara ekkert í því hvað hin 99% eru að hugsa.  

Björn Birgisson, 19.10.2009 kl. 01:50

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Veit EKKERT hvert þú ert að fara Björn. Er að tala um allan mið/hægri-kannt
íslenzkra stjórnmála, hin borgaralegu þjóðlegu öfl. Bendi á að mikill
þorri sjálfstæðis- og framsóknarmanna eru andvígir icesave-þjóðsvikunum og ESB-aðild. Ekki  eru það 1% eða hvað?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.10.2009 kl. 09:34

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

"SKÖRP og DJÚP skil hafa nú myndast í íslenzkum stjórnmálum."

Hvaða skil eru það? Nú segja margir að Vg eigi meiri samleið með Sjálfstæðisflokknum! Svo ég sé ekki hvar þessi skil liggja. Nú er ljóst að L - listinn fékk ekki brautargengi fyrir nokkrum mánuðum þannig að svona þjóðleg stefna er ekki að fá brautargengi! Flestir aðhyllast raunhyggju og að nota það sem best er fyrir okkur til að komast af. Hvort sem það upprunalega hefur veirð flokkað til hægri eða vinstri.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.10.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband