Vinstrimenn kvítta fyrir stórkjaraskerðingu næstu áratuga


   Afar afar athyglisvert. Vinstrimenn á Íslandi, Jafnaðar-
mannaflokkur Íslands, Samfylkingin, og hérlendir sósíal-
istar, Vinstri grænir, kvítta í dag undir, að íslenzka þjóðin
skuli bera stórkostlega kjaraskerðingu, næstu áratugi,
vegna skulda útrásarglæpamanna. Skulda, sem þjóðin
er GJÖRSAMLEGA óviðkomandi.

   Afar athyglisvert að það skuli vera vinstristjórn vinstri-
manna sem þannig gerir leiftursókn að kjörum íslenzkrar
alþýðu, og hennar velferðarkerfi, næstu áratuga. Og enn
athyglisverðra, að það skuli vera hin vinstrisinnaða for-
ysta Alþýðusambands Íslands, sem ekki bara leggur
blessun sína yfir skuldadrápsklafan, heldur skuli forseti
ASÍ sjá sig sérstaklega tilknúin til að fagna þessum stór-
kjaraskerðingagjörningi vinstristjórnar krata og komma.

   Dagur vinstrimennskunar á Íslandi verður lengi minnst,
þegar vinstristjórn sú fyrsta í sögu lýðveldisins, gerði al-
verstu atlögu að kjörum almennings á Íslandi sem sögur
fara af. -

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB! EKKERT ICESAVE NÉ AGS!

   www.zumann.blog.is
mbl.is Kvittað fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hugsaðu þér. Vinstri menn að gjalda fyrir skuldir og óráðssíu hægrimanna!!

Ína (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 14:26

2 identicon

Þegar Icesave ber á góma ber fyrst að nefna höfunda og ábyrgðarmenn að þeim óskapnaði: Kjartan Gunnarsson, Þórlindur Kjartansson, Sigurjón Þ Árnason, Halldór J Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, Þór Kristjánsson, Björgólfsfeðgar. Allir saman flokksbundnir í Sjálfstæðisflokknum !

Stefán (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 14:42

3 identicon

Merkilegt að sjá vinstrimenn væla yfir því hver bjó til reikningana. Það má vel vera að eigendur og stjórnendu Landsbankans hafi verið í xD en það voru liðar VG og xS sem neyddu ríkisábyrgðinni ofan í kokið á skattgreiðendum svo mesta sökin er þeirra.

Landið (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 16:01

4 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Sitjandi þjóðníðingar bera alla ábyrgð á þessum vonleysis samningum.

Halldóra Hjaltadóttir, 19.10.2009 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband