Guðfríður Lilja loks samkvæm sjálfum sér


   Formaður þingflokks Vinstri-grænna, Guðfríður Lilja er nú loks
orðin samkvæm sjálfum sér og þar með því sem VG hefur ætíð
staðið fyrir. Upphlaup  hennar  í  sumar ásamt fleirum úr VG var
bara  pólitískur loddaraleikur, af verstu tegund,  sem  einmitt
sósíalistum er einum lagið,  þegar þeir þurfa að bjarga sér um
stundarsakir fyrir horn. - Þannig munu Vinstri-grænir kokgleypa
icesave-þjóðsvikin eins  og  þeir  kokgleyptu  ESB-umsóknina í
sumar, enda formaður  þeirra  höfuðgerandinn  í  icesave-þjóð-
svikunum.  Því það er einn helsti merkisbera vinstrimennskunar
að offra þjóðarhagsmunum þegar aðrir pólitískir hagsmunir þeim
þóknanlegri  eru í veði. Í þessu tilfelli líf núverandi vinstristjórnar
og áform hennur um aðild Íslands að ESB. - Janvel þótt það kosti
að fastbinda íslenzka þjóð í skuldadrápsklýfjar til næstu áratuga
henni algjörlega að ósekju. Með tilheyrandi stórskertu velferðar-
kerfi.

   Vinstrimennskan er í eðli sínu mjög and-þjóðleg, hvort sem þar
eiga í hlut sósíaldemókratar eða sósíaliskir Vinstri grænir. Icesave
og ESB-umsóknin sannar það!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB!  EKKERT ICESAVE NÉ AGS!

   www.zumann.bkog.is

   
 
mbl.is Heillavænlegast að ljúka Icesave-málinu nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú ert ekki andlegur jafnoki Guðfríðar Lilju og ættir því að sleppa svona gaspri

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.10.2009 kl. 12:48

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sýnist þú heldur betur í anndlegu ójafnvægi Jóhannes minn, enda skiljanlegt að ykkur vinstrisinnum líði illa eftir allt gasprið frá í sumar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.10.2009 kl. 13:27

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Geri ráð fyrir að hún hafi líka fengið almennilega innsýn í Icesave deiluna því að bróðir hennar Helgi Áss (sem er i Indefence) vann að þessum nýja samningi. Ásamt fullt af okkar færustu sérfræðingum. En Guðmundur veit nátturulega betur en þeir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.10.2009 kl. 13:55

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þarf enga sérfræðinga Magnús minn til að sjá að það er görsamlega búið
að umturna þessum fyrirvörum, og voru þó ekki upp á marga fiska fyrir.

Bara óska þér til hamingu Magnús minn með mestu aðför að íslenzku
velferðarkerfi til þessa, og það í boði ykkar krata. Þið skulið EKKI VOGA
ykkur að gagnrýna aðra komist þeir til valda seinna fyrir að gera ekki nóg
fyrir velferðarkerfið á Íslandi, hafandi nánast rústað því til næstu áratuga bara fyir uppgjöf ykkar fyrir erlendri kúgun með aðstoð ESB..

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.10.2009 kl. 14:13

5 identicon

Það er ömurlegt að horfa upp á Guðfríði, svona eins og heilaþvottur hafi orðið.  Veit ekki hvað Jóhannes og Magnús eru að verja. 

ElleE (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 15:50

6 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Sæll Guðmundur Jónas.

Það er alveg sama hver á í hlut, hvort það er Guðfríður Lilja eða aðrir þingmenn VG. því þau kokgleypa allt, sama hvað það er til þess að eina málið sem skiptir formann þeirra öllu gangi eftir en það er að Sjálfstæðisflokknum sé haldið utan stjórnar

Þórólfur Ingvarsson, 23.10.2009 kl. 23:23

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Einmitt Þórólfur. Að við þjóðlegu íhaldsmenn séu haldið utan stjórnar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.10.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband