Ögmundur jafn mikill icesave-sinni og Jón Bjarna er mikill ESB-sinni !
30.10.2009 | 00:34
Norski fréttavefurinn ABC hefur eftir heimildarmönnum sínum
á Íslandi að nýja samkomulagið um icesave hafi þingmeirihluta,
annað væri hneyksli gagnvart Bretum og Hollendingum. Gert
sé ráð fyrir að Ögmundur Jónasson fyrrv. ráðherra fallist á
samkomulagið.
Að sjálfsögðu mun Ögmundur Jónasson kokgleypa icesave
eins og þingflokksformaður VG hefur gert. Því aldrei stóð annað
til. Leikrit svokallaðs andstöðuhóps VG í sumar vegna icesave
var bara pólitískur skollaleikur, sem afdánkaðir sósíalistar grípa
gjarnan til, þegar pólitísku skinni þeirra þarf að bjarga fyrir
horn um stundarsakir. Í raun er Ögmundur jafn mikill icesave-
sinni og Jón Bjarnarson sjávarútvegsráðherra er mikill ESB-
sinni. Því BÁÐIR styðja þá ríkisstjórn sem leggur ALLT KAPP Á
að fá icesave-þjóðsvikasamninginn samþykktan, og báðir styðja
þá ríkisstjórn sem stefnir á METHRAÐA að aðild Íslands að ESB.
Liggur þetta ekki bara nokkuð ljóst fyrir ?
Og er þetta ekki NÁKVÆMLEGA í samræmi við hina vinstrisinnuðu
alþjóðahyggju, hvort sem hún er sósíaldemókratisk eða sósíalisk?
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB! EKKERT ICESAVE NÉ AGS!
www.zumann.blog.is
Hneyksli á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:58 | Facebook
Athugasemdir
Kannski eru þeir eftir allt ekki tryggari en hinir í Fylkingunni og VG, Guðmundur. Og vona þó enn að það sé rangt hjá okkur.
ElleE (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 17:47
EllleE. Þetta eru VINSTRIMENN meir að segja róttækir og verða því ALDREI
sem slíkir þjóðhollir. And-þjóðleg viðhorf og gildi eru aðalsmerki vinstrimennskunar, var, er og verður ætíð ElleE!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.10.2009 kl. 20:57
Hvers vegna haldið þið að þið séu komnir út úr torfkofanum ?
Vegna allra þeirra vinstrimanna sem nenntu að berjast fyrir lífsgæðum okkur öllum til handa !
Þetta þurfið þið að segja ykkar börnum og barnabörnum !
Munið að segja sögun rétt, annað er lygasaga !
JR (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 00:21
Mikið áttu bágt JR minn!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.10.2009 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.