Bretar og Hollendingar gefa Jóhönnu langt langt nef


    Þann 28. ágúst sl sendi Jóhanna Sigurðardóttir ,,forsætis-
ráðherra" loks starfsbræðrum sínum í Bretlandi og Hollandi
bréf, og krafðist fundar með þeim um icesave. Þetta gerði
Jóhanna eftir mikla gagnrýni samlanda hennar að hafa ekki
fyrir löngu fundað með þessum ráðherrum til að tala máli Ís-
lands í icesave-deilunni. - En nú rúmum tveim mánuðum
síðar þegar Jóhanna er innt eftir fundunum kemur í ljós að
henni hafi ekki einu sinni verið svarað. Hvorki af forsætisráð-
herra Breta eða Hollands. Þeir gáfu sem sagt Jóhönnu bara
langt nef. Slík ókurteisi og vanvirða  í samskiptum þjóðarleið-
toga  er einstök. - Athyglisvert er þó að ,,forsætisráðherra"
Íslands, virðist ætla að láta þessa vanvirðu yfir sig ganga.
Og þar með yfir hina íslenzku þjóð. Í hnotskurn birtist þarna
hin yfirmáta undirgefni hérlendra ráðamanna í icesavemálinu.

   Þetta er enn eitt dæmið hversu Jóhanna Sigurðardóttir er
gjörsamlega vanhæf í því að vera forsætisráðherra íslenzka
lýðveldisins. Og ekki bara vanhæf, heldur hættuleg líka, því
hún hefur á sínu stutta ferli sýnt fádæma hegðun í því að
ganga erinda erlendra afla, og látið þau kúga þjóðina sbr.
icesave-þjóðsvikasamningurinn. Síðan  ætlar  þessi  sama
Jóhanna að leiða  þjóðina  inn  í  ESB. Sambandsríkja, sem
virða hana ekki einu sinni svars við stærsta hagsmunamáli
þjóðarinnar áður en henni hefur tekist að troða Íslandi þar
inn. - Svo heldur þessi sama Jóhanna og ESB-trúboð hennar
í einfeldni sinni að hlustunarskilyrðin verði stórum betri eftir
að þangað er inn komið.  - Þvílík óskhyggja og þvættingur!

  ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB! EKKERT ICESAVE NÉ AGS!

  www.zumann.blog.is 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband