ESB-hjáleigan Ísland fái ölmusustyrk vegna ESB-umsóknar
12.11.2009 | 00:28
ESB-vegir utanríkisráðherra virðast órannsakanlegir. Nýjasti
vegspottur hans til Brussels er að Ísland fái ölmusustyrk frá
sjálfu ESB til að fá eitthvað upp í þann risakostnað sem sam-
ningaferlið mun kosta þjóðina. Að Ísland fái sem sagt frjárhags-
legan styrk til að sækja um sjálfa aðildina að ESB. ( var ekki
einhver sem sagði Íslendinga eiga að sækja um ESB-aðild í
styrkleika, en ekki veikleika?) Auk þessa að Ísland fái einnig
sérstaka sérfræðiaðstoð frá Brussel til að sækja um aðildina
að ESB. Hvað næst Össur? - Að Íslendingar fái sérstaka sál-
fræðilega aðstoð frá Brussel við innlimunina? Að ESB skipi
kannski sérstaka JÁ-saminganefnd við hliðina á hinni íslenzku
til að vera henni til halds og trausts í samningaferlinu? Svo hún
álpist ekki út af ESB-sporinu, með óraunsæum kröfum og
væntingum, og geri þannig enga gloríu í ferlinu. Að Oli Rehn,
sjálfur stækkunarstjóri ESB verði bara látinn hafa yfirumsjón
með þessu öllu saman fyrir Íslands hönd. Hann er jú manna
fróðastur um út á hvað þetta allt gengur! Og hvað okkur
Íslendingum er fyrir bestu. - Eða, er það ekki Össur?
www.zumann.blog.is
![]() |
Ísland fái aðild að umsóknarsjóði ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.