Ótrúverðugur formaður Heimssýnar


   Heimssýn, samtök sjálfstæðissinna í Evrópumálum, gerði
mikil mistök  á  aðalfundi  sínum í gær. En þar  var  kosinn
Ásmundur Einar Daðason formaður samtakanna. En þessi
sami Ásmundur er þingmaður fyrir Vinstri Græna. Flokk sem
styður heilshugar ríkisstjórn sem sótt  hefur  um  aðild  Ís-
lands að Evrópusambandinu. Hvernig í ósköpunum mátti
þetta gerast? Því það  sjá  allir  að  slíkur  maður hlýtur að
vera mjög ótrúverðugur sem formaður slíkra samtaka gegn
aðild  Íslands  að  Evrópusambandinu. Því menn geta ekki
bæði verið á móti aðild, en stutt samt flokk og ríkisstjórn
sem styður aðildarumsókn. Eða hvers konar skrípaleikir er
það eiginlega? Trúverðugur er hann alla vega ekki! Því menn
verða að hafa í huga, að þarna er um að ræða eitt stórpóli-
tíska hitamál lýðveldisins.

   Heimssýn hefur sett mikið niður fyrir þessi afglöp. Að verð-
launa mann fyrir það að vera í flokki sem styður ríkisstjórn
sem sendir inn umsókn  fyrir  Íslands hönd að sjálfu Evrópu-
sambandinu, væntanlega  til að fá þar inngöngu, er gjörsam-
lega út  í  hött. - Því  það  var  einmitt  fyrir  samþykki  Vinstri
grænna að umsóknin  er komin  til Brussel. - Þess  utan  átti
Heimssýn  alls  ekki að kjósa formann sem í dag er umdeildur
stjórnmálamaður og er þar að auki þingmaður ákveðins flokks,
en samtökin segjast vera þverpólitísk. Kosning Ásmundar sem
fulltrúa  and-þjóðlegra  róttækra  vinstriafla  eru  því  kolröng
skilaboð hvað það varðar líka.

   Að þingmaður fyrir Vinstri græna, sem fjölmargir, þar á meðal
sá sem þetta ritar, líta á sem höfuðsvikara í Evrópumálum, og í
raun and-fullveldissinna, skuli vera kosinn forystumaður ESB-
andstæðinga, er hreint út sagt HNEYKSLI, og er hér með komið
á framfæri.

    www.zumann.blog.is
mbl.is Ásmundur Einar nýr formaður Heimssýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Ég hygg að það sé mjög óheppilegt að þingmaður sé í forystu fyrir slíkum samtökum með fyllstu virðingu fyrir Ásmundi Daða.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.11.2009 kl. 00:34

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Guðrún. Kötturinn í sekknum er hér ljóslífandi!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2009 kl. 00:41

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ámundur styður ekki ríkisstjórnina í að sækja um aðild að ESB og hefur aldrei gert hvorki á þingi né utan þess.  Þetta er misminni hjá þér Guðmundur.

Sigurður Þórðarson, 16.11.2009 kl. 00:52

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það voru þvert á móti nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks ásamt Þránni Bertelssyni sem komu málinu í gegn um þingið ásamt Samfylkingunni og hluta VG.

Sigurður Þórðarson, 16.11.2009 kl. 00:58

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sigurður. Ásmundur STYÐUR RÍKISSTJÓRN SEM SÆKIR UM AÐILD AÐ ESB.
ÞAÐ ER KJARNI MÁLSINS! MEIRIHÁTTAR TVÖFALDUR Í ROÐINU! SKANDAL!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2009 kl. 00:59

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

SKANDALL AÐ HAFA ÞESSA FÍGÚRU SEM FORMANN HEIMSSÝNAR!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2009 kl. 01:02

7 identicon

Heill og sæll Guðmundur; og þið Guðrún María bæði - sem aðrir, hér á síðu !

Jah; kunni að vera, að Ásmundur Einar, sé einn frænda okkar Daða í Snóksdal Guðmundssonar; Sýslumanns (1495 ? - 1563), af hverjum ég er kominn, í móður-föðurættir, skulum við sjá til, gott fólk - og kanna, hvort ekki megi turna Dala bóndanum unga, frá þeim Steingrími, alfarið.

Það er kannski; minn helzti veikleiki, að treysta frændum mínum, á Vesturlandi, en; ......... þeir þeirra; hverjum ég hefi kynnst, eru hinir mestu afbrgðs og drengskaparmenn - ykkur; að segja, og engan þeirra hefi ég reynt, að öðru.

Sjáum til; Guðmundur Jónas, hverju fram vindur, þá; til úrslita dregur, í þinginu, á komandi vikum.

En; vita má Ámundur Einar Daðason; að bregðist hann, okkar vonum, í þjóðfrelsis málum öllum, munum við ei gefa neitt eftir, í samskiptum við hann, þaðan í frá, gott fólk.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi - sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 01:04

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ásmundur er í mínum huga kommónísk fígúra, sem styður ríkisstjórn um að
að sækja um aðild að ESB, og sem fullveldissinni, treysti ég ekki slíkum
manni fyrir horn í þjóðfrelsis- og Evrópumálum. Bara svo einfalt er það í
mínum huga Óskar minn! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2009 kl. 01:12

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 "Ásmundur er í mínum huga kommónísk fígúra, sem styður ríkisstjórn um að
að sækja um aðild að ESB" 

 Þú ferð með rangt mál Guðmundur Jónas,  Ásmundur styður ekki ríkisstjórnina í Evrópumálum, þvert á móti hefur hann barist hart gegn henni í umræðum og atkvæðagreiðslu. 

Sigurður Þórðarson, 16.11.2009 kl. 01:28

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

þú  ferð með rangt mál Sigurður. ÁSMUNDUR STYÐUR RÍKISSJÓRN SEM VILL
SÆKJA UM AÐILD AÐ EVRÓPUSAMBANDINU. SEM SAGT ESB-SINNI ! Í þessu
stóra máli gegnir einfaldlega JÁ eða NEI Sigurður, og EKKERT þar á milli!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2009 kl. 01:34

11 Smámynd: Benedikta E

Guðmundur Jónas - Ásmundur Einar er mjög harður á móti ESB - hann talaði harðlega á móti ESB í þinginu í vikunni sem leið - og það hefur hann alltaf gert.

Núna eftir formannskjörið á hann eftir að verða mikið harðari - ég er alveg viss um það ..........þú lætur mig vita ef þú heyrir eitthvað annað frá honum.

Mbk.

Benedikta E, 16.11.2009 kl. 01:43

12 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Benedikta. Þessi Ásmundur er ekki meiri ESB-andstæðingur en svo að hann styður bæði flokk og ríkisstjórn sem sótt hefur um aðild Íslands að ESB.
Pældu aðeins í því! Þessi maður er í mínum huga meiriháttar svikari í Evrópumálum alveg eins og Steingrímur J og alveg eins og öll Vinstri
græn leggja sig. Að kjósa þennan ESB-SINNA sem formann Heimssýnar er
því meiriháttar SKANDALL!  Ó T R Ú L E G T!!!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2009 kl. 01:51

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Enginn flokkur á Alþingi nema Samfylkingin klofnaði ekki í ESB.

Við gerum sameiginlegum málstað okkar ekki gagn með því að fara með rangt mál um formann Heimsýnar.

Sigurður Þórðarson, 16.11.2009 kl. 02:16

14 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Guðmundur Jónas, og Sigurður !

Hvar; ég met ykkur báða, afar mikils, vil ég biðja ykkur, að láta komandi tíð skera úr um, hversu vel Ásmundur Einar, muni reynast - í leiðsögn ykkar ágætu samtaka, áður lengra skyldi haldið, í orðræðu allri, ágætu drengir.

Með beztu kveðjum; sem þeim fyrri, og áður  /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 02:24

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þú ert vitur maður Óskar Helgi og ég skal hlýta ráðum þínum.

Sigurður Þórðarson, 16.11.2009 kl. 02:37

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

Drengur er ungur að árum, ekki er öll nótt úti enn. Það fer enginn feitur frá borði hæfs meirihluta EU.

Ég hata ekki fólk fyrir að vita ekki betur en heimsvaldsinnarnir í hæfum meirihluta í Brussel kunna sitt fag. 

Umsamin kreppa er rétt að byrja og allir uppskera eins og þeir sá fyrr en síðar. Við skulum spyrja að leikslokum.

Júlíus Björnsson, 16.11.2009 kl. 03:08

17 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég sé að menn eru fljótir að gleyma, því að rangt er farið með afstöðu þingmanna til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu, mál 38:2009 - afgreitt 16.07 2009.

 

Til dæmis var Ásmundur Einar Daðason á móti og engin Sjálfstæðismaður með nema Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sat hjá, en aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks á móti.

 

Hér má sjá afstöðu allra þingmanna:

Atkvæði féllu þannig: Já 33, nei 28, greiddu ekki atkv. 2
 fjarvist 0, fjarverandi 0

 

já:

Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birkir Jón Jónsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson

 

nei:

Atli Gíslason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eygló Harðardóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari, Þuríður Backman

 

greiðir ekki atkvæði:Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.11.2009 kl. 09:49

18 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ágætu bloggvinir. Það sem mér mislikar er að hápólitískur flokksmaður,
sem er þingmaður flokks, sem STYÐUR 100% ríkisstjórn, sem hefur sótt um
aðild að ESB, skuli vera kosinn formaður ÞVERPÓLITISKRA samtaka sem
berjast gegn ESB. Finnst einmitt ÞESSI maður með þennan pólitiska bakgrunn alls ekki réttan til að leiða slík samtök. Því það er HANS flokkur
og HANS ríkisstjórn sem HANN er í og styður sem fara ÞVERT Á GRUNNHUGSJÓN Heimssýnar að sækja alls ekki um aðild að ESB. Hvers vegna í ósköpunum var ekki hægt að fá trúverðugan mann í þetta mikilvæga embætti en róttækling úr Vinstri grænum sem bera HÖFUÐÁBYRGÐ á að Ísland er nú á hraðri leið inn í ESB? Það er beinlínis verið að verlauna þjóðsvik VG með þessu. Og svo ekki á bætandi þegar
icesave er haft í huga, sem er beintengt aðildinni að ESB, og sem
flokkur Ásmundar og ríkisstjórn hans styður.  Bara skil ekki
svona aulahátt og hrópandi mistök.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2009 kl. 10:20

19 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Meðan Ásmundur styður ríkisstjórn sem sótt hefur um aðild að ESB er hann
í raun ESB-sinni í þessu stærsta pólitíska hitamáli lýðveldisins. Þetta er það
stórmál, að þarna Átti Ásmundur að klúfa sig út úr VG og berjast gegn
ESB-ríkisstjórninni, væri hann heill og samkvæmur sjálfum sér. Það gerir
hann alls ekki, er tvöfaldur í roðinu eins og sannur sósíalisti, og því ekki
traustsins verður sem formaður Heimssýnar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2009 kl. 10:30

20 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta er nú furðulegur málflutningur. Má þingmaðurinn ekki vera á móti ESB ef hann styður stjórninna. Þessi túlkun mín er alveg sú sama og þú heldur fram Guðmundur. Ég ætti því að gera þá kröfu til Ásmundar Einars að hann skipti um skoðun þar sem hann styður stjórninna og styðji því umsókn um aðild að ESB.

En Ásmundur og þú vitið báðir að það verður þjóðin sem tekur loka ákvörðun um stöðu okkar gagnvart ESB. Og ég er næsta viss um að þessari umsókn yrði haldið til streytu úr þessu þó hér yrðu stjórnarskipti. Það mundi enginn vilja hafa það á samviskunni að hafa ekki leyft þjóðinn að segja sitt álit á þeim hugsanlega samningi sem við næðum um inngöngu í ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.11.2009 kl. 13:50

21 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Asmundur má hafa hvaða skoðun sem er í þessu. Er bara að andmæla því að maður eins og hann sem styður flokk og ríkisstjórn sem
styðja umsókn að ESB sé ekki kosinn forystumaður samtaka sem hafna
algjörlega   umsókn. Finnst hann bara ekki rétti maðurinn
í þetta styðjandi flokk og ríkisstjórn sem vinnur að aðild að ESB. Er það
svo furðulegt? Annað hvort eru menn heilir í því sem þeir gera eða ekki.

Jú Magnús. Það vildu sko fjölmargir hafa það á samviskunni að þessi
þjóðsvikaumsókn yrði dregin til baka, og hátt í 2 milljarðar myndu sparast.
En hvað með samnigsmarkmiðin sem Alþingi setur? Náist þau ekki, á þá
samt að undirrita samning ?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2009 kl. 14:13

22 identicon

Kannski er það svipað dæmi og með Ögmund:  Hann ætlaði ekki að láta Jóhönnu, Steingrím og co. kúga sig inn í Icesave 2 en studdi samt áfram ríkisstjórnina???  Það hefur mér fundist gersamlega óskiljanlegt.   Eftir þetta gat ég ekki alveg treyst Ögmundi fyrir að standa gegn Icesave, og viti menn, hann fór að tala Icesave upp við Icesave 3 - hættulegustu og verstu útgáfuna- og talaði um að samningurinn hefði tekið stakkaskiptum.   Það er stór spurning hvernig fólk getur stutt ríkisstjórn sem fer af hörku og offorsi fram með mál - EU/Icesave- sem maður er andvígur. 

ElleE (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 15:50

23 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þar sem mannafli við landbúnað og fiskveiðar [hráefnasköffun] er um 3% en 5,6% í EU eru þessar útflutnings greinar ekki vandamál. Lágvöru framleiðsla EU til lækkunar framfærslukostnað 80-90% EU heildarinnar frá um 1957 er ekki skattlagður frá EU til Íslands og alls ekki ódýrasta lágvara í heimi. Þannig ekki réttlætir þetta skerðingu ráðstöfunartekna til standa undir Meðlima sköttun. Reynsla af regluverkinu öllu og Schengen og afleiðingunum síðan 1994 sannar betur en nokkur orð að það hentar okkur að bæta við nokkru reglum um hernaðar uppbyggingu og utanríkisþjónustu.

Það ókostirnir eru ótvíræðir og engir kostir m.t.t til heildar Íslands þá er það glæpsamlegt að fjölga skjólstæðingum félagsmálastofnunnar og kasta peningum formlega aðildarumsókn að mati alþjóða samfélagsins.  

Það ættu allir að vita hvað EU heildin græðir á því að stýra Íslandi efnahagslega sem hún hefur gert minnst 80% síðan við tókum upp regluverkið og hluta lágvaranna til lækkunar almenns launakostnaðar.

Alveganna þurfa fjárfestar í EU ekki að kvarta yfir vaxtaokrinu og eignmillifærslum sem eru ríkistjórna verndaðar hér og innlimað verður Íslandi ekki kært fyrir að undirbjóða vexti.

Orðspor Íslands má ekki við yfirlýsingum eins og kasta milljarði í umsókn um samkeppni aðild sem alþjóðasamfélagið veit að er vonlaus. 

Það að núverandi ríkisstjórn veit það ekki lýsir greind hennar best. Við þurfum að leita okkur að mörkuðum sem geta greitt fyrir fullvinnslu til að auka tekjur Íslands án þess að fjölga íbúum. Við eigum enga umtalsverða fullvinnslu kvóta inn á markaðsvæði EU og lágvöru framleiðslu til samkeppni í EU þarf að greiða niður  með skertum almennum lífskörum. Veðurfarslega séð er nóg af landsvæðum í EU þar sem lágvöruframleiða í þágu EU heildarinnar borgar sig betur hvað varðar framfærslukostnað launþega en utan útjaðarsvæðis Ísland.

EU útþenslu stefnan til tryggingar orku og hráefna EU er gagnvart Íslandi að mati fjárlæsra og ábyrgra yfir dægurmálaþras þingfulltrúa hafin. Spursmál um festa hér ekki í sessi miskiptingu eigna og lágvörulífskjara.

Að þessu leyti er það hart að þurfa búa við að ekki skuli 80-90% þjóðarinnar stand vörð um um Íslenska langtíma hagsmuni svo sem flest Meðlima-Ríki EU gera sem uppfylla samkeppni skilyrði EU. EU merkilegt nokk verndar þjóðrembu og sameinar hollustu hennar í eina gagnvart 92% heimsins. 

Að vera á móti EU er ekki það sama og vera á móti yfirráðum EU: hæfs meirihluta. Eins og fasteignatryggð langtímalán almennings eru ekki sama og skammtímalán til gjaldeyrisbrasks sem eru fjármögnuð með veði í heimilum almennings.

Vissulega m.t.t. til Íslensku heildarinnar ekki bara skjólstæðinga félagsmálstofnunnar vega rök GJK þungt. Sér í lagi hvað varðar samkvæmni. 

Júlíus Björnsson, 16.11.2009 kl. 16:04

24 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Kjör Ásmundar sem formanns Heinssýnar er vissulega umhugsunarefni, jafnvel þótt menn telji hann ekki ótrúverðugan eins og Guðmundur gerir. Ásmundur samþykkti ábyrgð Alþingis á Icesave-samningnum, sem lang flestir telja undirgefni við ESB og stuðning við umsókn um inngöngu. Ef hann hefði greitt atkvæði gegn Icesave-ábyrgðinni, þá hefði lítill vafi leikið á hug hans til Evrópusambandsins, en nú er vafinn fyrir hendi.

 

Allir vita að Samfylkingin ætlar ekki að virða þjóðaratkvæði um inngöngu í ESB. Þetta hafa Sossarnir sagt skýrum orðum. Til dæmis hefur Jóhanna sagt að tillit verði tekið til þjóðaratkvæðis, ef þátttaka verður nægjanleg. Hvað er nægjanleg þátttaka að mati Jóhönnu ? Sossarnir höfnuðu á Alþingi að atkvæðagreiðsla yrði bindandi, sem merkir bara það eitt að þeir ætla að þvinga málið í gegn með þeim aðferðum sem þeim hentar. 

   

Ef baráttumenn eins og Guðmundur eru óánægðir með forustu Heimssýnar, þá er nauðsynlegt að meta stöðu mála. Ég tel að menn ættu að gaumgæfa hvort málum er nógu vel háttað. Hugsanlega er ástæða til að íhuga stofnun nýrra samtaka gegn aðild landsins að ESB.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.11.2009 kl. 16:24

25 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Loftur.´Nú á Útvarpi Sögu áðan tilkynnti hinn nýkjörni formaður Heimsýnar að hann ætaði að styðja icesave, inngöngumiðan að ESB.
Sem er meiriháttar hneyksli af hálfi formanns Heimssýnar, og setur allan
hans trúverðugleika út í horn. Heimssýn hefur verið í pólitískri gislingu
Vinstri grænna, sem ég lít á sem ESB-flokk og ekkert annað. Já ég tel að
það sé fullkomin ástæða komin til fyrir því að stofna ÞJÓÐLEGA andspyrnuhreyfingu gegn ESB, þar sem kommúnistarnir í VG yrðu úyhýstir,
Þeim er  ekki treystandi fyrir horn í Evrópumálum, eins og ótal dæmi sanna. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2009 kl. 17:06

26 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

ElleE. Sósíalisitar eru skjótir að skipta um skoðun til að bjarga eigin skinni.
Hafa ALDREI hugsað um þjóðarhag og því síður þjóðlega hagsmuni!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2009 kl. 17:39

27 identicon

Heimssýn eru þverpólitísk samtök og því fráleitt að hægt sé að útiloka VG menn eða aðra frá því starfi. Og þú ferð ekki með rétt mál Guðmundur þegar þú segir að hann styðji ríkistjórnina 100% því það gerir hann ekki meðan hann er á móti ESB.

Ekki fara að gera úlfalda úr mýflugu með smásmuguhætti  eins og skín úr þinni færslu...afsakaðu orðbragðið, en þessi færsla þín er þér ekki til sóma.

(IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 17:45

28 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sigurlaug. Annað hvort styður maður ríkisstjórn eða ekki. Annað hvort styður maður ESB-aðild eða ekki. Þú getur ekki bæði sagst vera á móti
aðild að ESB en um leið sagst styjða ríkisstjórn sem vill aðild að ESB.
Spurning að vera samkvæmur sjálfum sér og koma hreint fram. Það gerir
Ásmundur alls ekki!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.11.2009 kl. 20:08

29 identicon

Mér þykir þú dómharður og get bara alls ekki verið sammála þessu sjónarmiði þínu. Mér þætti í það minnsta ansi hörð afstaða ef ég væri á þingi og styddi ekki eitt mál að þá ætti ég að hætta öllum öðrum stuðningi við góð málefni( tek þó fram að ég tel þessa stjórn afleita) það er bara ekki svoleiðis sem þetta virkar og alls ekki samkvæmt stjórnarskrá. Þá á þingmaður að vera trúr sannfæringu sinni, og ef Ásmundur trúir á önnur verk þessarar stjórnar þá er það hans mál þó svo ég/við skiljum það ekki. En að útiloka hann frá því sem hann trúir á með okkur er alveg fráleitt í samtökum sem ætla að vera og eru sem betur fer þverpólitísk.  Sama hvort okkur líkar það betur eða verr eru þessi mál ekki bara svört og hvít eða ætti ég að segja blá eða rauð, og ef menn geta ekki komist yfir þann hjalla erum við í vondum málum sem þjóð.

(IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 23:12

30 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er vissulega leitt að Ásmundur skuli ætla að styðja IceSave. Ég er hinsvegar handviss um að hann er staðfastur í andstöðu sinni við Evrópusambandsaðild. Ég vona að þessi skiljanlega óánægja sumra með formennsku Ásmundar í Heimssýn verði ekki til þess að sundra okkur í andstöðunni. Heimssýn eru sem stendur stærstu samtök einstaklinga sem hafa evrópusambandsandstöðu að markmiði og hafa unnið gott starf á þeim vettvangi.

Ég vil nota tækifærið og benda áhugasömum á Samtök Fullveldissinna sem hafa ESB-andstöðu líka á nýútgefinni stefnuskrá sinni, en eru hinsvegar hápólitísk samtök og hafa því afstöðu í fleiri málaflokkum en evrópusamruna eingöngu. Þar sem Heimssýn eru þverpólitísk málefnasamtök er þar að auki ekkert því til fyrirstöðu að vera í báðum samtökunum, eins og undirritaður.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.11.2009 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband