Er formaður Heimssýnar ESB-sinni ?
19.11.2009 | 00:17
Á Alþingi í gær sagði nýkjörinn formaður Heimssýnar, Ásmundur
Einar Daðason, að KLÁR og HREIN tengsl væru milli icesave og ESB.
Þetta segir formaður Heimssýnar sem engu að síður ætlar að sam-
þykkja þjóðsvikasamninginn um icesave, hinn dýrkeypta inngöngu-
miða að ESB. Þetta segir formaður Heimssýnar, þingmaður flokks,
sem samþykkti umsóknina að ESB. Þetta segir formaður Heimssýn-
ar sem HEILSHUGAR styður þá ríkisstjórn sem sótt hefur um aðild
að ESB, svo Ísland geti gerst þar aðili sem allra fyrst. Þetta
segir formaður Heimsýnar, sem í fyrrakvöld ÞORÐI EKKI að mæta
í fjárlaganefnd, til að hafa tækifæri á að stöðva þjóðarsvikin. Í ljósi
alls þessa, er nema eðlilegt að spurt sé? Er hinn nýkjörni formaður
Heimssýnar ESB-sinni? Eða kannski bara vitlaus maður, í vit-
lausum samtökum og vitlausum flokki styðjandi vitlausa ríkisstjórn
á vitlausum stað og tíma?
Formannska Ásmundar Einars hjá Heimssýn er SKANDALL! Slíkur
pólitískt viðundur stórskaðar ímynd Heimssýnar, greiði hann icesave
atkvæði sitt í vikunni, sitji hjá eða verður fjarstaddur atkvæðagreiðslu-
na, eins og sumir þjóðsvikarar inna VG ætla að gera. Áður en til þess
kemur ætti hann að sjá sóma sinni í því að segja af sér formennsku
Heimssýnar, sbr tölvupóstur minn til hans í gær. (Sbr.hér fyrir neðan)
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB NÉ SCHENGEN. EKKERT ICESAVE NÉ AGS!
www.zumann.blog.is
Klár og hrein tengsl Icesave og ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðmundur.
Fékkstu svar frá Ásmundi við póstinum sem þú sendir honum í gær ?
Hefurðu heyrt eitthvað frá Heimsýnar fólki ?
Mbk.
Benedikta E, 19.11.2009 kl. 00:33
Hef heyrt frá fjölmörgu Heimssýnarfólki Benedikta sem allir segjast segja
sig úr Heimssýn, greiði ekki formaðurinn atkvæði gegn icesave, inngöngumiðanum að ESB. Hef ekki fengið nein skilaboð frá Ásmundi,
enda á svörtum lista ESB-sinna!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.11.2009 kl. 00:39
Það þarf að boða hann til skyndifundar í Heimsýn - og gera honum grein fyrir alvarleika málsins - áður en gripið er til fjölda úrsagna úr samtökunum.
Fjöldaúrsögn veikir svo málstaðinn.
Það þarf að tala við einhvern í stjórninni og óska eftir fundi - hefurðu gert það ?
Mbk.
Benedikta E, 19.11.2009 kl. 00:56
Nei Benedikta. En allir stjórnarmenn Heimssýnar eru vel meðvitaðir um
alvöru málsins. Doka kannski við, til að veita Ásmundi svigrúm til að
ígrunda málið. En það er alveg ljóst, greiði Ásmundur ekki gegn icesave,
rúsatar hann trúverðugleika Heimssýnar! Gerir tilraun til að stórskaða
okkar málstað....
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.11.2009 kl. 01:04
Heil og sæl; Guðmundur Jónas og Borghildur - sem þið önnur, hér á síðu !
Guðmundur Jónas !
Þó; því fari víðs fjarri, að ég sé ætíð sammála, Borghildi, í innanríkis málum okkar, að þá finnst mér hún, koma með mjög drengilegar ábendingar - sem tillögur, hér að ofan, hverjar; gaumgæfa skyldi vel.
Sú mæta kona; hefir margsinnis komið með þarfar hugvekjur, á sinni síðu, um mörg þau mál, sem betur mættu fara - þó; hvetja vildi ég hana, til þess að leiða endurreisn Íhaldsflokksins gamla - úr rústum; núver andi Sjálfstæðisflokks, en,........ þar er svo annað viðfangsefni, svo sem.
Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 01:08
Er hjartanlega sammála Óskar minn. Nú þarrf Frjálst Ísland á að halda róttækum Þjóðlegum íhaldsflokki!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.11.2009 kl. 01:12
Hann gæti sagt af sér og varamaður tekið við.
Samtökunum verður ekki fórnað fyrir einn mann.
Benedikta E, 19.11.2009 kl. 01:34
Icesave samningurinn var aðgöngumiði að lánum frá nágranalöndum okkar Guðmundur og AGS. ESB samþykkti viðræður við okkur á meðan þessi samningur var en ófrágengin. Og Alþingi er ekki enn búið að samþykkja ríkisábyrgð ennþá en undirbúningur að ESB viðræðum er samt búin að vera í fullum gangi. Heldur þú að Steingrímur sem er sjálfur á móti ESB aðild væri að gera einhvern samning sem hann teldi ekki þörf á ef það væri bara fyrir ESB?
En endilega halda svona áfram! Ekki verra að veikja formann Heimsýnar! Ekki græt ég það!
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.11.2009 kl. 01:37
Icesave skuldfestinging og biðsjóður verðandi EU Seðlabanka orsakaði þörfina fyrir meiri lán hjá skuldafíklum.
Maður borgar ekki annarra skuldir með lánsfé.
Í EU hjá hinum siðmenntuð ganga svo lánaviðskipt hreint ekki upp.
EU byggir á hæfum meirihluta þar sem ekki skortir þjóðernislega samstöðu.
Eftir meðlima skatta er það mín efnahagslögsaga sem skiptir öllu máli. Íslenskir EU-innlimunar sinnar er tilskammar fyrir hinn Evrópska ríkisborgara. EU innlimum er ekki áhuga mál heldur samstaða um tryggja sér hráefni og orku á sem lægstu heimsmarkaðsverðum. Allir verða standa á eigin fótum þegar inn á lokaðan innri samkeppnigrunn þjóðrembu efnahagslögsaga er komið.
Ég væri fyrstur þangað inn ef það skapaði minn þjóð langvarandi betra lífsviðurværi. Örefnahagskerfi eru grunnur stærri kerfi sem eru undir stærri kerfum sem eru undir Miðstýringu EU.
300 þúsmanna region innan EU er ekki eitthvað sem fjárlæsa Íslendinga fýsir í.
Yfirbyggingar kostnað hér var einn sá minnst í heimi fyrir 1957 en verður enginn eftir að inn í EU er komið fyrir utan meðlimagjaldið.
Ef yfirstéttin hér hefði ekki veitt mikinn afslátt þá hefðu Danir flutt okkur til Jótlands.
Öfugt miðað við hjá risunum í EU þá hafði almenningur hér það einn best en yfirstéttin það verst.
Júlíus Björnsson, 19.11.2009 kl. 05:05
Magnús. Icesave og alliar þær drápsklyfjar sem honum fylgja á íslenskan
almenning til tuga ára er INNGÖNGUMIÐI ykkar krata inn í ESB. Enda viðurkennir formaður Heimssýnar þessi BEINU TENGSL. ICESAVE og ESB
er EITT OG ÞAÐ SAMA Magnús. Enda verða þessar drásklyfjar svo sannarlega notaðar á ykkur í framtíðinni þegar alvarlega fer að halla á
velferðarkerfið og lífskjör stór versna með tilheyrandi landflótta og eymd. Þið skulið þá svo SANNARLEGA bera ALLA SÖK á því, handrukkarar útrásarmafíuósanna. Enda þjóðsvikarar og EKKERT annað!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.11.2009 kl. 09:34
Jú Benedikta. Auðvitað á Ásmundur að segja af sér og láta vara-formanninn taka við ætlar hann greiða inngöngumiðanum í ESB atkvæði sitt, icesave.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.11.2009 kl. 09:55
Ekki finnst mér þau viðhorf sem hér birtast kunna góðri lukku að stýra. Nú er ekki þörf á sundurlyndisskrifum úr okkar herbúðum heldur viðhorfum manna á borð við Þorgeir Ljósvetningagoða - mönnum sem sameina fólk um okkar málstað. Hinn ungi galvaski formaður Heimssýnar hygg ég að geri það vel og ætla ég að styðja hann hvað sem hann gerir í Icesave. Þar hefur hann staðið vel í ístaðinu - meira en sagt verður um stóran hluta stjórnarandstöðunnar sem nú þykist vilja standa í lappirnar en lyppaðist niður og glutraði niður okkar málstað þegar á reyndi fyrir ári síðan. Ásmundur Einar Daðason verður að fá að meta stöðuna eins og hún blasir við honum og ætla ég að styðja hann í okkar félagsskap þótt ég vilji Icesave út úr heiminum með því að fella samninginn. Ég hef sótt Heimssýnar-fund um ESB með Ásmundi Daða og lofaði málflutningur hans þar - svo og í opinberri umræðu - mjög góðu. Ég bið alla góða Íslendinga um að koma sér undir nautshúðina eins og Þorgeir forðum og hætta að skemmta skrattanum.
Hörður Bjarnason (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 10:29
Bara mótmæli því HARÐLEGA Hörður að ég og mitt skoðanafólk sé að grafa
undan málstað Heimssýnar, með því að benda á tvískinnungshátt formanns Heimssýnar í Evrópumálum. Þvert á móti er það HANN sem er að stórskaða
málstaðinn og ímynd Heimsýnar, með því að ætla á Alþingi Íslendinga
að greiða inngögnumiðanum, icesave, atkvæði sitt. Ekki síst í ljósi þess
að Ásmundur SJÁLFUR tengir þetta tvennt saman, icesave-og ESB.
Annað hvort eru menn heilir í þessu stórmáli eða ekki Hörður.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.11.2009 kl. 11:26
Kæri Guðmundur og þið öll. Ég var ykkur algerlega sammála í Icesavemálinu. Við áttum í upphafi að hafna því að semja um þau mál en smám saman hafa allir stjórnmálaflokkar kramist undir þessu,- munurinn á stjórn og stjórnarandstöðu hér er harla lítill og ómerkilegur og meira að segja Indefence samtökin hafa talað um að semja sem er algjörlega total skoðun. En ef að við ætlum að einangra andstöðuna við ESB við þá eina sem eru sammála um Icesave þá erum við fyrirfram búin að tapa í mikilvægum slag um að halda fullveldi landsins. Í Heimssýnarstjórninni eru menn með mjög ólíka sýn á hin ýmsu mál og galdurinn við sigur í þessu máli er að fylkja öllum saman sem vilja Ísland utan ESB, sama hversu geðfelldar eða ógeðfelldar okkur eru skoðanir þessara samherja okkar í öðrum málum.
Bjarni Harðarson, 19.11.2009 kl. 11:28
Sæll Bjarni minn. Hér erum við sem oftar ALGJÖRLEGA ÓSAMMÁLA eins
og í svo mörgum öðrum málum varðandi pólitíkina. ENGINN SAMNINGUR
um icesave var gerður fyrr en hin and-þjóðlega vistristjórn krata og kommúnistanna þinna í Vinstri grænum samþykktu þjóðsvika-Versalasamninginn í sumar. Það er hlálegt að halda því fram Bjarni að
icesave og ESB-aðildin tengist ekki. Því sjálfur formaður Heimssýnar viðurkennir það með AFAR SKÝRLEGUM HÆTTI á Alþingi Íslendinga í gær.
ICESAVE-og ESB-umsókonin TENGIST 100% - Því á Ásmundur að segja
af sér formennsku ætli hann að samþykja icesave líka. Því nóg samt er
að hann sé í flokki sem kom ESB-umsókninni af stað og styður auk þess
þá ríkisstjórn sem kom umsókninni til Brussel. Mun ALDREI GERAST
SAMHERJI SLÍKS MANNS! ALDREI!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.11.2009 kl. 11:48
ESB-sinnar gleðjast yfir skrifum þínum kæri Guðmundur, http://saemi7.blog.is/blog/saemi7/entry/981491/
Bjarni Harðarson, 19.11.2009 kl. 13:36
ESB-sinnar gleðjast yfir hvernig þið Vinstri grænir reynið að rústa einingu
okkar þjóðlegu ESB-andstæðinga gagnvart ESB Bjarni. Þóttust vera
ESB-andstæðingar fyrir kosningar, en gerðust svo í raun ESB-sinnar
eftir kosningar með því að styðja ríkisstjórn sem sótti um AÐILDINA AÐ
ESB. Ætlið svo að bæta gráu ofan á svart að samþykkja skuldadrápsklyfjarnar líka, inngöngumiðan að ESB. Já Bjarni. ESB-sinnar
gleðjast MJÖG yfirv framgöngu ykkar í VG!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.11.2009 kl. 13:45
Bjarni minn. Lít á Vinstri græna sem HÖFUÐ svikaranna í Evrópumálum.
Þeir bera ALLA ábyrgð á því að Ísland er komið á hraðferð inn í ESB.
Og þeir með fjármálaráðherra og aðalsamingamann í icesave bera HÖFUÐ
ábyrgð á þeim þjóðsvikum ásamt krötum. Vinstri grænir sviku þúsunda
kjósenda í Evrópumálum fyrir kosningar. Geri engan mun á þeim og krötum,
né fremur icesave og ESB. Þess vegna treysti ég ekki þingmanni VG fyrir
horn í Evrópumálum, og allra sýst samþykkji hann sjálfan inngöngumiðan
að ESB, icesave. Hef ALDREI gert neinn mun á krötum og kommúnistum.
Enda vantaði bara HREINRÆKTAÐA vinstristjórn þessara afla til að hleypa hraðlestinni til Brussel af stokkunum.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.11.2009 kl. 14:01
Ég verð að segja að ég skil ekki það viðhorf, að Icesave-klafinn og ESB-umsóknin verði aðskilin. Ekki er hægt að vísa til þess að Indefence hafi breytt um skoðun og vilji nú hugsanlega undirgangast klafann. Þrátt fyrir gott starf þeirra, hef ég haft efasemdir um afstöðu þeirra sem hefur kristallast í að Helgi Dagbjartur Áss Grétarsson er genginn til liðs við Icesave-stjórnina. Það hefur einnig verið umhugsunarefni, að stjórn Indefence hefur frá upphafi einangrað ákvarðanatöku sína.
Flestir landsmenn hafa áttað sig á, að Icesave-málið er hafið yfir flokkadrætti. Samherjar í því máli takast í hendur þvert yfir öll flokkamörk. Það er því merkingarlaust sem Bjarni Harðarson segir: “munurinn á stjórn og stjórnarandstöðu hér er harla lítill og ómerkilegur”. Enginn er að tala um “að einangra andstöðuna við ESB við þá eina sem eru sammála um Icesave”. Annað mál er hvort þeir séu vel fallnir til forustu í Heimssýn sem eru hálfvolgir varðandi Icesave-málið. Þeim er ekki vísað á dyr fyrir því.
Ég hef bent á, að hugsanlega mun mikilvægi Icesave-málsins koma til með að skyggja á ESB-umsóknina. Við munum hugsanlega þurfa að lifa við afleiðingar Icesave-samningsins í áratugi, en ESB-umsóknina afgreiðum við innan skamms og erum síðan lausir við óværuna að eilífu. Draga má í efa að fullveldi þjóðarinnar muni hafa mikla merkingu, ef hún þarf að rogast með Icesave-klafann inn í framtíðna.
Loftur Altice Þorsteinsson, 19.11.2009 kl. 14:08
Takk Loftur. Helgi Grétarsson var blindaður af systur sinni, formanni þingflokks VG, sem nú hefur hringsnúist í icesave, en treystir sér samt
ekki að vera viðstödd sjálfa afgreiðsluna á icesave-þjóðsvikunum, og
boðar forföll á Alþingi.
Er hjartanlega sammáli Ásmundi. KLÁR OG HREIN TENGSL ER Á MILLI
ICESAVE og ESB! Þess vegna er það GJÖRSAMLEGA út í hött, ef Ásmundur,
sem formaður Heimsýnir, samþykkir icesave á ALÞINGI ÍSLENDINGA.
Get ALLS EKKI verið með slíkum þjóðsvikamanna í forystu samtaka
eins og Heimssýnar. Gerist það, að formaður Heimssýnar, samþykkir
LYKILINN að ESB, mun ég ekki verð þar innan dyra deginum lengur meðan sá and-þjóðlegi kommúnisti verður þar á toppi. Vinstri grænir sem
and-þjóðlegir kommúnistar eru að reyna að splundra þjóðhollum öflum
í Evrópumálum. Þeim mun ekki takast það! Það er enginn munur á
þeim og krötunum í fullveldis og sjálfstæðismálum. Þar sannar dæmin
meiriháttar með núverandi vinstristjórn. Bara SKIL EKKI hvernig þessi
kommúnisti var kosinn sem formaður Heimssýnar. Bara skil það alls
ekki!!!!!!!!!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.11.2009 kl. 15:39
blank_pageGuðmundir ég las einhverstaðar að þú værir ekki Heimsýn! Er það rétt? Að minnstakosti var þarna einhver að tala um að þú hefðir aldrei sést þar á fundum! Fann þetta það var Bjarni Harðar talar um að þú sért ekki starfandi í Heimsýn.
Þetta segir hann í athugasemd hér. http://saemi7.blog.is/blog/saemi7/entry/981491/#comments .
Bara svona að bend þer á þetta
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.11.2009 kl. 16:29
Magnús. Fljótlega við stofnun Heimssýnar sendi inn gegnum innskráingarkerfi þeirra umsóknarósk. Í kjölfarið gerðist bloggvinur
Heimssýnar, og hef stundum sem félagsmanni verið send rafræn ýmiss
skilaboð. Þannig á einhverri skrá hlýt ég að vera hjá þeim. Hef aldrei gefið það út að vera helsti penni Heimssýnar. Veit ekkert um þann hóp sé hann til. Hef aldrei heldur verið beðinn um það. Sit hvorki í stjórn né varastjórn,
þannig að félagsstarf fyrir samtökin á þeim grunni hafa því engin verið,
ekki frekar en óbreyttra félaga. Þannig veit ekki hvaða tilgangur þessi skrif Barna þýða. Komst ekki inn á slóðina sem þú gafst upp.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.11.2009 kl. 16:46
Ég er Samfylkingarmaður og ESB sinni.
Ég er mjög ánægður með nýja formann Heimssýnar. Ég hefði ekki getað valið betur!!
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 16:53
Já til hamingju Svavar. Skil mæta vel þína hrifningu!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.11.2009 kl. 17:24
blank_page
Ég var nú viss um það að þú værir í Heimsýn. Var bara að benda þér á athugasemd Bjarna. Prófur aftur með slóðina
http://saemi7.blog.is/blog/saemi7/entry/981491/#comments
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.11.2009 kl. 17:25
Nýja tölvan mín var eitthvað að stríða mér hér kemur þetta aftur
Ég var nú viss um það að þú værir í Heimsýn. Var bara að benda þér á athugasemd Bjarna. Prófur aftur með slóðina
http://saemi7.blog.is/blog/saemi7/entry/981491/#comments
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.11.2009 kl. 17:27
Sorry pastaði aftur sömum ásláttarvitleysunni. Þarf að kíkja eitthvað á stillingunna á explorer hjá mér.
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.11.2009 kl. 17:28
Magnús - Þú óttast penna Guðmundar - það má vel lesa það á milli línanna hjá þér - ég skil það vel - þú hefur réttilega ekker í hans penna að gera.
Ekki einu sinni þó þú reynir að skjóla - með Bjarna. Glætan.
Benedikta E, 19.11.2009 kl. 23:28
Takk Benedikta. Takk. Við munum SIGRA!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.11.2009 kl. 00:16
Kæri Guðmundur, minn ágæti bloggvinur og skoðanasinni hvað varðar ESB og Icesave. Hvað ætlar þú að sigra?
Verður sigurinn í því fólginn að múlbinda Heimssýn? Eða að Icesave klafanum verði hrundið af stjórnarandstöðunni á Alþingi? Hvoru tveggja þetta - eða hvorugt?
Kolbrún Hilmars, 20.11.2009 kl. 21:53
Takk Kolbrún. Takk kærlega!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.11.2009 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.