Er hluti Vinstri grænna enn í andlegri íhugun um icesave ?


   Furðulegt að enginn fjölmiðill hafi enn gengið á þingmenn VG
sem voru miklir efasemdamenn um icesave-svikasamninginn í
sumar, og innt  þá  eftir afstöðu þeirra nú. Eftir að nánast allir
fyrirvaranir frá í sumar sem áttu að vera frumforsenda fyrir
samþykki þessara þingmanna þá eru nánast úr sögunni  nú.

   Hvað með t.d Ögmund Jónasson? Sem barðist manna mest
fyrir fyrirvörunum í sumar. Og sagði sig meir að segja úr ice-
savestjórninni í haust, þegar honum varð ljóst að hverju
stefndi, sem nú er komið á daginn. Hvað ætlar Ögmundur
Jónasson ,,anti-icesavesinni" að gera? Samþykkja? Sitja
hjá? Eða vera fjarstaddur?

   Atli Gíslason sem sagðist á Bylgjunni fyrir skömmu ekki
vera búinn að ákveða sig. Er nú ekki rétt af fjölmiðlum að
ganga á Atla? Hin andlega íhugun hans um icesave hlýtur
nú að vera lokið. Kjósendur hans hljóta að krefja hann
svara, eins neikvætt og hann talaði um icesave í sumar.

    Jón Bjarnason sjávarútvgs-og landbúnaðarráðherra.
Styður hann INNGÖNGUMIÐANN  að ESB, icesave?

   Sem flokksbróðir hans og þingmaðurinn Ásmundur
Einar Daðason, formaður Heimssýnar, segir að klárlega
tengist umsókninni að ESB. Hvað ætlar þessi nýkjörni
formaður Heimssýnar að gera? SAMÞYKKJA SJÁLFAN
AÐGÖNGUMIÐANN AÐ EVRÓPUSAMBANDINU? Sjálfur
formaður Heimssýnar? - Hvernig væri að fjölmiðlar færu
nú að leita Ásmund uppi  og spyrja hann sem formann
Heimssýnar út í þetta? Hvort Heimssýn væri að breyt-
ast kannski í Evrópusamtök undir hans forystu?

    Og Guðríður Lilja Grétarsdóttir, hinn mikli talsmaður
fyrirvaranna í sumar og efasemdamanneskja í Icesace,
hefur nú tímasett fjarveru. Tilviljun?

   Og Lilja Mósesdóttir segist ekki samþykkja icesave,
en viti samt ekki hvort hún sitji hjá. Er þá ekki kominn
tími til að fjölmiðlar inni hana eftir hjásetunni? Hlýtur
að vera búin að sitja nógu lengi með sín hjásetuíhugun
um icesave!

    Mjög fróðlegt yrði ef fjölmiðlar færu í málið í dag og
birtu viðtöl við þetta andlega íhugandi fólk um icesave
í Vinstri grænum. Því sjálf ICESAVE-DROTTNINGIN hefur
talað, og vill að málið klárist í dag eða á morgun.  Því
hún metur málið með allt öðrum hætti en andlegri íhug-
un. Frostaveturinn mikli vegur þar þyngst hjá henni!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

    www.fullvalda.is
    www.frjalstisland.is

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas, æfinlega !

Það er; löngu ljóst, að þeir VG ingar margsnúast, eftir því hvað hentar - hverju sinni, líkt og hinir frjálshyggjuflokkarnir 3.

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 12:20

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk kærlega Óskar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.12.2009 kl. 00:41

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

Júlíus Björnsson, 3.12.2009 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband