Gafst stjórnarandstaðan upp í Icesave ?


    Hefur stjórnarandstaðan gefist upp í Icesave-málinu?
Hvers vegna var ekki látið reyna á hótun forseta Alþingis
að beita þingheimi kúgun og stöðva umræðuna? Það
hefði verið í samræmi við allt Icesave-málið frá upphafi
til enda. Kúgun, kúgun, kúgun. Og alveg sérstaklega
fyrir undirlægjuhátt ríkisstjórnarinnar gagnvart hinni
erlendu  kúgun  Breta, Hollendinga,  AGS og ESB. Og
hvers  vegna  í ósköpunum  var fallist á að  ENSK, já
BRESK  lögfræðistofa  færi  yfir  samninganna, og  án
neinna  tímatakmarkanna  af  því  er virðist?  Já  hvers
vegna í ósköpunum lét ekki stjórnarandstaðan virkilega
SVERFA TIL STÁLS á Alþingi Íslendinga frammi fyrir þeim
mestu þjóðsvikasamningum  sem gerðir  hafa  verið  frá
fullveldi Íslands?    Enn ein mistökin! Því ríkisstjórnin var
farin á taugum! Fallin á tíma! En nú hefur Icesavestjórn
vinstrimana ALLT í höndum sér til að knýja fram glæpina
gagnvart íslenzkri þjóð.

   Þingmenn stjórnarandstöðunnar eiga þakkir skyldar
að hafa staðið  vaktina  fram að  þessu. Þess vegna kom
þessi svokallaði samningur  formanna  stjórnarandstöð-
unnar og ríkisstjórnarinnar verulega  á  óvart. -  En var
hann gerður með samþykki allra þingmanna stjórnarand-
stöðunnar? Sé svo ekki, eru þeir óbundnir af samkomu-
laginu, og geta haldið umræðunni áfram!  - HÉR MEÐ ER
SKORAÐ Á ÞÁ AÐ GERA ÞAÐ. Verða SÓMI ÍSLANDS - SVERÐ
OG SKJÖLDUR á Alþingi Íslendinga.

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

   www.fullvalda.is
   www.frjalstisland.is
mbl.is Þingfundur hafinn á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas, æfinlega !

Þér að segja; finnst mér nóg komið, af öllum umræðum - er ekki rétt; að fara að grípa til harðra aðgerða, úr þessu ?

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 01:04

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú eins og hverra Óskar minn?  Opinn fyrir ÖLLUM raunhæfum aðgerðum. ÖLLUM!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.12.2009 kl. 01:10

3 identicon

Eins og; - tjörgun og fiðrun óbermanna - Gapastokks staða þeirra, í 20 klukkustundir, í senn - æfilöng útlegð; þeim til handa, væri bezta niðurstaðan, líkast til.

Með beztu kveðjum; enn á ný /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 01:22

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sannarlega virðist stjórnarandstaðan hafa gefizt upp í Icesave-málinu! Guðmundur Jónas. Ég hitti Sigmund Davíð við þinghúsið og Birgittu Jónsdóttur á Austurvelli í dag og sagði þeim, að þetta væri að mínu áliti full MEÐVIRKNI hjá þeim að taka þessa ákvörðun í stað þess að láta ábyrgðina hvíla að fullu á stjórnarliðinu. Ég minnti Sigmund á hans eigin orð í hádegisfréttum Rúv um að hann "vonaði" að fjárlaganefnd færi vel yfir öll 16 atriðin, sem hann og hinir foringjar stjórnarandstöðu-þingflokkanna, og sagði, að það væri fráleitt að treysta þessum stjórnarþingmönnum sem hvað eftir annað hefðu verið staðnir að því að ljúga að þingi og þjóð. Einhver þeirra sagðist líka í sömu hádegisfréttum efast um, að fjárlaganefnd gefist nægur tími til að fara yfir 16 atriðin !

Afsakanir þeirra voru ólíkar, en ég viðurkenni þær í hvorugu tilfellinu gildar.

Í stað þess að skrifa hér lengra mál um það, verð ég að fara að koma mér að því að gera grein fyrir öllu því máli á eigin vef. Lifðu heill.

PS. Við þurfum að byrja að safna saman á einn stað öllum LYGUNUM sem haldið hefur verið fram um Icesave-málið (og eins á annan stað um EB-málin). Eg var að mynda efnismöppu á vefsíðu minni, með fyrirsögninni ICESAVE-málið:, og ætla að hafa þar inni vefslóðir á nokkrar grundvallargreinar; ein þeirra á að verða þessi samantekt lyganna! (og það verður mikið safn). Gefið mér ábendingar, hér eða í bloggbréfi eða í gestabók Moggabloggs míns!

Jón Valur Jensson, 6.12.2009 kl. 02:17

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér féllu úr orð, þetta á að vera svona:

... öll 16 atriðin, sem hann og hinir foringjar stjórnarandstöðu-þingflokkanna höfðu tekið saman og vilja láta fnefndina rannsaka vel, og sagði ...

Jón Valur Jensson, 6.12.2009 kl. 02:20

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég lít á það sem sigur stjórnarandstöðunnar, að vísa Icesave-málinu aftur til fjárlaganefndar. Ef ég hef skilið aðstæður rétt, þá er annari umræðu frestað þar til eðlileg umfjöllun hefur átt sér stað í nefnd.

Hótanir Gylfa Magnússonar erlendis, um að þvinga fram lok á annari umræðu, eru geymdar en ekki gleymdar. Fleirri Icesave-sinnar munu hafa haft uppi svipaðar hótanir, eins og Ólína Þorvarðardóttir.

Sjálfstætt frumvarp þarf að koma fram um að fella niður lögin númer 96:2009 um ríkisábyrgðina á Icesave-samningnum. Samningurinn brýtur gróflega gegn Stjórnarskránni og þar með allir gerningar sem honum tengjast.

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.12.2009 kl. 09:38

7 Smámynd: Elle_

Stjórnarandstaðan hefur ekki gefist upp miðað við minn skilning.  Þeir voru líka enn að vinna fast gegn Icesave fram á kvöld í gær.   Og hallast að skýringu Lofts.

Elle_, 6.12.2009 kl. 11:37

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk kærlega Jón Valur, Loftur og ElleE. Vildi svo sannarlega að ótti minn
væri ástæðulaus. En, þetta kemur allt í ljós á næstunni. Höldum bara
baráttunni áfram af enn meiri krafti. Spákonan Sirry spáði á Stöð 2 í
kvöld að Icesave myndi falla. Vonandi hefur hún þar rétt fyrir sér!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.12.2009 kl. 20:30

9 identicon

Þessir hvolpar í stjórnarandstöðu ætla að treysta á Armani kommann Ólaf Ragnar Grímsson, verði þeim að góðu.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 23:08

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gerðu alltaf ráð fyrir því versta af þessu stjórnarliði, Guðmundur Jónas. Það er mín reynsla. Þar að auki hef ég það fyrir mér frá Sigmundi Davíð, sem og úr fréttum, að samið var um að ljúka 2. umræðunni. Það var kannski skilyrt samkomulag, meðan það hafði ekki verið borið undir þingflokkana, og ég vona, að mestu baráttumennirnir þar haldi áfram að biðja um orðið þrátt fyrir alla flokksbrodda. En þar að auki hefur samkomulagið sennilega verið skilyrt líka af hálfu Sigmundar a.m.k., því að hann sagði mér, að þetta myndi ekki halda, nema þeim væri tryggt það, að fjárlaganefnd færi vel yfir atriðin 16, og það kæmi í ljós á mánudag. En þau eru samt að handsala vald í hendur hinna að svíkja það allt saman. Birgitta gerði í gær ráð fyrir, að þetta tæki viku í fjárlaganefnd, en hvaða tryggingu hafa þau fyrir því, að stjórnarliðar hespi þetta ekki af og láti síðan greiða atkvæði til að "klára" það í fjárlaganefnd? Og hvernig geta menn lagt sjálfa stjórnarskrána undir geðþóttaákvörðun fjárlaganefndar?

Hafið þið hvergi orðið var við hyski í íslenzku stjórnmálalífi síðustu mánuðina, fólk sem beitt hefur lygum og blekkingum og látið illan tilgang helga óvönduð meðul, þá skil ég hins vegar græskuleysi ykkar!

Jón Valur Jensson, 6.12.2009 kl. 23:26

11 Smámynd: Elle_

Nei, ég áttaði mig bara ekki á að stjórnarflokkarnir gætu þvingað það í gegnum Alþingi þó það færi inn í fjárlaganefnd.  Ekki það að ég treysti einum einasta manni lengur í stjórnarflokkunum, alls ekki. 

Elle_, 6.12.2009 kl. 23:55

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Málið hjá þeim er að stoppa af frjálsu ræðurnar í 2. umræðu.

Þegar málið kemur úr nefnd, er líklegt að það verði afgreitt á færibandi.

Viðskiptaráðherrann umboðslausi telur sig reyndar hafa niðurstöðuna svo mjög í hendi sér, að hann fullyrðir við The New York Times (sjá hér: Iceland Minister Confident Icesave Bill Will Pass) ekki aðeins: "The government will have its bill passed" og: "The government has a sufficient majority to pass the bill for the Icesave agreement and the state guarantees that go with it," heldur líka, að lagafrumvarpið verði samþykkt óbreytt ("intact").

Þetta er ekki aðeins megn óvirðing hins umboðslausa við alþingismenn, sem sumir a.m.k. ætla sér að bera fram breytingarfrumvarp um málið, – óvirðing sem Sigmundur Davíð hefur kvartað yfir á þingi (skv. Lýðvarps-útsendingu) – heldur sýnir það fullvissu þessara valdakarla fyrir því, að þau hafi nú auðsveipan þingmeirihluta með sér.

Þau hafa reyndar ekki Lilju Mósesdóttur með sér, en jafnvel þótt Ögmundur greiddi atkvæði á móti, dugir það ekki fyrir okkur (32:31) og enn síður ef hann situr hjá (32:30:1). Atli og Ásmundur Daði hafa þegar svikið málstað okkar, og Guðfríður Lilja lét það ekki nægja (sbr. frægt Kastljósviðtal!), heldur lét koma sér af þingi.

Helzta vonin er, að forsetinn skjóti málinu til þjóðarinnar, en hér er líka önnur von, sem raunar gæti dregið úr fyrrnefndri von um forsetann. Þar á ég við möguleikann á breytingartillögu, t.d. um að krefjast 1,5% vaxta í stað 5,55% og þaks á vextina, sem gæti munað okkur 185 til 240/270 milljörðum króna og þar að auki lægri vöxtum eftir 2024.

Ekki er þó á Bretablíðum viðskiptaráðherranum að skilja, að þetta geti gerzt.

Jón Valur Jensson, 7.12.2009 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband