Forhertasti kommúnistinn farinn á taugum


   Svo virðist að forhertasti kommúnistinn á Alþingi í dag sé farinn
á taugum. Vara-formaður fjárlaganefndar, Björn Valur Gíslason,
nánast  froðufellir af  bræði vegna þess umhugsunarfrests sem
forseti  hefur tekið  sér vegna Icesave. En það var einmitt þessi
forherti kommúnisti sem vildi svo mikla flýtimeðferð á  Icesave í
sumar, að það var algjört aukaatriði að þingheimur vissi nokkuð
um innihald samningsins. Og því síður  þjóðin. Allir fyrirvarar voru
meiriháttar óþarfir að mati þessa forherta kommúnista. Enda hvað
varðar forhertum kommúnistum um þjóðarhag loks komnir í hina
innstu kommúnísku Svavars-sellu?

    Það var magnaður ÞJÓÐARSAMSTÖÐUFUNDUR á Bessastöðum
í gærmorgun, og mikilfenglegt að vera þátttakandi í honum. Söng-
urinn,  neyðarblysin rauð og skær, og í himinblámanum skein hin
blessuð  nýárssól, boðandi nýa Íslandsvon, fyrir land vort og þjóð. -
Eitthvað sem forhertir kommúnistar og þjóðsvikarar skilja alls ekki.

  Forseti á að taka þann tíma sem þarf að komast að niðurstöðu.
Því hvorki meir né minna er heill íslenzkrar þjóðar  og  framtíðar-
tilvera er í húfi. Forsetinn hefur nú einstakt tækifæri til að nálgast
þjóð sýna á ný, endurheimta traust hennar og virðingu, með því
að fara að ÞJÓÐARVILJA HENNAR, og láta hana sjálfa ráða örlögum
sínum í hinu stórbrotna og afdrífaríka Icesave-mali. Nóg er hyldýpið
samt milli þings, ríkisstjórnar og þjóðar, að eimbætti forseta bætist
þar ekki við.  - Þá yrði þjóðarfriður endanlega rofin, með skelfilegum
afleiðingum. 

   FORSETI! LÁT ÞJÓÐARVILJANN RÁÐA Í ICESAVE!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
 


mbl.is Segir forsetann taka undarlegan pól í hæðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

órg endurheimtir seint traustið - út á hvað  ætti það að gerast?

hann á sinn stóra þátt í útrásinni.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.1.2010 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband