Kýs Ólafur hyldýpið eða þjóðina ?


   Ljóst er að Ólafur Ragnar Grímsson forseti á einungis tvo
kosti varðandi Icesave. Að fella Icesave-frumvarpið og virða
þannig hinn STÓRA ÞJÓÐARVILJA, eða samþykkja það  og
skapa þá um leið hyldýpi milli forseta og þjóðar. - Hyldýpi
sem þegar hefur myndast milli þings, ríkisstjórnar og þjóðar.
Hyldýpi, sem mun hafa mjög alvarlegar pólitískar afleiðingar.
Ekki síst fyrir sjálfan Ólaf Ragnar sem forseta.

   Uggur er í mörgum að Ólafur velji seinni kostinn, ekki síst
ef horft er til þess ráðgjafahóps sem allar líkur eru á að hann
leiti til. En þar má nefna menn eins og Einar Karl Haraldsson,
náins bandamanns Ólafs, Sigurðar G. Guðjónsson lögfræðings
og frænda Ólafs, Gunnar Steins Pálssonar helsti hönnuður
árangursríkrar kosningabaráttu Ólafs 1996, og Kristján Guy
Burgess.  Verði þetta helstu ráðgjafar Ólafs þarf enginn að
efast um niðurstöðuna.

   Vonandi að hinn langi umhugsunarfrestur styrki fyrri kostinn.
Sem senn kemur í ljós.

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN. EKKI ICESAVE né AGS!

   www.fullvalda.is
   www.frjalstisland.is
mbl.is Ekki algert klukkutíma- eða dagaspursmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband