Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Nató fundur - breytt staða Íslands
6.10.2007 | 14:10
Það er ánægjulegt að þessa daga skuli vera haldinn
þingmannafundur NATÓ á Íslandi. Þarna gefst þing-
mönnum aðildarríkja NATÓ kostur á að hittast og bera
saman bækur sínar á sviði öryggis- og varnarmála.
Þarna gefst þingmönnum Íslands mikilvægt tækifæri að
koma sjónarmiðum Íslands á framfæri, en gjörbreytt
staða Íslands í öryggis- og varnarmálum er komin upp
eftir brotthvarf bandariska hersins frá Íslandi.
Hugmynd Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra sem
hann setti fram á þinginu í dag um að komið verði á fót
fjölþjóðlegri Landhelgisstofnun á Norður-Atlantshafi er
athyglisverð. Slík stofnun gæti orðið fyrsta skrefið í því
að koma á fót fjölþjóðlegri strandgæslu á Norður-
Atlantshafi og á Norðurheimsskautasvæðinu, en á
þessum svæðum mun umsvif og siglingar stóraukast
í framtíðinni.
það er alveg ljóst að sem sjálfstæð og fullvalda þjóð
munu Íslendingar þurfa að koma að sínum öryggis- og
varnarmálum á mun virkari og öflugri hátt en hingað
til. Um þá staðreynd þarf að fara hispurslaus umræða.
Því sú þróun verður líklegri en ekki, að eftir ekki svo
mörg ár verði kominn vísir af íslenzku þjóðvarðliði ásamt
öflugri Landhelgisgæslu. Íslenzkum her. Þá umræðu þarf
þjóðin að taka, og það sem fyrst........
Framsókn slíti borgarstjórnarsamstarfinu
5.10.2007 | 21:22
Ljóst er að allt klúðrið varðandi Orkuveitu Reykjavíkur
mun draga marga dilka á eftir sér. Borgarstjórnarflokkur
Sjálfstæðisflokksins er í uppnámi, og borgarstjóri nýtur
þar ekki trausts lengur. Það að borgarstjóri hafi verið
klagaður af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins fyrir
formanni og vara-formanni flokksins í dag segir allt sem
segja þarf um ástandið innan Sjálfstæðisflokksins. Ljóst
er að slíkur flokkur er ekki á vetur setjandi. Hvað þá að
vera samstarfshæfur við aðra flokka.
Forysta Framsóknar í borgarstjórn virðist einnig hafa
brugðist í máli þessu. Einna verst fer í hinn almenna fram-
sóknarmann að valdir starfsmenn fyrirtækisins fái að kaupa
hlut í REI á sérstökum vildarkjörum, auk mikils vafa um
lögmæti boðaðs fundar til samþykkis sameiningunni. Hvort
tveggja er alvarlegt klúður sem ekki verður við unað.
Til að forða meiriháttar áföllum fyrir Framsókn í Reykjavík er
að Framsókn slíti borgarstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðis-
flokkinn þegar í stað. Bæði það að Sjálfstæðisflokkurinn er
ekki lengur samstarfshæfur sökum innbyrðis átaka, meirihlut-
inn styðst við aðeins eins atkvæðis meirihluta. En það voru
einmitt rökin fyrir slitum Sjálfstæðismanna á fyrrverandi ríkis-
stjórnarsamstarfi við Framsókn í vor að meirihlutinn væri of
veikur. Þá er algjörlega fráleitt að Framsókn geti stutt
borgarstjóra sem nýtur jafn lítils trausts innan síns eigins
flokks og raun ber vitni í dag. - Nema þá að Framsókn ætli
sér að fremja endanlegt pólitískt harakíri hér á höfuðborgar-
svæðinu.
Dæmigerð rugl ályktun um ESB og evru
5.10.2007 | 15:37
Þing Starfsgreinasambandsins ályktaði í dag að kannað
verði hvort aðild að ESB og upptaka evru þjóni hagsmunum
Íslands. Segir m.a að meira sé vitað um ávinningin af ESB-
aðild en mögulegar neikvaðar afleiðingar hennar.
Hvers konar rugl er þetta? Vita þingfulltrúar SGS t.d ekki
af því hvað gerist í íslenzkum sjávarútvegi ef Ísland gerðist
aðili að ESB.? Veit SGS ekki að allur kvóti á Íslandsmiðum er
framseljanlegur ? Veit SGS þá ekki af því að við aðild að ESB
færi nánast allur fiskveiðikvóti á Íslandsmiðum sjálfkrafa á
erlendan uppboðsmarkað innan sambandsins ? Hefur SGS
aldrei heyrt af hinu illræmda kvótahoppi innan ESB sem af
slíku leiðir? Veit SGS ekki af því að slíkt kvótahopp hefur
lagt t.d breskan sjávarútveg í rúst? Hefur hjálparbeðni frá
skoskum þingmönnum til norskra og íslenzkra stjórnvalda
um að reyna að koma vitinu fyrir Brusselvaldið í sjávarút-
vegsmálum farið framhjá þingfulltrúum SGS.? Fyrir hvaða
HAGSMUNI eru þingfulltrúar SGS eiginlega að starfa ? Í
hvaða heimi eru þeir eiginlega? Um hvað ætli umbjóðendur
um þá hugsi eftir slíka ofurruga-ályktun um Evrópumál?
Orkuveitan. Spilin á borðið !
5.10.2007 | 11:32
Í sambandi við sameiningu Reykjavík Energy Invest og
Geysi Green Energy verða öll spil að liggja á borðinu. Gera
verður fulla grein fyrir rökum að baki kaupréttarsamningum
örfárra einstaklinga og valinu á þeim. Það gerði borgarstjóri
ekki í gær. Þá verður að fara fram mat á þessum tveim fyrir-
tækjum, en fram kom hjá iðnaðarráðherra í gærkvöldi, að
framlag Orkuveitunar hefði í raun þrefaldast að verðmæti..
Er það svo? Og ef svo er þá er augljóst að kaupréttirnir
eru þá þegar orðnir mikils virði. Þá ber að hreinsa út öll
álitamál varðandi lögmæti fundarboðsins, þar sem samein-
ingin var samþykkt. Fulltrúi Vinstri grænna hafa kært fundar-
boðið vegna formsgalla. Svo virðist að sú kæra eigi við rök
að styðjast, en þá yrði sameiningin sjálfkrafa ólögmæt.
Þótt skynsamlegt geti verið að sameina þessi tvö orku-
fyrirtæki í eitt er grundvallaratriði að sú sameining sé gerð
með eðlilegum hætti og lögum samkvæmt. Annað er gjör-
samlega óþolandi!
Á Framsókn að slíta borgarstjórnarmeirihlutanum?
4.10.2007 | 20:53
Harkalegar deilur eru sagðar í borgarstjórnarflokki
sjálfstæðismanna um samruna REI og Geysir Green
Energey, og segja heimildarmenn innan Sjálfstæðis-
flokksins að málið muni hafa ,,afleiðingar" án nánri
útskýringa. Ef þessar deilur innan Sjálfstæðisflokks-
ins verða til þess, að flokkurinn verði meir eða minna
óstarfhæfur þar sem eftir er kjörtímabilsins, vegna
innbyrðis deilna, er fullkomin ástæða til hjá Framsókn
að íhuga að slíta meirihlutasamstarfinu fyrr en seinna.
Vert er að minna á að Sjálfstæðisflokkurinn sleit ríkis-
stjórnarsamstarfinu við Framsókn í vor út af nánast
engu tilefni. Klúðrið kringum þetta REI og Geysir Green
Energey virðist orðið slíkt, að það gæti reynst Framsókn
dýrkeypt að láta bendla sig við það frekar.........
VG ósamstarfshæfir
4.10.2007 | 17:03
Vinstri grænir eru ósamstarfshæfir, líka í stjórnarandstöðu.
Best kom þetta fram á Alþingi í dag. Að blanda saman hækk-
un launa til umönnunarstétta og framlag til öryggis-og varn-
armála þjóðarinnar, er fáránlegt, eins og Jón Bjarnason þing-
maður Vinstri-grænna var uppvís af. En sýnir þó enn og aftur
vítavert ábyrgðarleysi Vinstri- grænna til öryggis- og varnarmála
þjóðarinnar.
Sá 1.5 milljarður sem áætlaður er til varnarmála á komandi ári
er langt frá því að vera ásættanlegur. Meginhluti þessa fjár fer
til rekstrar ratsjárstöðvana sem eru hluti af loftvörnum Íslands.
Ótal verkefni blasa hins vegar við Íslendingum á sviði öryggis-
og varnarmála á næstu árum, og því hefði mátt búast við miklu
hærri fjárframlögum til þessara mikilvægu málaflokka en raun
ber vitni. Ekki síst þar sem ríkissjóður stendur mjög sterkur um
þessar mundir. - Ábyrgðarleysi Vinstri-grænna er hins vegar
æpandi þegar þjóðaröryggismál eru annars vegar, sem á að
verða til þess að útiloka þá frá öllu samstarfi og samvinnu, ekki
síst í stjórnarandstöðu. - Með því verður fylgst á komandi vikum
og mánuðum..........
Rússagrýlan gengur aftur
4.10.2007 | 14:02
Það er alveg með ólíkindum hvað þráhyggjan getur
heltekið suma. Og það mætustu menn eins og ritstjóra
Morgunblaðsins. Dæmi um það er leiðari blaðsins í dag.
Þar er látið af því liggja að Rússland sé orðið fasítiskt
ríki. Og í framhaldi af því er sagt að það hljóti að breyta
afstöðu okkur til Rússlands, og nágranna þeirra í Evrópu
svo og Bandaríkjana. Þá er sagt að hið fasíska ástand í
Rússlandi hljóti að hafa áhrif á ástand mála á Norður-
Atlantshafi ef hernaðarmáttur Rússa haldi áfram að
aukast. Svo er klingt út í leiðaranum með því að segja
að ,,þetta séu hörmuleg tíðindi".
Ef eitthvað er hörmulegt í þessu sambandi eru það
einmitt svona viðhorf sem koma fram í umræddum leið-
ara. Því þau endurspegla meiriháttar rugl. Auðvitað eiga
Rússar margt ógert í sinni þjóðfélagslegri uppbyggingu.
En þegar horft er til þess að þessi þjóð var kúguð nær
alla síustu öld af harðsvífuðustu kommúnistum sem sögur
fara af, er undravert hvað þjóðinni hefur þó vegnað vel
á þessum tiltölulega stutta tíma sem hún hefur notið
frelsis og lýðræðis. Þvert á móti mætti hafa uppi ýmiss ljót
orð um lýðræðið í Bandaríkjunum í dag, þótt þau hafa ekki
mátt þola alræðislegt stjórnarfar eins og Rússar í nær
heila öld.
Sannleikurinn er sá að velgengi Rússa er farin að fara
í tauganar á engil-saxneskum þjóðum og fylgssveinum
þeirra. Rússagrýlan er farin að ganga aftur. Kominn er
tími til að sú grýla verði kveðin niður á Íslandi. Rússar
eru ein af okkar bestu vinaþjóðum. Því eigum við að
stórefla okkar góðu samskipti við Rússa á sem flestum
sviðum. Líka á sviði öryggismála! Þjóðverjar og Rússar
eru þær þjóðir sem við eigum að halla okkur að í framtíð-
inni ásamt frændþjóðum okkar á Norðurlöndum. -
Engil-saxisminn hefur aldrei reynst okkur vel !
Íslenskan. Menntamálaráðherra á hrós skilið
2.10.2007 | 15:36
Vert er að fagna yfirlýsingu menntamálaráðherra á Vísi.is
að litast alls ekki á hugmyndir varaformanns Samfylkingar-
innar og bankastjóra Landsbankans um tvítyngda stjórnsýslu
og að enska verði vinnumál í íslenskum fjármálafyrirtækjum.
Þá ber alveg sérstaklega að fagna þeim ummælum mennta-
málaðráðherra, að mikilvægasta breytingin á stjórnarskrá
Íslands sé að tryggja stöðu íslenskunnar sem ÞJÓÐTUNGU.
Nú er eftir engu að bíða með að Alþingi Íslendinga lögfesti
íslenskuna sem ríkistungumál á Íslandi og komi þeim lögum
inn í stjórnarskrá. Þarna á stjórnarandstaðan eins og Fram-
sókn og Frjálslyndir að koma ráðherra til stuðnings.
Sú atlaga sem gerð hefur verið að íslenskri tungu að undan-
förnu er til háborinnar skammar þeim sem að henni stóðu.
Fremstur þar í flokki fór varaformaður Samfylkingarinnar.
Jafnvel forseti lýðveldisins sá ástæðu til að bregðast við
þessum ótrúlegu árásum við þingsetninguna í gær. Með
ummælum menntamálaráðherra í dag virðist málið ætla að
fá farsæla lausn, enda sjálf íslenska þjóðartilveran í veði.
Forsetinn sér ástæðu til að verja íslenskuna
1.10.2007 | 20:47
Þegar svo er komið, að fortseti Íslands sér ástæðu til
að halda uppi vörnum fyrir þjóðtungu vorri, við setningu
Alþingis Íslendinga, hlýtur honum að vera brugðið. Enda
ekki nema von, þegar helstu auðjöfrar landsins ásamt
varaformanni hérlendra jafnaðarmanna, með stuðningi
málsmetandi klerks úr prestastett, hafa á síðustu vikum
gert beina atlögu að íslenskri þjóðtungu. Forsetinn á
hrós skilið fyrir framtak sitt í dag.
Þingheimur á nú að fylgja orðum forsetans eftir og lög-
festa íslenskuna sem ríkistungumál á íslandi, þ.á.m.
í stjórnarskrá, og það hið snarasta!
Hér með er þeirri áskorun komið á framfæri.
Herra iðnaðarráðherra. Hver er munurinn ?
1.10.2007 | 09:41
Í frétt RÚV er sagt frá því að sveitarstjórnir Langanesbyggðar
og Vopnafjarðar vilja kanna möguleika á atvinnuuppbyggingu
í sveitarfélaginu í tengslum við fyrirhugaða olíuleit á Dreka-
svæðinu fyrir utan Norðurlandi. Allt þetta er mjög gott og
ánægjulegt. Iðnaðarráðherra hefur hefur gefið grænt ljós á
olíuleit á þessu svæði á næsta ári.
En, þá vaknar sú spurning Herra iðnaðarráðherra. Þú vilt
leyfa leit að olíu. Þá viltu væntanlega finna hana. Og þá
villtu væntanlega láta vinna hana. En hvers vegna þá í
ósköpunum viltu þá þá ekki láta HREINSA hana, sbr.
hugmyndir þar um ?
Hver eru rökin ? Hver er munurinn ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)