Bloggfćrslur mánađarins, mars 2007
Unga fólkiđ og STOPPIĐ í Silfri Egils.
25.3.2007 | 15:45
Ţađ var átakanlegt ađ horfa á Silfur Egils í dag
ţ.s fulltrúar stjórnarandstöđunnar opinberuđu
endanlega ţá stöđnun og kreppu sem framundan
er komist vinstriflokkarnir til valda. Fulltrúi Íslands-
hreyfingarinnar skar sig ţar ekki úr heldur ţvert á
móti, eins og búiđst var viđ.
Hugsađi til alls ungs fólks á Íslandi dag, ţessa
kröftugu og menntuđu ungu Íslendinga sem aldrei
hafa kynnst kreppu, eymd og atvinnuleysi. Ţađ
hlýtur ađ hugsa til hryllings ef STOPP-flokkarnir
í stjórnarandstöđunni komist til valda í vor. Alveg
sérstaklega var átakanlegt ađ hlusta og horfa á
fulltrúa Vinstri-grćnna. Ađ svona sósíalískt aftur-
hald og öfgar í umhverfismálum skuli enn vera
til á 21 öldinni á Íslandi er hreint međ ólíkindum.
Enda er fylgi ţeirra nú loks fariđ ađ dala. Ađeins
upphafiđ af meiriháttar fylgistapi ţeirra.
Ungt fólk á Íslandi er kröfugt og framfarasinnađ
og vill áfram hagvöxt og hagsćld eins og veriđ
hefur s.l 12 ár. Ţađ vill land tćkifćra en ekki ţá
stöđnun og kreppu sem augljóslega tekur viđ í
vor ef STOPP-flokkarnir takist ađ fella núverandi
ríkisstjórn.
Vinstri grćnir óábyrgir í ţjóđaröryggismálum
24.3.2007 | 17:19
Hugmyndarfrćđi Vinstri-grćnna er byggđ á
sósíaliskri hugmyndarfrćđi sem er í eđli sínu
MJÖG ALŢJÓĐASINNUĐ. Vinstrisinnuđ róttćkni
sem klárlega er vel viđ líđi í VG, og er ţví í eđli
sínu mjög andstćđ öllum ţjóđlegum gildum og
viđhorfum. Best kemur ţetta fram í afstöđu
Vinstri grćnna til ţjóđaröryggismála. Má jafnvel
halda ţví fram ađ ţar skeri VG sig úr sambćri-
legum pólitískum hreyfingum erlendis međ
ALGJÖRU ÁBYRGĐARLEYSI.! Ţví ţeir hafna öllum
hernađarlegum varnarbúnađi og tala niđrandi til
ţeirra sem vilja efla ýmiss öryggiskerfi međ
eflingu stofnana ţví tengdu. Best kom ţetta
fram viđ brotthvarf bandariska hersins á s.l ári.
Andstađa VG til stofnunar svokallađrar greining-
ardeildar var mjög sláandi.. Ţeir settu sig á
móti ţví ađ Íslendingar kćmu sér upp stofnun
sem hefđi eftirlit međ innra sem ytra öryggi
ríkisins, og gćti haft samvinnu viđ sambćrilegar
stofnanir í vinveittum ríkjum erlendis á jafnréttis-
grundvelli. Ţá er andstađa VG til Nato kunn. Ţví
er fyllileg ástćđa til ađ vara alvarlega viđ ađ slíkur
óábyrgur flokkur í ţjóđaröryggismálum komist til
áhrifa í ríkisstjórn Íslands.
Ađ Ísland verđi eitt ríkja heims berskjaldađ og
varnarlaust er gjörsamlega út í hött. Sú stjórn-
málahreyfing sem ţađ bođar hlýtur ađ teljast mjög
and-ţjóđleg og óábyrg í ţjóđaröryggismálum.
Allir ţjóđlega sinnađir kjósendur hljóta ţví ađ
hafna Vinstri-grćnum í komandi kosningum.
Íslandshreyfing - höll undir ESB?
24.3.2007 | 14:25
Mjög einstakt ađ stjórnmálaflokkur kynnir stofnun
sína án ţess ađ hin pólitíska stefna liggi fyrir í helstu
málaflokkum. Ţetta gerđist hjá Íslandshreyfingunni,
lifandi landi. Afstađa hennar til Evrópumála hefur
t.d ekki veriđ birt formlega.
Komiđ hefur fram í fréttum ađ formađur hennar sé
hallur undir Evrópusambandsađild. Vara-formđur
meira hikandi. Ţriđji ađal-stofnandi hreyfingarinnar
Jakob Frímann er hins vegar eindreginn ESB-sinni.
Ţá vita allir af leyniţrćđi formanns og síđasta
formanni Alţýđuflokksins, sem er einn sterkasti
talsmađur ESB-ađildar á Íslandi.
Íslandshreyfingin er sögđ eiga ađ höfđa til miđ/
hćgrisinnađra kjósanda. Vitađ er ađ innan Sjálf-
stćđisflokks er hópur sem vill skođa ESB-ađild
sem fyrst. Björn Bjarnason dómsmálaráđherra
viđurkenndi ţennan hóp innan flokksins á dögunum,
og sagđi berum orđum ađ flokkurinn myndi klofna ef
samţykkt yrđi ađ Ísland sćkti um ađild ađ Evrópu-
sambandinu. Inn á ţessi grugguđu miđ ćtlar
Íslandshreyfingin augljóslega ađ sćkja.
Svo er ţađ svo aftur umhugsunarefna og jafnvel
skondiđ. Ađ geta bćđi veriđ mikill Íslanadsvinur á
landiđ og náttúri ţess, jafnframt ţví ađ vera til-
búin ađ fórna stórum hluta af fullveldi ţess og
sjálfstćđi, sem sjálfkrafa gerist međ ESB-ađild.
Var einhver ađ tala um pólitískan tvískinnung?
Uppgangur vinstri-öfgamanna uggvćnlegur !
23.3.2007 | 15:25
Og enn birtist ein skođanakönnunin sem sýnir Vinstri-
grćna (VG) í stórsókn. Uppgangur slíks öfgasinnađs
vinstriflokks setur eđlilega ugg ađ mörgum ţeim sem
vilja standa vörđ um áframhaldandi hagsćld og vel-
ferđ í okkar borgaralega lýđrćđisríki. Hvađ veldur
slíkri fylgisaukningu viđ jafn míkinn afturhaldsflokk og
VG er međ öllu óskiljanlegt. Og allra síst í ljósi ţess ađ
á Íslandi hefur ALDREI veriđ eins mikil umsvif, gróska
og uppbygging á öllum sviđum ţjóđlífsins og einmitt
síđustu ár.
Hvađ hafa Vinstri-grćnir bođađ sem réttlćtir slíka
fylgisaukningu? Nákvćmlega EKKERT! Ţvert á móti
hefur ALLUR málflutningur ţeirra á síđustu árum
veriđ sá ađ vera á móti nćr ÖLLU sem hefur leitt úr
lćđingi einn mesta KRAFT allra tíma í íslenzku atvinnu-
lífi, sem aftur hefur svo leitt til ţess ađ ríki, sveitar-
félög og almenningur í ţessu landi hefur ALDREI
stađiđ eins vel og nú. Margir HUNDRUĐU MILLJARĐAR
hafa skilađ sér í ríkiskassann vegna einkavćđingar
ríkisfyrirtćkja og árleg tugmilljarđa skattheimta
ţeirra hefur skilađ sér í ríkissjóđ landsmanna. Menn
geta svo velt fyrir sér EYMDARÁSTANDINU t.d í
velferđarmálunum ef ríkiđ hefđi orđiđ af öllum ţessum
hundruđum milljörđum. Ţá er ótaliđ öll ţau meiriháttar
verđmćti sem skilađ hafa sér í ţjóđarbúiđ vegna
svokallađrar ÚTRÁSAR fyrirtćkja á erlendri grundu
vegna UMBYLTINGAR alls viđskiptalífs í FRJÁLSRĆĐIS-
ÁTT. Gegn ÖLLU ţessu hafa Vinstri grćnir veriđ á
móti og barist hatrćmmt gegn.
Vegna öfgastefnu VG í umhverfismálum er ljóst ađ
landsbyggđin fćri alverst út úr henni ef á sjónarmiđ
Vinstri-grćnna yrđi hlustađ. Stórt stopp á ađ setja á
nćr allt til ađ nýta auđlindir landsins á skynsamlegan
og hagkvćman hátt ađ mati VG. Ţađ ţýđir meiriháttar
kreppu á landsbyggđinni, sem og í ţjóđfélaginu öllu.
Vinstri-grćnir vilja ţannig gera Ísland ađ einu
RAUNVERULEGU BORGRÍKI!
Vinstri-grćnir eru SÓSÍALÍSKUR flokkur og ţví
algjör TÍMASKEKKJA í íslenzkum stjórnmálum á
21 öld. Stóraukin skattheimta og forrćđishyggja er
ţeirra ćr og kýr. Svo miklir vinstrisinnađir róttćk-
lingar ađ ţeir skila meir ađ segja algjöru AUĐU
ţegar fjallađ er um jafn mikilvćgan málaflokk og
ţjóđaröryggismál íslenzku ţjóđarinnar. Bara fyrir
slík ÓŢJÓĐLEG VIĐHORF ćtti slíkur flokkur EKKI
ađ mćlast í skođanakönnunum, hvađ ţá ađ fá fylgi
í kosningum.
Og nú hafa Vinstri-grćnum borist liđsauki til ađ rústa
efnahagslífinu. Svokölluđ Íslandshreyfing, lifand land,
hefur komiđ fram og bođar sömu öfganar og Vinstri-
grćnir. - Dautt land og eymdarlegt ţjóđlíf er klárlega
framundan fái ţessi afturhaldsöfl fótfestu í íslenzkum
stjórnmálum.
Enn eitt STOPP-frambođiđ!
22.3.2007 | 13:15
Í dag verđur tilkynnt um enn eitt STOPP-frambođiđ.
Nú á ađ höfđa til miđ/hćgri-sinnađra kjósenda. Hver
er munurinn á ţví og t.d Vinstri-grćnum ţegar bćđi
frambođin bođa STÓRT STOPP í allri atvinnuuppbygg-
ingu, og nýtingu ţeirra auđlinda sem íslenzk ţjóđ
ţarf á ađ halda til ađ viđhalda blómlegu ţjóđlífi og
hagsćld á komandi árum?
Auđvitađ er enginn munur ţar á!
Ţađ jákvćđa viđ ţetta er ađ stjórnarandstađan
verđur enn sundurleitari hjörđ en áđur og hennar
málstađur enn fráhrindandi framfarasinnuđum
kjósendum sem vilja áfram hagvöxt og öflugt
velferđarţjóđfélag.......
Sundabraut - verkin tala!
21.3.2007 | 21:47
Gott hjá meirihluta borgarstjórnar ađ spila út raunhćfum
kostum ađ gera Sundabraut ađ veruleika sem fyrst. Sýnir
ađ ţađ er framkvćmdasinnađur borgarstjórnarmeirihluti
Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks viđ völd í dag.
Nákvćmlega sömu flokkarnir og hafa stjórnađ landsmálunum
s.l 12 ár, í mesta framfara-og hagvaxtaskeđiđ lýđveldisins.
Er nema von ađ setji ađ manni kaldur hrollur viđ ţá til-
hugsun ađ STÓRU STOPP-FLOKKARNIR komist til áfrifa í
vor? Og enn einn STOPP-flokkurinn á svo ađ koma í
dagsljósiđ á morgun. Aldrei hafa veriđ jafn mikil skörp
skil í íslenzkum stjórnmálum og einmitt nú!
Framtíđarlandiđ? En hvađ međ ÍSLENZKA framtíđ?
21.3.2007 | 11:49
Ći. Vitiđ ţiđ. Finnst ţessi umhverfisumrćđa öll komna
út í öfgar. Og ekki batnar ef einn annar öfgaflokkurinn í
umhverfismálum birtist nćstu daga. Meina. Á hverju
ćtlum viđ eiginlega ađ lifa í framtíđinni? Íslendingar!
Á s.l. 36 árum hafa veriđ byggđ 2 álver. Og ţađ ţriđja er
í byggingu. Ţađ eru nú öll ósköpin. Hvađ hefur flugflotinn
t. d stćkkađ á sama tímabili? Mengar ekki ein stórţota á
viđ eitt álver á ári?
Hef sem venjulegur Íslendingur eiginlega MIKLU MEIRI
áhyggjur af ÍSLENZKRI FRAMTÍĐ í allri ţeirri alţjóđavćđ-
ingu sem nú tröllríđur öllu. Íslenzkri tungu og íslenzkri
ţjóđmenningu. Já Ţađ sem gerir okkur ađ ÍSLENZKRI ŢJÓĐ!
Ekkert af ţessu er sjálfgefiđ í dag ef viđ höldum ekki vöku
okkar. Og hvađ međ okkar SJÁLFSTĆĐI og FULLVELDI?
Eru ekki ýmsar blikur á lofti hvađ ţađ varđar?
Viđ eigum líka einstakt íslenzkt dýraríki. Einhver afturkrćf
lón eđa ósnortin landsvćđi eru EKKERT á viđ ţađ ef ein
ţessara dýrategunda hyrfi yfir móđina miklu úr íslenzkri
jarđvist. Annađ eins hefur nú gerst!
Elskum landiđ okkar og náttúru ţess! Ţurfum ađ fara
gćtilega varđandi nýtingu allra auđlinda. Ađ sjálfsögđu!
En fyrr má nú rota en dauđrota eins og orđrćđan hefur
ţróast ađ undanförnu. - Ţađ er eins og öll skynsemi hafi
fariđ á flakk upp til fjalla hjá ótrúlega mörgum. Ţađ er
eins og vitundin um á hverju viđ lifum og á hverju viđ
ŢURFUM ađ lifa í framtíđinni hafi ţar bara alveg dagađ
uppi! - Skrítiđ!
Viđ ţurfum jú öll ađ bíta og brenna, og á nćringu ađ
halda, ekki satt? Nákvćmlega eins og frćiđ í moldinni......
Morgunblađiđ snuprar loksins Vinstri grćna
20.3.2007 | 17:03
Í leiđara Morgunblađsins í dag eru Vinstri grćnir loksins
snuprarir varđandi hugmyndarfrćđi sína og stefnu eftir ađ
hafa veriđ hampađ í Reykjavíkurbréfi s.l. sunnudag. Gott er
ađ Morgunblađiđ er smá ađ rámka viđ sér varđandi uppgang
vinstrisinnađra öfgamanna í íslenzkum stjórnmálum.
Morgunblađiđ spyr ýmissa grundvallaspurninga varđandi
STOPP-stefnu Vinstri-grćnna og er bersýnilega ađ átta
sig á hvađ er í vćndum fái Vinstri grćnir ţađ mikla fylgi
sem ţeim er spáđ. ,,Hvernig ćtlar flokkurinn t.d ađ
tryggja áframhaldandi atvinnuuppbyggingu og hagvöxt á
Íslandi? Hvernig ćtlar hann ađ standa undir ţeim stór-
auknu útgjöldum til velferđamála sem hann bođar?" spyr
Morgunblađiđ.
Ţá bendir Mbl á áform VG um hćkkun skatta, stóriđju-
stopp, og ţađ ađ ,, flokkurinn hefur líka horn í síđu
ţeirrar atvinnugreinar, sem lagt hefur einna mest til
verđmćtasköpunar á Íslandi undanfarin ár og stendur
međ skattgreiđslum sínum undir t.d framlagi ríkisins til
allra háskóla landsins. Ţetta er fjármálageirinn, sem
ţingflokksformađur VG vildi helst ađ fćri úr landi ,,fyrir
meiri jöfnuđ og félagslegt réttlćti." segir í leiđara
Mbl.
Ţá fjallar Mbl um VG sem forsjárhyggjuflokk, tortryggni
á einkaframtakiđ almennt og yfirleitt, móti EES og Nato,
og segir ,,VG er líklega á móti fleiru en flokkurinn er međ".
Ţađ er gott ađ borgarasinnuđ og frjálslynd öfl séu nú
loks farin ađ sjá fram á STÓRA-RAUĐA-STOPPIĐ í vor,
ef fram heldur sem horfir, og ađ vinstrisinnađur öfga-
flokkur eins og VG er nái hér kverkataki á íslenzku
atvinnulífi, sem klárlega mun leiđa til meiriháttar stöđn-
unar og kreppu á komandi árum.
Viđ ţví ţarf nú ađ bregđast, og ţađ af festu!
Íraksstríđiđ herfileg mistök!
19.3.2007 | 16:45
Fjögur ár eru í dag frá ţví ađ Bandaríkjamenn og
fylgissveinar ţeirra réđust inn í Írak. Alltaf er ađ koma
betur og betur í ljós hversu herfileg misstök ţessi
innrás var. Slćmt var ástandiđ í Írak fyrir, en marg-
fallt verra er ţađ í dag og fer versnandi.
Ţađ voru sömuleiđis herfileg mistök ađ Ísland
hefur veriđ bendlađ viđ ţetta stríđ. Verst er ţó ađ
sumir vilja ekki viđurkenna ţađ. Oftar en ekki eru
ţađ blindir skósveinar Bandaríkjamanna, og
hefur EKKERT međ vinstri eđa hćgri ađ gera.
Ţađ er eins og sumir haldi ađ ţađ ađ vera and-
stćđingur bandariskrar heimsvaldastefnu ţurfi
mađur ađ vera vinstrisinni. Slík rökhyggja er út
í hött. Ţess vegna er ţađ alveg furđulegt hvađ
t.d sjálfstćđismenn margir hverjir reynist erfitt
ađ viđurkenna Íraksstríđiđ sem meiriháttar mis-
tök, og stuđningur Íslands viđ upphaf ţess
sömuleiđis.
Skörp pólitísk skil í Silfri Egils
18.3.2007 | 15:04
Í Silfri Egils í dag komu fram skörp skil í íslenzkum
stjórnmálum. Annars vegar vinstri blokkin međ Vinstri
grćna og Samfylkingu, og hins vegar hin borgaralega
sinnađa blokk miđ/og hćgri flokka Framsóknar og Sjálf-
stćđisflokks. Augljóst er ţví ađ valiđ milli ţessara
blokka stendur í ţingkosningunum vor.
Ánćgjulegast var sú yfirlýsing Sivjar Friđleifsdóttir
heilbrigđisráđherra um ađ fái Framsóknarflokkurinn
ásćttanlegt brautargengi í vor vćri ţađ skýr skilabođ
frá ţjóđinni um óbreytta ríkisstjórn. Fyrir okkur sem
viljum áframhaldandi hagvöxt, framfarir og öflugt
velferđarkerfi er ţví mikilvćgt ađ Framsóknarflokkurinn
fari ađ ná vopnum sínum, ţví annars er ríkisstjórnin
fallin, og viđ tekur vinstristjórn međ hörmulegum
afleiđingum.
Í sama ţćtti Egils var afar athyglisvert viđtal viđ
Víglund Ţorsteinsson ţar sem hann varađi mjög viđ
ţví stóra stoppi sem stjórnarandstađan bođar viđ
ađ virkja auđlindir okkar. Viđ blasir stöđnun, sem
síđar leiđir til samdráttar, atvinnuleysis og verđ-
lćkkun fasteigna. Sem sagt, kreppa, eymd og volćđi
blasir viđ í íslenzku samfélagi ef STOPP-flokkarnir
komast til valda. Í raun er samdráttur ţegar hafinn
sagđi Víglundur.
Ţví er mikilvćgt ađ allt frjálslynt og borgarasinnađ
fólk standi saman viđ ađ verja ríkisstjórnina falli.
Hiđ borgarasinnađa Morgunblađ hefur algjörlega
brugđist í ţeim efnum. Nú síđast í Reykjavíkurbréfinu
í dag ţar sem Vinstri-grćnum er meiriháttar hampađ
og ríkisstjórnin sögđ fallin. Hvađ Morgunblađinu
gengur til međ slíkum undarlegum skrifum er međ
öllu óskiljanlegt.
Ţađ eru ţví spennandi tímar framundan í íslenzkum
stjórnmálum enda hafa hin pólitísku skil aldrei veriđ
skýrari en einmitt nú.