Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Jón Ásgeir með ESB-glýu
15.2.2008 | 20:43
Í Fréttum stöðvar 2 í kvöld var sagt frá viðtali við Jón
Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformanns Baugs, sem á
að birtast í heild sinni á hádegisviðtali Markaðarins á
Stöð 2 n.k mánudag. Þar segir m.a Jón. ,, Það er hægt
að stinga höfðinu í sandinn. Það er langtímasjónarmið
fyrir ríkið að skoða alvarlega aðild að Evrópusambandinu.
Ef það gerist eiga bankarnir framtíð á Íslandi."
Vert er að vekja athygli á að þessi skoðun Jóns Ásgeirs
gengur þvert á skoðun t.d Björgólfs Thors fyrir skömmu.
Þvert á móti taldi hann mikinn kost að Ísland lokaði sig
ekki af innan Evrópusambandsins. Tækifæri Íslands væru
margfallt fleiri og betri utan sambandsins en innan.
Jón Ásgeir hefur ávalt verið hliðhollur Evrópusambandinu.
Telur raunar að allt sé falt, jafnvel fullveldi Íslands og sjálf-
stæði. Svo er raunar alls ekki. - Enda var Jón helsti hvata-
maður að því að Samfylkingin kæmist í ríkisstjórn. Og tókst
það. Því miður !
Danir verja vestræn gildi
15.2.2008 | 13:08
Danir eiga hrós skilið fyrir að verja GRUNNÞÁTT vestrænna
gilda, sem er TJÁNINGAR- og SKOÐANAFRELSI. Eigum og
megum ALDREI veita neinn afslátt á þessum grunnþætti,
hverjir svo sem eiga í hlut. Mótmæli öfgafullra íslamista
í Islamaband í morgun er móðgun við þessi vestrænu
grunngildi. Að brenna danska fánann er meiriháttar
lítilsvirðing gagnvart okkur Vesturlandabúum. Því er
mikilvægt að Danir fái fullan stuðning okkar. Öfgafullum
skoðanakúgurum verði það ljóst að þetta er eitt af því
sem við munum ÆTÍÐ standa vörð um, TJÁNINGAR-OG
SKOÐANAFRELSIÐ.
Skopmyndum mótmælt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Yfirlýsing Guðna um Helguvík vanhugsuð
15.2.2008 | 00:29
Með tilliti til fyrirsjáanlegs mikils samdráttar í efnahagsmálum
þjóðarinnar á næstu misserum, að stórum hluta vegna fram-
taksleysis núverandi ríkisstjórnar, á að sjálfsögðu að styðja
uppbyggingu álvers í Helguvík. Hún gæti hafist strax í næsta
mánuði, og myndu falla mjög vel að þróun efnahagsmála næstu
ára. Enda hvetja Samtök atvinnulífsins mjög til þess í ljósi þess
mikla samdráttar sem spáð er að verði. Samdráttar, sem Sam-
fylkingin ber höfuð ábyrgð á vega afturhaldsviðhorfa sinna í
atvinnumálum þjóðarinnar.
Yfirlýsing Guðna Ágússtonar formanna Framsóknarflokksins á
Alþingi í dag að bíða ætti með þessar nauðsynlegu framkvæmdir
í Helguvík kom því á óvart. Ekki verður sú yfirlýsing til að auka
fylgi flokksins á höfuðborgarsvæðinu og nærliggjandi sveitarfélög-
um. Svo mikið er víst. Álver í Helguvík á alls ekki að hafa neikvæð
árif á álver við Húsavik.
Því er yfirlýsing Guðna vanhugsuð, svo ekki sé meira sagt....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skrílslætin í Kaupmannahöfn óskiljanleg
14.2.2008 | 20:59
S.l nótt urðu mikil skrílslæti í Kaupmannahöfn. Öllum er
enn í fersku minni skrílslætin þar í fyrra. Nú virðist sömu
skrílslætin ætla að endurtaka sig, og hafa Kaupmanna-
hafnarbúar verið varaðir við áframhaldandi ólátum í nótt.
Sérstaklega í hverfum á Norðurbrú.
Maður spyr sig hvers vegna þetta er að endurtaka sig
svona aftur og aftur? Var þessi anarkistahópur ekki upp-
rættur í fyrra? Er Kaupmannahafnarlögreglan um megn að
halda uppi lögum og reglu í Kupmannahöfn? Virðist ekki ráða
við mög afmarkaða stjórnleysingjahópa og tiltölulega fáa
vinstrisinnaða róttæklinga. Látið er að því liggja að uppþotin
tengist birtingu myndanna af Múhammeð spámanni. Þess þá
heldur !!!
Hvað er að eiginlega gerast í Kaupmannahöfn ?
Viðbúnaður í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stöndum vörð um íslenzka ákvæðið !
14.2.2008 | 00:32
Það er gjörsamlega óþolandi ef Samfylkingin á að ráða
því að Íslendingar hafi ekki óskoruð yfirráð yfir eigin
orkulindum í framtíðinni. Í Morgunblaðinu í gær segir
Pétur Reimarsson forstöðumaður hjá SA, ,,að það sé
mjög mikilvægt að menn haldi til haga árangri Íslands
í loftslagsmálum sem íslenzk stjórnvöld fengu viður-
kenndan í samningaferlinu að Kyoto-samkomulaginu
1995-97 varðandi nýtingu endurnýjanlegrar orku og
hið svokallaða íslenzka ákvæði".
Fyrir liggur að Samfylkingin og umhverfisráðherra
eru andvíg að íslenzka ákvæðið verði endurnýjað.
Pétur segir að í dag sé í reynd alþjóðlegur pottur
útstreymisheimilda sem ríki geta sótt í ef einhver til-
tekin verkefni uppfylla skilyrði sem sett eru. Mjög
mikilvægt sé að árangur sá sem Íslendingar hafa
náð verði viðurkenndur áfram, vegna þess að það
tryggi að menn geti haldið áfram að nýta hér endur-
nýjanlegar orkulindir eins og það samræmist umhverf-
is og efnahagslífinu að öðru leyti, án þess að reka sig
upp undir eitthvert þak. Þetta verði kleift á svipaðan
hátt og önnur ríki geta flutt út sínar orkulindir í formi
olíu, kola eða gass. ,, Við höfum engan annan mögu-
leika en breyta okkar orkulindum í einhverjar afurðir
sem fluttar eru út" segir Pétur.
Forsætisráðherra hefur sagt það skoðun sína að Ís-
land eigi að sækja um áframhaldandi undanþágu, enda
um mikla þjóðarhagsmuni að ræða. Alveg dæmigert um
sósíaldemókratanna í Samfylkingunni að vilja ætíð
standa gegn slíkum íslenzkum hagsmunum.
Tími er því til kominn að slíkum flokki verði refsað og
úthýsst til áhrifa í íslenzkum stjórnmálum. Og það til
langframa!
Árni Matt ögrar Samfylkingunni
13.2.2008 | 21:11
Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra ögrar heldur betur
Samfylkingunni í dag og segir erlendar fjárfestingar á
Íslandi gefa jákvæð skilaboð um íslenzkt hagkerfi og
efnahagslíf. Því sé tímasetning framkvæmda við álver
Í Helguvík MJÖG HEPPILEG. Kom þetta fram í kvöld-
fréttum útvarps.
Árni bætti við að auk þess telja menn almennt að það
dragi saman í efnahagslífinu og því munu framkvæmdir
hafa jákvæð áhrif í heild. Árni Sigfússon bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, sagðist í hádegisfréttum Útvarpsins
gera ráð fyrir að framkvæmdir við nýtt álver í Helguvík
geti hafist í næsta mánuði. Allt sé að verða klappað
og klárt. Þá hafa Samtök atvinnulífsins eindregið hvatt
til byggingar álvers í Helguvík.
Það eina sem strandar á er Samfylkingin. Umhvers-
stofnun hefur legið á starfsleyfi fyrir álver í Helguvík í
2 mánuði. Umhverfisráðherra ætlar augsýnilega að
þæfa málið von úr víti, því hún er andvíg málinu.
Í leiðara Morgunblaðsins í dag er spurt eftir stefnu
ríkisstjórnarinnar í málinu. Enn einu sinni er ríkisstjórn-
in þverklofin í stórmáli.
Það voru mikil mistök að hleypa hinni afturhaldssömu
Samfylkingu inn í ríkisstjórnina. Hún hefur komið í veg
fyrir áframhaldandi hagvöxt, og nú er svo komið að
beinlínis kreppa blasir við þjóðinni ef fram heldur sem
horfir. Vonandi eru sjálfstæðismenn aðeins farnir að
rumska hvað þetta varðar, og ætla vonandi að fara
að taka af skarið. Ummæli fjármálaráðherra mega
vonandi skoðast í því ljósi..
Erlendur skýri stefnu sína sjálfur
13.2.2008 | 17:09
Það er vægast sagt kátbroslegt þegar formaður Viðskiptaráðs
Erlendur Hjaltason, segir að stjórnvöld verða að vera skýr þegar
kemur að ákvörun um hvort taka beri upp evru á Íslandi. En hvað
með hann sjálfan? Vill hann ganga í Evrópusambandið? Og ef
svo er, hvers vegna í ósköpunum segir hann það þá ekki heint út?
Því frumforsenda þess að taka upp evru er að ganga í Evrópusam-
bandið. Meir að segja sjálfur seðlabankastjóri evrópska seðlabank-
ans fullyrðir það. Og nú síðast í dag á þessu sama Viðskiptaþingi
sem Erlendur helt tölu sína, lýsti Jurgen Stark, stjórnarmaður í evróp-
ska seðlabankanum því yfir skýrmerkilega, að Evrópusambandið væri
EKKI fylgjandi einhliða upptöku evru. Síkt gæti haft slæmar afleið-
ingar fyrir ESB og landið sem ætti í hlut.
Þegar menn stiga á stokk og þenja sig út verða þeir að gera það
með þeim hætti að skiljanlegt er og að mark sé á takandi.........
Mun vitlegri kostur er hins vegar að athuga hvort ekki sé orðið
tímabært að endurskoða það að gegngisskráning krónunar verði
áfram algjörlega fljótandi. Binda hana t.d við ákveðna myntkörfu
eða ákveðinn gjaldmiðil með ákveðnum frávikum.
Gleymum svo ekki að í öllu umrótinu á erlendum fjármálamörkuðum
hafa hinir ýmsu gjaldmiðlar þ.á.m hinir stærstu sviflast upp og niður.
Krónan er ekki sér á báti hvað það varðar. Og gleymum svo ekki
heldur því mikilvæga. Ef að um allt þrýtur og virkileg peninga- og
efnahagsleg heimskrísa eða kreppa skapis, væri það þá ekki meiri-
háttar styrkleiki AÐ RÁÐA YFIR EIGIN GJALDMIÐLI? Geta stýrt
honum miðað við ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR, sem við gætum hins
vegar ALLS EKKI með erlendan gjaldmiðil.... Því með eigin gjald-
miðil geta íslenzk stjórmvöld alltaf gripið inn í á hættutímum og
ákveðið gengisskráninguna miðað við ÍSLENZKA HAGSMUNI.
Allt of margir virðast horfa fram hjá þessum mikilvæga hlut þegar
rætt er um að taka upp erlendan gjaldmiðil.
Kallar eftir skýrri evrustefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Broslegt og kjánalegt hjá fulltrúum Samfylkingar
12.2.2008 | 00:27
Það er hálf broslegt sem kom fram í Fréttablaðinu í
gær að sumt Samfylkingarfólk hafi sagt upp Mogganum
út af ritstjórnarskrifum blaðsins. Haft er eftir forstöðu-
manni áskriftardeildar Moggans, að þetta hafi þó haft
hverfandi áhrif á fjölda áskrifenda. Og í lokin segir hann.
,, Og ég ætla nú að fylgjast með því hvort þau Dagur og
Oddný komi ekki aftur til okkar fljótlega, því ég held að
enginn geti verið í stjórnmálum án þess að lesa Morgun-
blaðið eins og önnur blöð".
Raunar vissi maður að Oddný hafði sagt upp Mogganum
um daginn. Hún upplýsti það sjálfí í Silfri Egils. En að Dagur
B Eggértsson hefði fylgt í kjölfarið hefði manni aldrei dottið
í hug. Hafði aldrei vitað að sá ágæti maður gæti borið í
brjósti slíka pólitíska heift. Já og þá pólitíska heimsku!
Þetta er ekki bara broslegt og kjánalegt. Þetta segir svo
ótal margt um viðkomandi. Að fólk í stjórnmálum nútímas
sem vill vera vel upplýst um flesta hluti samtímas, og vill
þar af leiðandi láta taka sig alvarlega, skuli haga sér svona
barnalega og detta í slíkan pytt, er með hreinum ólíkindum !
Svo ekki sé svo nefnt á allt umburðarlyndið!
Hanna Birna átti að taka við
11.2.2008 | 17:22
Auðvitað átti niðurstaða borgarstjórnarflokks Sjálf-
stæðisflokksins í dag að vera sú að Vilhjálmur axlaði
fulla pólitíska ábyrgð í REI-hneykslinu og segði af sér,
og Hanna Birna Kristjánsdóttir tæki við, og yrði næsti
borgarstjóri eftir rúmt ár. Þannig hefði málið verið gert
upp svo að bærileg sátt hefði getað myndast meðal
borgarbúa. Þá hefði með slíkri afgreiðslu auk þess
skapast nýtt pólitískt landslag sem heði getað styrkt
núverandi meirihluta, hugsanlega með innkomu fleiri
að honum, eins og víkið er að í písli mínum hér á undan.
Því miður var raunin allt önnur. Og raunar afleit
niðurstaða. Sem sýnir hversu ágreiningurinn er orðinn
mikill innan Sjálfstæðisflokksins, og hversu veik nú-
verandi flokksforysta er. Það að formaðurinn skuli ekki
treysta sér til að segja af eða á um stuðning sinn við
núverandi oddvita flokksins í Reykjavík sem væntan-
legan borgarstjóra er með hreinum ólíkindum.
Vandræðagangurinn innan Sjálfstæðisflokksins mun
því halda áfram. Eflaust smjörþefurinn af því sem koma
skal.......
Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hanna Birna taki við - Nýtt pólitískt upphaf?
11.2.2008 | 00:16
Án þess að vera kunnugur innanflokksmálum Sjálfstæðis-
flokksins virðist það hins vegar blasa við að Hanna Birna
Kristjánsdóttir leysi Vilhjálm af og það þegar í stað. Ella
mun vandræðagangurinn innan Sjálfstæðisflokksins vaxa
dag frá degi og endað með meiriháttar klofningi. Því aug-
ljóst er að dagar Vilhjálms eru taldir sem oddvita Sjál-
stæðisflokksins í Reykjavík. Slíkt var klúður hans í öllu REI-
málinu frá upphafi til dagsins í dag. Klúður sem hann VERÐ-
UR að axla pólitiska ábyrgð á AÐ FULLU!
Hanna Birna kemur næst Vilhjálmi í röðinni og því eðlilegt
að hún taki við borgarstjórnarflokknum og sem borgarstjóri
þegar tími Ólafs rennur út. Hún hefur sýnt það og sannað
að vera trúverðugur og traustur stjórnmálamaður, einmitt
sem Sjálafstæðisflokkurinn þarf á að halda í dag. Styrk sinn
sannaði hún rækilega í Ráðhúsinu fyrir skömmu þegar upp-
vöðsluskríll ætlaði að hefta framgang lýðræðisins við síðustu
borgarstjórnaskipti.
Í kjölfarið á innkomu Hönnu Birnu gætu ýmsir pólitískir at-
burðir farið af stað. Alls ekki er víst að svokallaður Tjarn-
arkvartett haldi. Gleymum því ekki að í upphafi þessa kjör-
tímabils var það Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur
sem mynduðu meirihluta borgarstjórnar. Hver er komin til
að segja að innkoma Framsóknar í borgarstjórnarmeirihlut-
ann sem nú situr sé óhugsandi? Aðstæður munu gjörbreyt-
ast komi nýr leiðtogi Sjálfstæðisflokksins til sögunar. Þá
hafa orðið leiðtogaskipti hjá borgarstjórnarflokki Framsókn-
ar. - Því augljóst er að Samfylkingin og Vinstri-grænir ætla
sér að misnota Framsóknarflokkinn í valdabaráttu sinni.
Sú pólitíska misnotkun gekk næstum af Framsóknarflokknum
dauðum í 12 ára R-listasamstarfi. Varla er það áhugavert
hjá Framsókn að endurtaka þann pólitíska hrylling aftur?
Sá sem þetta skrifar hefur löngum hvatt til þess að hin
þjóðlegu borgaralegu öfl á Íslandi vinni og standi saman
í íslenzkum stjórnmálum. Myndi pólitíska blokk til sjávar
og sveita og borgar. Aðkoma Sjálfstæðisflokks, Framsókn-
ar og Frjálslyndra að borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík
nú í gjörbreyttu pólitísku landslagi gæti þannig orðið upp-
hafið að slíku samstarfi, og það til frambúðar. Og það ekki
síst á landsvísu!!!
Pólitísk staða Vilhjálms rædd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)