Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Sósíalistar tapa fylgi á Spani
10.2.2008 | 21:44
Ánægjuleg frétt á RÚV í kvöld að sósíalistar tapa fylgi á
Spáni skv nýrri skoðanakönnun. Af vísu ekki miklu. Að
sama skapi vinnur Lýðflokkurinn á, kominn með 38% á
móti 41% sósíalista. Þingkosningar verða á Spáni 9
maí n.k
Athygli vekur að í fréttinni er sagt, að fylgið við Lýð-
flokkinn fór starx upp á við eftir að hann kunngerði
fyrirætlanir sínar um að herða innflytjendalöggjöfina,
og krefjast þess af innflytjendum að þeir undirrituðu
samning um að VIRÐA SPÆNSKA SIÐI OG VENJUR, og
að herða reglur um að íslamskar konur notuðu ekki
blæjur. - En það sem mesta athygli vekur að könnunin
sem bitist í El Pais í dag sýnir að 56% Spánverja styðji
þessar hugmyndir Lýðflokksmanna nú þegar.
Svo virðist sem Evrópubúar séu í auknu mæli að vakna
upp við það að standa vörð um sín þjóðlegu og vestrænu
gildi...
Og er það vel !
Framsókn getur ekki múlbundið sig Tjarnarkvartetti
10.2.2008 | 14:45
Yfirlýsingar oddvita Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna
í Silfri-Egils að fyrrverandi meirihluti myndi sjálfkrafa taka
við ef núverandi borgarstjórnarmeirihluti spryngi hljóta
að teljast á veikum grunni byggðar, svo ekki sé meira
sagt. Í pólitík getur allt gerst, eins og dæminn sanna úr
borgarstjórn Reykjavíkur síðustu misseri. Og í ljósi alls
þess sem á undan er gengið væri það nánast pólitískt
sjálfsmorð fyrir Framsóknarflokkinn, ef hann fyrirfram
færi að tryggja pólitíska valdaframtíð Samfylkingarinnar
og Vinstri-grænna í einskonar R-lista módeli. Módeli sem
nánast þurrkaði Framsóknarflokkinn út á höfuðborgar-
svæðinu eftir 12 ára setu í síku hræðslubandalagi vinstri-
manna.
Í borgarstjórnarpólitíkinni virðst þver á móti allt geta
gerst. Alversta yrði á fá enn eina villuráfandi og stefnu-
lausa vinstristjórnina yfir sig.. Sú fyrri í 100 daga var
degi of míkið........
Ekki ástæða til að ræða við Vilhjálm og Björn Inga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Furðufrétt RÚV um ESB-umræðuna í Noregi
10.2.2008 | 00:55
Hún er vægast sagt furðuleg frétt RÚV í kvöld um Evrópu-
umræðuna í Noregi. Þar er sagt að NÝTT LÍF sé hlaupið í ESB-
umræðuna í Noregi af ótta við að slök staða íslenzku krón-
unnar NEYÐI Íslendinga til að ganga í ESB. En svokölluð
námsstefna (já námsstefna) var í Ósló í gær um stöðina
í Evrópumálum, en samtök norskra Evrópusinna boðuðu
til námsstefnunar. Fulltrúi Samfylkingarinnar var þar að
sjálfsögðu á skólabekk og hafði framsögu, Árni Páll Árna-
son þingmaður og fulltrúi í utanríkismálanefnd.
Hvernig í ósköpunum getur verið að NÝTT LÍF sé að fæðast
í ESB-umræðuna í Noregi. þegar síðustu skoðanakannanir
hafa ALDREI sýnt eins mikla andstöðu við Evrópusambands-
aðild meðal Norðmanna? Skv könnun norska ríkisútvarpsins
28 jan s.l voru 61% Norðmanna andvígir aðild en einungis
39% fylgjandi af þeim sem tóku afstöðu. Þetta kallast hjá
RÚV að NÝTT LÍF sé að færast í Evrópuumræðuna í Norgegi.
Kannski vegna þess að Árni Páll mætti á staðinn ?
Hvers konar fréttaflutningur er þetta hjá RÚV eiginlega ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Oddvitarnir axli fulla ábyrgð
9.2.2008 | 21:01
REI-klúðrið og REI-hneykslið er loks komið að endalokum.
Aðalkrafan er að oddvitar þeirra flokka sem stóðu að klúðrinu
og hneykslinu taki á sig hina pólitísku ábyrgð AÐ FULLU og
segji af sér störfum í borgarstjórn og öllum öðrum trúnaðar-
störfum í þágu Reykjavíkurborgar.
Oddviti Framsóknarflokksins hefur sagt af sér og yfirgefið
stjórnmálin. Fyrir það ber að virða. Nú er komið að oddvita
Sjálfstæðisflokksins. Afsögn hans er óumflýanleg! Ekki síst
í ljósi atburða síðustu daga.
Eftir hverju er beðið?
REI - ætlar Sjálfstæðisflokkurinn ekki að axla ábyrgð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vill tyrkneska skóla í Þýzkalandi
9.2.2008 | 00:33
Í RÚV-fréttum í kvöld segir frá því að forsætisráðherra
Tyrklands, Erdogan, hafi á fundi sínum í dag með Angelu
Merkel, kanslara Þýzkalands, farið fram á að kennt yrði í
tyrknesku í sumum grunn-og framhaldsskólum Þýzkalands.
Tvær og hálf milljón Tyrkja búa nú í Þýzkalandi. Stærsti hluti
þeirra talar aðeins tyrknesku, og lendir því utangarðs í skóla-
kerfinu. Neitar sem sagt að aðlagast þýzku samfélagi. Enda
sagðist líka Erdogan í dag styðja samlögun en EKKI AÐLÖGUN.
Í fréttinni kom fram að hugmynd Erdogans hafa vægast
sagt verið fálega tekið af þýzkum stjórnvöldum. Enda má
segja um gróflega íhlutun í þýzk innanríkismál sé að ræða.
Og raunar óforskömmuð beiðni hafandi í huga hvernig tyrk-
nesk stjórnvöld hafa ætíð kúgað og lítilsvirt kúrdenska minni-
hlutan í Tyrklandi. Þjóðarbrot sem á skýlausan þjóðarrétt til
sjálfsstjórnar yfir sínum málefnum í Kúrdahéruðum Tyrklands,
þar á meðal að tala og nota sitt indóevrópska móðurmál í
skólum Kúrda. Sem tyrknesk stjórnvöld hafa BANNAÐ.
Alltaf að koma betur og betur í ljós hvað Tyrkland á í raun
ENGA samleið með vestrænum samfélögum. Enda mikil and-
staða innan Evrópusambandsins um aðild Tyrklands af því.
Skiljanlega !
Öfga-íslamistar ætla að ráðast á Þýzkaland
8.2.2008 | 16:25
Þýska leyniþjónustan hefur komist að því að al-Qaeda er að
undirbúa árás á Þýskaland. Enginn virðist óhultur lengur fyrir
þessum öfgafulla íslamistaliði. Þökk sé árvökum leyniþjónustum
að koma upp um slík hryðjuverkaáforn, og helst að uppræta
þetta glæpahyski áður en það kemur ódæðisverkum sínum í
framkvæmd.
Það er sorgleg einfeldni höfunda bókarinnar" Íslam með af-
slætti" sem kom út herlendis fyrir s.l jól að halda því fram að
vesturheimi stafi engri ógn af Íslam. Allt slíkt væri órökstuddur
hugarburður hægri-öfgamanna. - Slíkur málflutningur dæmir
sig sjálfur, eins og dæmin sanna hvað eftir annað. - Enda
slíkur málflutningur klárlega ættaður úr herbúðum vinstri-öfga-
manna.
Vilja ráðast á Þýskaland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Malmö múslímsk bráðlega
8.2.2008 | 00:34
Í kvöldfréttum RÚV var sagt frá því að Málmö í Svíþjóð
verði bráðlega fyrsta borgin á Norðulöndum þar sem mús-
limar verði fleiri en kristnir. Af 280.000 íbúum Malmö eru
rúm 60.000 íslamstrúar og fjölgar mjög hratt, þannig að
eftir 2-3 áratugi verða þeir komnir í meirihluta. Þar er
elsta moska Norðurlanda, 24 ára gömul.
Í fréttinni segir að þar sé líka rekinn múslimskur sóli, sér-
stök heilsugæsla fyrir múslima, og sérstakt fræðslusetur
fyrir íslam. Itrekað hafa verið unnin skemmdarverk á mosk-
unni. Árið 2003 eyðilagðist stór hluti hennar í eldi. Ekki er
enn vitað um eldsupptök. Þannig að all útlit er fyrir að litil
sátt sé um bygginguna. Enda segir í frétt RÚV að mörgum
stendur ógn af henni, þó svo að fjöldi múslima finnist hún
ekki nógu bókstafleg í trúarfestunni.
Þá segir RÚV að fyrir utan þessa stóru mosku í Malmö séu
20 aðrar, og fari fjölgandi.
Árið 2000 var ríki og kirkja aðskilin í Svíþjóð. Göran Person
fyrrv. forsætisráðherra Svíþjóðar segir í endurminningum
sínum að það hafa verið eitt af pólitískum mistökum sínum.
Hvað verður í Svíþjóð eftir 20-30 ár ? Verður þá krossinn
fjarlægður úr sænska þjóðfánanum? Verða þá múslimar ekki
þá orðnir svo fjölmennir að þeir muna gera kröfu til þess?
Að sænsk lög verði sniðin að ÞEIRRA siðum og venjum ?
Þessa dagana liggur fyrir frumvarp menntamálaráðherra
að úthýsa kristnum gildum úr grunnskólum Íslands.
Upphafið að undanhaldinu hér ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Rússar hafa áhyggjur af Íran. Eðlilega!
7.2.2008 | 00:51
Utanríkisráðherra Rússa lýsti í gær yfir áhyggjum sínum
yfir eldflaugaskoti Írana. Segir hann að skotið veki upp
grunsemdir um að lítt sé að marka staðhæfinga þeirra
um að þeir stefni ekki að þróun kjarnorkuvopna.
Auðvitað munu Rússar skipa sér í sveit vestrænna þjóða
þegar á hólminn kemur gagnvart þeirri ógn sem heimurinn
stafar af öfgafullum íslamistum út um allar trissur. Í Íran
voru í gær tvær systur dæmdar til dauða (sbr. Bylgjufréttir
í gærmorgun) út af einhverjum minniháttar málum. Hæðsti-
réttur Írans dæmdi þær systur til dauða. Og ekki bara það!
Þær skyldu grýttar til dauða. Já GRÝTTAR TIL DAUÐA. Þvílík
grimmd, og að slíkir hlutir skuli geta gerst nú í byrjun 21
aldar. -
Svo eru sumir þjóðhöfingjar úr vestrinu að heimsækja
slíka böðla. Og það ekki fyrir margt löngu. Þvílík skömm!
Og Smán!!!!!!!!!
Eldflaugaskot Írana veldur Rússum áhyggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rei-klúðrið pólitískt hneyksli !
6.2.2008 | 20:51
Skýrsla stýrishópsins sem fjallaði um REI-málið sýnir og
sannar hversu pólitíkst hnyksli það var frá upphafi til enda.
Alveg fáránlegt að slíkt og annað eins skuli hafa geta gerst.
Oddvitar þeirra tveggja flokka sem þá fóru fyrir þáverandi
meirihluta áttu að axla fulla ábyrgð strax, segja af sér, og
hætta afskipti af stjórnmálum. Það hefur annar þeirra raunar
gert, Björn Ingi Hrafnsson. Það á Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson nú
einnig að gera. - Alla vega er óhugsandi að hann taki við
starfi borgarstjóra öðru sinni í ljósi þessarar svörtu skýrslu.
Svo míkið er víst !
REI skýrslan áfellisdómur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dæmi um lýðræðisást ESB-sinna
6.2.2008 | 11:14
Í frétt 24 stunda í dag er sagt frá því að systurflokkur
Samfylkingarinnar á Íslandi, breski Verkamannaflokkurinn,
íhugi nú að beita fjóra þingmenn sína agaviðurlögum vegna
þess að þeir voguðu sér að vinna að því að Lissabon-sáttmáli
ESB yrði borinn undir þjóðaratkvæði í Bretlandi. Þvert á vilja
forsætisráðherra og formanns Verkamannaflokksins, Gordons
Browns. Vilja þingmenninir kanna hug Breta með því senda
spurningalista til hálfrar milljónar kjósenda, þ.s spurt verður
hvort fólk sé hlynnt því að Lissabon-sáttmálinn verði settur
í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þarna er bara enn eitt lítið dæmi sem tengist ,,lýðræðisást"
ESB-sinna þegar kemur að því hvort fólk hafi um það eitthvað
að segja hvernig ESB virkar, þróast, og stjórnast. Og ef svo
slysalega vill til að fólk fái um slíka hluti að segja, og að sú
niðurstaða sé Brussel-valdinu ekki þóknarlegt, þá er bara
kosið aftur og aftur og aftur þar til hin ásættanlega niður-
staða er fengin fyrir Brussel.......... Svo einfalt er þetta ESB-
lýðræði nú sem m.a Samfylkingin lofar í bak og fyrir.......
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)