Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Skotar kvarta sáran undan sjávarútvegsstefnu ESB
9.3.2008 | 01:26
Athyglisvert viðtal birtist í Mbl í gær við Alyn Smith sem
hefur setið á Evrópuþinginu, en hann er meðlimur í Skoska
Þjóðarflokknum. Hann flutti erindi á ráðstefnu utanríkismála-
nefndar og fastanefndar ESB um Evrópumál í fyrradag.
Alyn Smith segir um sjávarútvegsstefnu ESB. ,,ÞETTA ER
Á VISSAN HÁTT POLLÝÖNNUSTEFNA OG HEFUR VERIÐ
STÓRSLYS FYRIR EVRÓPSK FISKVEIÐISAMFÉLÖG".
Það er m.a út af þessari stórslýsastefnu ESB í sjávarútvegs-
málum sem Skotar ætla að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu í
Skotlandi árið 2010 um sjálfstæði frá Bretlandi. Smith segir
núverandi kerfi fyrst og fremst lélegt því það byggist á hug-
myndafræði UM AÐ ALLAR AUÐLINDIR SKULI VERA SAMEIGIN-
LEGAR. Þetta gangi ekki upp og orsaki vitleysu eins og þá að
landlukt ríki taki ákvarðanir um stefnuna, án þess að hafa
hagsmuni af útkomunni. Þá bendir Smith á að þar sem Skotar
séu rík þjóð borgi þeir mun meira til sambandsins en þeir fá
til baka úr sjóðum þess. Nokkuð sem Íslendingar yrðu að gera
gangi Ísland í ESB.
Augljóst er að gangi Ísland í ESB í dag missir það yfirráð
sín yfir einum fengsælustu fiskimiðum heims. Það að á Ís-
landi skuli vera framseljanlegur kvóti myndi flyta mjög fyrir
slíku. Kvótinn myndi einfaldlega yfirfærast á alþjóðlegan
markað ESB og gengi þar kaupum og sölum. Kvótahoppið
svokallaða myndi grassera og leggja íslenzkan sjávarútveg
í rúst eins og gerst hefur í breskum sjávarútvegi. Virðisauk-
inn af íslenzkum sjávarútvegi hyrfi meir og minna úr landi.
Það er sorglegt að á Íslandi skuli vera stjórnmálaflokkur
og stjórnmálamenn sem tala fyrir slíku.
Gegn augljósum íslenzkum þjóðarhagsmunum !!!!!!!!!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Atlagan að Guðna er hafin !
8.3.2008 | 14:35
Svo virðist að sá armur sem fylgdi illu heilli Halldóri Ásgrímssyni
fyrrum formanni Framsóknarflokksins í Evrópumálum sé nú að
rísa upp og farinn að blása í herlúðra gegn sitjandi formanni,
Guðna Ágústssyni. Upphafið má rekja til Iðnþings í vikunni þegar
Valgerður Sverrisdóttir vara-formaður Framsóknarflokksins lýsti
því hreint og beint yfir, að Ísland ætti að ganga í ESB og taka
upp evru. Þvert á allar flokkssmþykktir og þvert á skoðanir sit-
jandi formanns. Einn þekktur framsóknarmaður og mikill ESB-sinni
hér á bloggingu Hallur Magnússon hrósaði Valgerði í hástemmt
fyrir. Mesta athygli vekur nú að Björn Ingi Hrafnsson fyrrum borg-
arfulltrúi og aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar stigur nú fram
á ritvöllinn á heimasíðu sinni eftir nokkra pólitiska pásu og heggur
í sama knérunn. Dásemar Evrópusambandssýn Halldórs, þess
mikla spámanns sem spáði að Ísland yrði komið í ESB árið 2012.
Allt þetta ber að sama brunni. Þetta fámenna ESB-lið innan Fram-
sóknar ætlar ekki að láta sig segjast. Þótt það hafi nánast rústað
pólitískri ímynd flokksins í tíð Halldórs Ásgrímssonar og fælt þúsund-
ir kjósenda frá flokknum á liðnum árum. Nú skal samt haldið áfram
og látið kné fylgja kviði. Evrópusamnandsandstæðingnum Guðna
Ágústssyni skal velt úr stóli, og Framsókn endanlega ESB-vædd í
eitt skipti fyrir öll að sósíaldemókratiskri fyrirmynd.
Ljóst er að Framsóknarflokkurinn á við alvarlegan klofning að
ræða í Evrópumálum sem stórskaðað hefur ímynd hans sem
frjálslynds umbótaflokks Á ÞJÓÐLEGUM GRUNNI. Grunni þar sem
HIN ÍSLENZKA ÞJÓÐHYGGJA hefur ætið verið hinn pólitíski grunn-
kjarni eins og Jón Sigurðsson fyrrv.formaður flokksins útskýrði
svo frábærlega vel fyrir síðustu kosningar.
Framsóknarflokkurinn mun því ekki ná sér á strik fyrr en hann
hefur gert Evrópumálin upp. Það gengur alls ekki lengur að for-
maður og vara-formaður tali með sitt hvorri tungunni út og suður
í jafn miklu stórpólitísku hitamáli og því hvort Ísland skuli ganga
í Evrópusambandið og taka upp evru eða ekki.
Því fyrr sem hið pólitíska uppgjör fer fram því betra fyrir flokkinn.
Málamiðlun gengur ekki í jafn stórpólitísku máli og þessu.
Ætlar Framsóknarflokkurinn að byggja sig upp sem þjóðlegur
framsækinn flokkur, eða ætlar hann að verða ESB-sinnaður
ör-flokkur við hliðina á hinum raunverulega ESB-flokki, Sam-
fylkingunni?
Um það stendur valið !
Leiðarhöfundi Mbl á hrós skilið
8.3.2008 | 00:45
Vert er að hrósa leiðarhöfundi Morgunblaðsins í gær
um ruglið í Afganistan og þáttöku okkar í ruglinu. Tilefnið
er sú ranga ákvörðun utanríkisráðherra að senda fleiri
Íslendinga til Afganistans, svo og heimsókn ráðherra til
Afganistans á næstunni. Hér hefur áður verið fjallað um
ruglið í Afganaistan og þátttaka okkar í þvi.
Leiðarahöfundur segir. ,, Nú er utanríkisráðherra okkar á
leið til Afganistans. Til hvers ? Hverra hagsmuna eigum við
að gæta þar, sem kalla á slíka heimsókn? Engra annara en
þeirra að þar eru útsendir fulltrúar utanríkisráðuneytisins,
sem kalla ætti heim þegar í stað.
Hvers vegna er þá ráðherrann að fara í heimsókn til Afga-
nistans? Ráðherrann er að fara vegna þrýstings frá Band-
ríkjamönnum, sem þrýsta nú á onnur aðildarríki Atlantshafs-
bandalagsins um að senda fólk til Afganistans.
Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar, að Ingi-
björg Sólrún yrði leikbrúða Bandaríkjamanna, en það verður
hún í ferð sinni til Afganistans. Allt þetta snýst um grundvall-
arþætti í utanríkismálum okkar á nýrri öld við breyttar aðstæð-
ur. En um þau grundvalllaratriði fást engar umræður, hvorki
á Alþingi né annars staðar. Hvers vegna ekki ?
Og meðal annara orða: Hvað skyldi Samfylkingarfólk segja
um stríðsleik Ingibjargar Sólrúnar?! ".
Svo mörg voru þau athyglisverðu orð Staksteina.
Hverju orði sannara !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ingibjörg. Hvað gerðist þarna eiginlega í Íran ?
7.3.2008 | 13:21
Á sama tíma og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra
berst illu heilli fyrir setu Íslands í Öryggisráði S.Þ sendir hún ráðu-
neytisstjóra sinn til Írans samtímis því sem þetta sama öryggis-
ráð samþykkir hertar refsiaðgerðir gegn Íran. Mjög óljósar fréttir
fást af þessari sendiför ráðuneytisstjórnans, en m.a er haft eftir
utanríkisráðherra Írans, að bílaframleiðsla, virkjanagerð og fram-
kvæmd ýmissa verkefna í samvinnu við Ísland geti orðið báðum
löndunum í hag.
Í framhaldi af þessu er vert að taka undir með Staksteinum.Mbl.
í dag þegar spurt er. ,,Ætlar utanríkisráðherra ekki að gera grein
fyrir þessum viðræðum. Um hvaða bílaframleiðslu var rætt í Teheran
á dögunum? Stendur til að setja hér upp bílaverksmiðju?".
Og ennfremur. ,, Um hvaða virkjunarframkvæmdir í samvinnu við
Írana var rætt? Eru fyrirhugaðar einhverjar virkjanaframkvæmdir,
sem ekki hefur verið skýrt frá áður í samvinnu við Írana?
Um hvaða ,,ýmsu verkefni" á Íslandi var rætt um í Theran?".
Stöð 2 greindi frá Íransför ráðuneytisstjórans í gærkvöldi og
upplýsti að ekki hafi náðst í utanríkisráðherra til að fá frekari
skýringa á ferðinni.
Vonandi að það náist í raðherrann í dag. Þjóðin á kröfu á að
fá útskýringu á þessari furðulegu ferð ráðuneytisstjóra utan-
ríkisráðuneytisins til klerkaveldisins í Íran um síðustu helgi...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Umboðslaus vara-formaður í ESB-málum.
7.3.2008 | 00:12
Í síðdegisútvarpi Rásar 2 var rætt við Valgerði Sverrisdóttir
vara-formann Framsóknarflokksins og Illuga Gunnarsson al-
þingismann um Evrópumál. Athygli vakti hversu opinská af-
staða Valgerðar er orðin í þessum mikilvæga málaflokki. Er
það vel, því það hlýtur að vera sjálfsögð krafa á sérhvern
íslenzkan stjórnmálamann í dag að hann hafi hreina og klára
afstöðu í jafnn stórpólitísku máli og því hvort Ísland eigi
að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru eða ekki.
Mesta athygli vakti þó hversu afdráttarlaus afstaða Valgerðar
er orðin í þessu málum, þegar á hana var gengið, því ekki var
annað á henni að skilja en að Ísland eigi að ganga í ESB og
taka upp ervu.
Í hvaða umboði lýsir vara-formaður Framsóknarflokksins þess-
ari skoðun sinni? Alla vega ekki í nafni stefnu Framsóknarflokk-
sins. Þvert á móti hefur flokkurinn ALDREI ályktað í þessa veru,
og Guðni Ágústsson formaður flokksins hefur marg ítrekað and-
stöðu sína við aðild að ESB. Er það ekki lágmarkskrafa til for-
ystumanna stjórnmálaflokka að þeir a.m.k hafi til hliðsjónar
grundvallarstefnu flokka sinna til mikilvægustu mála þegar
þeir tjá sig um stærstu mál þjóðar sinnar.? Er það til of mikils
mælst ?
Ljóst er að ummæli og viðhorf vara-formanns Framsóknar-
flokksins í Evrópumálum er ekki til þess fallið að endurheimta
fylgið og tiltrú fólks á flokknum á ný. Fylgið hrundi og tiltrú
á flokkinn sömuleðis þegar Halldór Ásgrímsson fyrrverandi for-
maður þrástagaðist á Evrópusambandshugsjóninni og spáði
aðild Íslands að ESB fyrir árið 2012. Því Framsóknarflokkurinn
er upprunnin af þjóðlegri rót og því fylgið við hann mjög við-
kvæmt gagnvart slíkri and-þjóðlegri framtíðarsýn.
Nú virðist vara-formaðurinn hafa meðtekið þann kyndil sem
fyrrum formaður bar svo fyrir brjósti.
Í hvaða umboði er slíkur kyndilberi í dag ?
Ekki í nafni flokkssamþykkta Framsóknarflokksins !
Svo míkið er víst !!!!
Skrílslætin í Danmörku teygja anga sína til Íslands
6.3.2008 | 15:56
Á Vísir.is er sagt að ritstjórn Vísir hafi borist póstur þar sem
aðili viðurkennir veggjakrotið á Danska sendiráðinu, en einnig
voru 2 fánar dregnir að húni sem tákn um Ungdómshúsið í Dan-
mörku. Eitt ár er nú liðið frá niðurrifi hússins. Viðkomandi viður-
kenndi sem sagt athæfi sitt í tengslin við Ungdómshúsið í Dan-
mörku.
Þar með hafa skrílslætin í Danmörku náð til Íslands.
Vonandi að lögreglan upplýsi málið sem fyrst. Þessi anarkista-
hópur er mjög lítill á Íslandi þótt studdur sé af vinstrisinnuðum
róttæklingum.
Ætti að vera auðvelt að uppræta slíka skemmdarvarga!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Afaganistan ennþá Talíbanaríki ?
6.3.2008 | 12:58
Í Jótlantspóstinum í gær segir Sören Espersen, einn af
þingmönnum Danska þjóðarflokksins, að það sé gjörsam-
lega óásættanlegt, að danskir hermenn verji fasistaríki,
því að stjórn Karsais forseta Afganístans gerist stöðugt
öfgafyllri, og vilji og stefni leynt og ljóst að því að koma
á sharía-lögum í landinu, sem minnir mjög margt á Talí-
bana, sem herlið NATO átti upphaflega að berjast gegn,
en ekki fyrir.
Athyglisverð ummæli og viðhorf hins danska þingmanns.
Verðugt að íslenzki utanríkisráðherrann skoði slík sjónar-
mið í ljósi síðustu ákvarðana íslenzka stjórnvalda varðandi
stríðið í Afganístan...
UItanríkisráðherra endanlega afskrifar öryggisráðið
6.3.2008 | 00:22
Heimsókn ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins til Írans
og nú viðurkenning Íslands á sjálfstæði Kosovo gerir það að
verkum að möguleikanir að Ísland komist í öryggisráðið eru
nú að engu orðnir. Fyrir það ber að þakka einstaklegu klúðri
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir utanríkisráðherra. Spurning
er nú hver borgi brúsann og taki pólitíska ábyrgð á klúðrinu.
Ferð ráðuneytisstjóra utanríkisráðherra til Írans er með
öllu óskiljanleg, á sama tíma og öryggisráð S.Þ er að sam-
þykkja hertar aðgerðir gegn Íran. Nefndarmenn utanríkis-
málanefndar Alþings koma af fjöllum. Fram kom á Stöð 2 í
kvöld að heimildarmenn innan stjórnarráðsins hafa þungar
áhyggjur af heimsókninni vegna möguleika Íslands að komast
í öryggisráðið. Út yfir tekur sem haft er eftir ráðuneytis-
stjóranum að heimsóknin hafi verið farin til að vekja athygli
á kostum Íslendinga við framboð til öryggisráðsins. Var klerka-
veldið í Íran sem er á bannlista hjá öryggisráðunu líklegasti
staðurinn á jarðkringlunni til að meðtaka þá kosti, að hið
kristna lýðveldi Ísland ætti erindi í öryggisráðið umfram múslima-
ríki eins og Tyrkland? Þvílíkt RUGL!
Svo kórónar frú Ingibjörg klúðrið og viðurkennir hérað í Serbíu
sem sjálfstætt ríki, líkt og Serbía viðurkenndi Vestmannaeyjar
sem sjálfstætt ríki. Með þessu hafa fjölmörg ríki hætt stuðningi
sínum við framboð Íslands til öryggisráðsins. Rússar sem höfðu
lofað stuðningi hugsa sig nú tvísvar um eftir Kosovviðurkenningu-
na. AÐ SJÁLFSÖGÐU!!!
Eitt er þó jákvætt við allt þetta frumhlaup utanríkisraðherra.
Baráttan um setu Íslands í öryggisráðinu er nú endanlega von-
laus. Bara húrra fyrir því!!!!!!
Spurningin er bara. Hver axlar nú ábyrgð á þessu rándýra
heimskulega klúðri ?
Sjálfstæði Kósóvó viðurkennt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ríkisstjórnin líka þverklofin í olíuhreinsunarmálinu
5.3.2008 | 16:52
Einar Kr Guðfinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra
á hrós skilið fyrir að lýsa yfir stuðningi við olíuhreinsunarstöð
á Vestfjörðum. Öll þjóðhagsleg rök hníga að því að það mál
sé kannað til þrautar. Þá eru byggðarleg rök ekki síður borð-
liggjandi. Hins vegar liggur fyrir andstaða Samfylkingarinnar í
málinu, eins og raunar gegn öllum öðrum bráðnauðsynlegum
framkvæmdum á næstunni til að slá á snöggkólnun hagkerfi-
sins, og búa þannig áfram í haginn fyrir áframhaldandi hag-
vexti og þjóðhagslegri uppbyggingu.
Sá sem þetta skrifar hefur hér spáð fyrir að til alvarlegra
áttaka muni koma í ríkisstjórninni þegar hinar ýmsu þjóð-
þrifaframkvæmdir komast á ákvörðunarstíg, s.s olíuhreis-
unarstöð á Vestfjörðum og álver í Helguvík og við Húsavík.
Nú er þetta að ganga eftir, og bæði forsætisráðherra og
nú sjávarútvegsráðherra hafa nú gefið út opinskáar yfir-
lýsingar um þessar framkvæmdir. Þvert á yfirlýsingar og
viðhorf Samfylkingarinnar.
Sjálfstæðismönnum er sem betur fer að verða ljóst hversu
afturhaldsflokkur Samfylkingin er, eins og raunar hvers kyns
vinstrimennska. Það þarf því að koma henni út úr ríkisstjórn-
inni sem allra fyrst. Því augljóst er, að Samfylkingin er að
verða helsti dragbíturinn í íslenzku efnahagslífi.
Enda var við engu öðru að búast !
Einar Kr.: Ríksvaldið á að beita sér fyrir olíuhreinsistöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýr meirihluti að myndast á Alþingi ?
5.3.2008 | 00:12
Í fréttum RÚV í kvöld kom fram að Geir H Haarde forsætis-
ráðherra sagði á Alþingi í dag að framkvæmdir við nýtt álver
geta haft mikil og jákvæð áfrif og aukið hagvöxt við núverandi
aðstæður í efnahagslífinu. Guðni Ágústsson, formaður Framsókn-
arflokksins segir að sú staða geti komið upp að flýta þyrfti fram-
kvæmdum við álver á Bakka og í Helguvík ef samdráttur yrði
skarpur. Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslyndaflokksins,
sagði tímabært að hefja framkvæmdir við bæði álverin.
Allt eru þetta jákvæð viðhorf sem ganga þvert á atfurhalds-
stefnu Vinstri grænna í efnahags-og atvinnumálum. Líka Sam-
fylkingarinnar sem augljóslega ætlar allt að gera til að koma í
veg fyrir þessar framkvæmdir. En eins og efnahagshorfur eru
í dag myndu slíkar framkvæmdir virka eins og vítamínssprauta
í hratt kólnandi hagkerfi. Þá hefðu síkar ákvarðanir mikil og góð
áhrif á fjármálamarkaðinn, sem er ekki hvað síst mikilvægt.
Til að halda hér uppi góðum lífskjörum áfram verður þjóðin að
byggja upp atvinnulífið og nýta þær orkulindir sem þjóðin
hefur yfir að ráða með skynsemi. Það að Samfylkingin ætli að
koma í veg fyrir að svokallað íslenzka ákvæðið í Kyoto-samkomu-
laginu verði endurnýjað þannig að Íslendingar hafi ekki lengur
óskoruð yfirráð yfir eigin orkulindum í framtíðinni er gjörsamlega
óásættanlegt. Og nú í gær var Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf-
israðherra úti í Brussel að meðtaka ESB ráðleggingar um umhverfis-
og loftlagsmálmál. Alvarlegur klofningur er þvi bersýnilega í ríkis-
stjórninni í þessu stórmáli, eins og í svo mörgum öðrum þjóðþrifa-
málum. Vonandi að Sjálfstæðisflokkurinn láti nú reyna á stjórnar-
samstarfið í máli þessu, því hagsmunir þjóðarinnar eru gríðarlegir.
Á Alþingi virðist vera að myndast nýr meirihluta um að Íslendingar
hafi óskoruð yfirráð yfir eigin orkulindum í framtíðinni og að þær skulu
nýttar í þágu lands og þjóðar.
Vonandi fyrirboði þess að hin þjóðlegu borgaralegu öfl fari nú loks
að vinna saman í íslenzkum stjórnmálum.
Og það til frambúðar, Íslendingum til heilla !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)