Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Jóhanna fékk ekki að gefa fullveldinu langt nef !


    Í gær unnu allir fullveldis- þjóðfrelsis- og sjálstæðissinnar mikinn
varnarsigur. Jóhönnu Sigurðardóttir leiðtoga ESB-sinna tókst ekki
að koma fram vilja sínum um breytingu á 79 grein stjórnarskrárinn-
ar. En hún átti að tryggja ESB-aðild á komandi kjörtímabili án þess
að þing yrði áður rofið. Þetta er mikill varnarsigur fyrir andstæðinga
aðildar Íslands að ESB. Gerir nú allt ESB-ferlið mun þyngra fyrir Jó-
hönnu og hennar ESB-trúboð en ella hefði orðið. - Yfir því ber að
fagna. Og það MJÖG!

   Jóhanna Sigurðardóttir er mjög lævís stjórnmálamaður, sem sést
best á því að hún virðist hafa Vinstri græna algjörlega í vasa sér,
þar á meðal í Evrópumálunum.  Því þegar VG eru spurðir um aðildar-
viðræður hrökklast þeir í burtu í flæmingi muldrandi einhverja hebresku
sem enginn maður skilur. Enda hafa sósíalistar og vinstrisinnaðir
róttæklingar aldrei vílað fyrir sig að svíkja þjóðarhagsmuni og þjóð-
leg viðhorf þegar flokkspólitískir hagsmunir eru í veði.

  Sjálfstæðisflokkurinn má eiga það sem hann á. Í baráttunni  um
stjórnarskrána og gegn aðför ESB-sinna að fullveldisákvæðum
hennar stóst hann prófið. - Það verður ekki sagt um aðra flokka.

  Í komandi kosningum er mikilvægt að öll þjóðleg öfl berjist af
hörku gegn hverskyns rauðliðum og ESB-sinnum. Míkið er í húfi! 
Fullveldi og sjálfstæði Íslands!  Lýðræðið sjálft!

Gleðidagur fullveldissinna


    Það að ESB-sinnum tókst ekki að  breyta 79 grein stjórnarkrárinnar
eru mikil gleðitíðindi og gleðidagur fyrir alla fullveldis,- sjálfstæðis-  og
þjóðfrelsissinna. Það er eins  og  hinar  þjóðhollu  landvættir  Íslands
hafi gripið inn í atburðarrásina, og afstýrt áformum landssöluliðs
Jóhönnu Sigurðardóttir. Því það er alveg ljóst, að ráðabrugg ESB-
sinna um breytingar á 79 greininni varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur
var EINGÖNGU gert til að auðvelda inngönguna í ESB á næsta kjör-
tímabili. Nú verður það mun flóknara og erfiðra, því áður þarf  að
efna til þingkosninga. - Við fullveldissinnar gleðjumst því INNILEGA!
Hin lævíslega atlaga ESB-sinna að fullveldisákvæðum stjórnarskrár-
innar hefur verið hrundið!

  Fullyrðing ESB-sinna um að stjórnarskrárbreytingin um þjóðarat-
kvæðagreiðslur hafi verið til að efla lýðræðið er þvættingur einn. Því
aðal tilgangurinn með breytingunni var að auðvelda ESB-ferlið og
koma Íslandi inn í ESB á næsta kjörtímabili, sem hefði þýtt stórfeld
skerðing á fullveldi og þjóðfrelsi, og þar með ÖLLU lýðræði á Íslandi.

  Til hamingju frjálst og fullvalda Ísland!


mbl.is Flóknara að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarskráin varin - Sigur ESB-andstæðinga !


   Sem ESB-andstæðingur og fullveldissinni er vert að lýsa ánægju
yfir að áhlaup ESB-sinna að  stjórnarskránni  hafi  verið  hrundið.
Alveg sérstaklega hvað varðar ákvæðið um þjóðaratkvæðagreiðslur.
En það hefði auðveldað allt ESB-ferlið  eftir kosningar, enda lögðu
ESB-sinnar mikla áherslu á það ákvæði.

   Sem fyrr sagði ber að fagna þessari niðurstöðu. Stjórnarskráin er
fyrsta vígið sem ESB-sinnar þurfa að vinna á sínu langa  ESB-ferli.
Nú hefur það mistekist. - Fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar
verða ekki ógnað, í bili, a.m.k. !   Húrra fyrir því !
mbl.is Stjórnarskrá ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingin mikla hjá ESB-sinnum


   Annað hvort er það meiriháttar barnaskapur eða helber blekking
hjá ESB sinnum, að halda það að stjórnarskrárákvæði um náttúru-
auðlindir í þjóðareign haldi, gangi Ísland í ESB. - Því gangi Ísland í
ESB mun Rómarsáttmálinn og ALLIR viðaukar við hann til dagsins
í dag verða æðri íslenzkum lögum og stjórnarskrá, alveg sérstak-
lega ef um álitamál er að ræða. - Þess vegna þarf að breyta stjórn-
arskránni í veigamiklum málum varðandi allt fullveldisafsal gerist
Ísland aðili að ESB. - Allt tal og umhyggja ESB-sinna um að nátt-
úruauðlindir skulu vera þjóðareign er því  meiriháttar hræsni  á
sama tíma og þeir berjast fyrir aðild Íslands að Evrópusamband-
inu. - Því bara öll sjávarútvegsauðlindin færi strax undir sameigin-
lega stjórn ESB og allur kvóti á Íslandsmiðum gengi kaupum og
sölum á  öllu markaðstorgi ESB gengi Ísland þar inn.

   Halda ESB-sinnar á Alþingi Íslendinga, þjóðina alla blinda asna
að sjá ekki gegnum blekkingarvef þeirra?

   Ótrúleg hræsni, blekking og lygar undir forystu Jóhönnu Sig-
urðardóttir leiðtoga sósíaldemókrata á Íslandi.
mbl.is Slegið á sáttahendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna svarar Steingrímur J ekki grundvallarspurningunni ?



    Hvers vegna í ósköpunum er það svona óskaplega erfitt hjá
Steingrími J og Vinstri grænum að svara grundvallarspurningunni
í Evrópumálum?  Nú korter í kosningar?   Því  að kjósendur eiga
heimtingu á skýru svari frá Steingrími J og félögum!  Eru Vinstri
grænir tilbúnir að samþykkja aðildarviðræður um aðild Íslands að
ESB eftir  kosningar ?  Já eða nei !

   Steingrímur talar um það síðast í dag varðandi ágreiningin við
Samfylkinguna um Evrípumál  að ,, menn geti treyst því að við
stöndum á okkar grundvallarstefnu" varðandi Evrópumál. En
hver er hún gagnvart aðildarviðræðum?  Mun VG samþykkja að-
ildarviðræður eða ekki? En til þess að samþykkja þær þarf fyrst
að sækja um aðild að ESB.  Eru VG tilbúnir til þess? Ef skýrt svar
fæst ekki þá verður að líta svo á að VG séu tilbúnir til að sækja
um aðild að ESB eftir kosningar. En þá eiga þeir  líka að segja
það FYRIR kosningar.

   Alveg furðulegt hvað fjölmiðlar skulu vegra VG við að svara
þessari grundvallarspurningu í Evrópumálum nú fyrir kosningar.
mbl.is Hafa ekki leyst ágreining um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn hafni ákvæðinu um þjóðaratkvæðagreiðslur !


   Hér með er skoðað á Sjálfstæðismenn að hafna breytingunni á
stjórnarskránni um þjóðaratkvæðagreiðslur. Alveg sérstaklega í
ljósi þess hver hinn raunverulegi tilgangur með breytingunni er
einmitt á þessum tímapunkti. En hann er eingöngu sprottinn úr
herbúðum  ESB-sinna, í þeim tilgangi einum, að auðvelda þeim
allt ESB-ferlið  á næsta kjörtímabili.  Að gera þeim kleyft að gjör-
breyta stjórnarskránni  þannig, að fullveldisframsalið geti átt sér
stað án þess að rjúfa þurfi þing og efnt verði til nýrra þingkosn-
inga. Þetta er búið að vera draumur ESB- sinna um langan tíma,
og gjörsamlega út í hött að láta slíkan draum þeirra rætast. Ekki
síst nú í ljósi þess að skv. skoðanakönnunum er meirihluti þjóðar-
innar bæði á móti aðildarviðræðum og umsókn Íslands að ESB.

   Það er með öllu  óskiljanlegt  að  þeir fjölmörgu  þingmenn á
Alþingi í dag sem hafa lýst andstöðu við ESB-aðild, skuli ekki sjá
þetta lævíslega ráðabrugg ESB-sinna, undir forystu Jóhönnu Sig-
urðardóttir.  Því sérhver sannur ESB-andstæðingur á  Alþingi  Ís-
lendinga á ekki hvað síst að halda vöku sinni gagnvart sérhverri
árás ESB-sinna á sjálfa stjórnarskrána.  - Því hún er fyrsta vígið
sem ESB-sinnar þurfa að ráðast á og breyta, og brjóta, svo  að
landsöluáform þeirria og sjálfstæðisframsal geti náð fram að ganga.
 
  

Til hamingu ESB-sinnar í Framsókn!


   Skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins er fylgið við Framsókn hrunið.
Komið niður í 6.8% þegar rúm vika er til kosninga. Allt bendir til að
dagar Framsóknar  séu senn  taldir. Enginn  munur  er  lengur á
Framsókn og Samfylkingunni, enda stýður Framsókn hina hand-
ónýtu vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttir í einu og öllu....

  Vert er að óska ESB-sinnum í Framsókn til hamingju. Nú hlýtur að
vera næst á dagskrá þeirra að sækja um aðild að Samfylkingunni.
Með því slá þeir tvær flugur í einu höggi, því algjör óþarfi er að
hafa hér tvo  ESB-sinnaða krataflokka, eins og kjósendur í skoð-
anakönnun Fréttablaðsins augljóslega gefa skýr skilaboð um. 

Hálfur sigur unninn í stjórnarskrármálinu !


    Það að hið hroðvirknislega frumvarp um stjórnlagaþing
hafi verið dregið til baka er ánægjulegt. Þökk sé Sjálfstæðis-
flokknum. Nú þarf að koma í veg fyrir fyrirhugaðar breytingar 
á stjórnarskránni um þjóðaratkvæðagreiðslur. Því  hún  er
eingöngu hugsuð af ESB-sinnum til að auðvelda þeim allt
ESB-ferlið eftir kosningar. Auk þess að vera mjög í  anda
vinstrisinnaðra stjórnleysingja sem vilja nánst koma  á
götulýðræði. Að nánast öll mál smá sem stór séu hægt að
henda út af Alþingi Íslendinga, ef einhver fámennur hópur
sérvitrunga hugnast svo.... 

 


mbl.is Stjórnarskráin áfram á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skv. áætlun Jóhönnu að rústa gjaldmiðlinum ?


   Skyldi það vera algjör tilviljun, að frá því Jóhanna Sigurðardóttir
varð forsætisráðherra, og yfirmaður efnahgsmála, ráðandi norskan
krata sem seðlabankastjóra, hefur gengi krónunnar veikst hátt á
annan tug prósenta?  En það er einmitt þessi sama Jóhanna sem
látlaust hefur ráðist á gjaldmiðil þjóðarinnar, og reynt að tala hann
niður eins best hún getur. - Sem er gjörsamlega fáheyrt í stjórnmála-
sögunni. - Og nú er komið á daginn að þessi norski krati virðist með
öllu vænhæfur, eins og raun ber vitni. Þekkir ekkert til íslenzkra að-
stæðna, og virðist ákvörðunarfælinn mjög.  - Nema þetta sé allt með
vitund og vilja forsætisráðherra gert?  Að fá til liðs við sig erlendan
ríkisborgara (í trássi við stjórnarskrá landsins)  til að ganga endan-
lega frá gjaldmiðli þjóðarinnar? Svo  að eftirleikurinn verði leikur einn
eftir kosningar, að sækja um ESB og taka upp evru?  Jafnvel þó það
kosti einstaklinga og fyrirtæki gríðarlegt efnahagslegt tjón!

  Er ekki tími til kominn að þjóðin fari að vakna og átta sig á hvers
konar vanhæfan og and-þjóðlegan forsætisráðherra hún hefur við
völd? Forsætisráðherra, sem vinnur gegn íslenzkum hagsmunum
og hefur það sitt æðsta pólitíska markmið að koma íslenzku þjóð-
inni undir erlent vald að kosningum loknum!
mbl.is Krónan veikst með nýrri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG svara alls ekki lykilspurningunni í Evrópumálum !


   Á maður virkilega að trúa því að fjölmiðlar ætli að láta Vinstri 
græna komast  upp með  það  að  svara  alls ekki  lykilspurning-
unni um Evrópumálin? En hún er ofur skýr og einföld og er þessi. 
,, Munu Vinstri grænir samþykkja að gengið verði til aðildarviðræðna
um aðild Íslands að ESB á næsta kjörtímabili?". 
JÁ eða NEI ?  JÁ eða NEI og EKKERT þar á milli!

   Hvers vegna í ósköpunum liggur þessi grundvallaafstaða ekki
fyrir?  Hún er hvergi að  finna  í stefnuskrá  Vinstri  grænna um
Evrópumál!  Hvers vegna ekki?  Og hvers vegna fást engin svör
við því Jón Bjarnson? En hann tjáði sig mikið um Evrópumálin í
gær, en passaði sig vel með að nefna aðildarviðræður ekki á nafn.
Sagði bara að VG teldi Ísland betur borgið utan ESB. En er VG
samt tilbúið til aðildarviðræðna?  Já eða nei ?   Kjósendur  eiga
HEIMTINGU á skýru svari við þessu strax í dag.  - Og hér með
er skorað á fjölmiðla að útvega þau svör skýr og klár fyrir okkur
kjósendur þegar í stað!


mbl.is Segir Samfylkinguna að einangrast í ESB-umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband