Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Vinstri grænir mestu svikararnir í Evrópumálum!


    Hafi einhver stjórnmálaflokkur sórkostlega svikið kjósendur
á jafn alvarlegan hátt, og nú hefur gerst,  þá eru það Vinstri
grænir. Samþykkja aðildarumsókn að ESB þvert á sínar sam-
þykktir. Veita ríkisstjórn sinni FULLT og óskorað umboð til að
sækja um aðild að ESB. Gefa kjósendum sínum langt nef. Gera
þá að fiflum!!!

    Hversu oft og mörgum sinnum réðst Steingrimur J Sigfússon
formaður VG á Halldór Ásgrímsson fyrrv. utanríkisráðherra  og
ásakaði hann um ESB-daður.  Nú hefur þessi sami Steingrímur
kokgleypt stóru orðin, og er orðinn hinn skeleggjasti ESB-sinni
á Alþingi Íslendinga. Það vantaði bara Steingrím J og hans Vinstri
grænu í ríkisstjórn svo að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. 
Já hreinræktaða VINSTRISTJÓRN, til að gera alvarlega atlögu að full-
veldi og sjálfstæði Íslands.

   En samt á þetta alls ekki að koma á óvart. Hugmyndarfræði
Vinstri grænna er í grunninn sú sama og Samfylkingunni. Báðar
byggjast á alþjóðlegri hugmyndarfræði sósíalismans, sem vísar
öllum þjóðlegum gildum og viðhorfum á bug. Enda geta báðar
sellur beggja flokka sungið Internationalinn og veifað Rauðum
fána. Hvers vegna þá ekki alveg eins ESB-sönginn og  ESB fána? 

   Vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hefur rofið þjóðarfriðin með
afgerandi hætti. Stríðshanska hefur verið kastað. Allir sannir þjóð-
frelsissinnar Íslands munu nú sækja fram og verja sjálfstæði  og
fullveldi Íslands af MIKILLI HÖRKU!. - Af þeirri HÖRKU sem þarf til
að koma í veg fyrir það landráð sem nú er verið að undirbúa.

   ÁFRAM FRJÁLST OG SJÁLFSTÆTT ÍSLAND!!!

Stríðshanskanum kastað !


    Þá er komið að því. Tillaga um umsókn Íslands að Evrópusambandinu
lögð fram á Alþingi, í boði vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir. Þar
með hefur þjóðarfriður verið rofinn. Tími Sturlunga virðst í uppsiglingu.
Alla vega er ljóst, að ALLIR þjóðfrelsis- sjálfstæðis- og fullveldissinnaðir
Íslendingar munu rísa upp og berjast af HÖRKU gegn lanadssöluliði Jó-
hönnu Sigurðardóttir.  Búið er að kveikja míkið bál, og bera þeir sem að
því standa FULLA ábyrgð!

   Þetta er svartur dagur í sögu Alþingis. Þetta er sorgardagur í sögu
Alþingis.  Vert er því að skora á alla þjóðfrelsissinnaða Íslendinga  sem
hafa aðgang að þjóðfánanum að flagga honum nú í hálfa stöng  í mót-
mælaskyni við hina miklu aðför sem nú er gerð að fullveldi og sjálfstæði
Íslands.

   Baráttan er nú rétt að byrja.  Þjóðfreslissinnar munu berjast af HÖRKU
við lanadssöluliðið og SIGRA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

   ÁFRAM ÍSLAND -  EKKERT  ESB!!!! 
mbl.is ESB-tillaga lögð fram á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttan gegn vinstristjórninni er hafin !!!


   Baráttan gegn hinni and-þjóðlegu vinstristjórn Jóhönnu
Sigurðardóttir er hafin. Hófst með myndarlegum mótmælum
á Austurvelli í gær. - Því ber að fagna mjög!

   Vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttir er dæmigerð úrræðalaus
afdönkuð vinstristjórn. Með engar lausnir og því síður framtíðar-
sýn. Sósíalismi andskotans ræður för. Enda nærist hverskonar
vinstrimennska á eymd og volæði. Að viðhalda stöðnun og forð-
ast að tala kjark í fólk og fyrirtæki. Og til að hella olíu á eld  og
bæta gráu ofan á svart, kastar forsætisráðherrann stríðshanska
út í þjóðfélagið, ÞEGAR SÍST SKYLDI. Þröngvar fram tillögu  á Al-
þingi Íslendinga um að ganga í Evrópusambandið. Fara úr ösk-
unni í eldinn með vilja til að ganga erlendu valdi á hönd.

   Svona vinstristjórn Sturlunga á skilið að barist verði gegn henni
af hörku á öllum vígstöðum. Ríkisstjórn sem kastar stríðshanska á
skilið stríðshanska á móti.  Sú ríkisstjórn sem rífur þjóðarfrið með
þessum hætti  er engan veginn hæf  að stórna  í  þagu  lands og
þjóðar, og á því skilyrðislaust að hundskast frá völdum. Forsætisráð-
herra sem hefur enga ÍSLENZKA FRAMTÍÐARSÝN, heldur draumssýn
að ganga erlendu stórríki á hönd, á að víkja TAFARLAUST.  Forsætis-
ráðherra með stríðshanska óþjóðhollustu á lofti er vanhæfur  sem
íslenzkur þjóðarleiðtogi, og ber TAFARLAUST að víkja!!!!!!!!!

   Á næstu vikum og misserum er afar mikilvægt að ÖLL þjóðleg
pólitísk öfl, myndi breiðfylkingu gegn landssöluliði Jóhönnu Sig-
urðardóttir, og verði tilbúið að taka við stjórnartaumanum.  Og
það til frambúðar.  Landi og þjóð til heilla.

   ÁFRAM FULLVALDA OG SJÁLFSTÆTT ÍSLAND!!!

Upphaf af falli vinstristjórnar


    Hin fjölmennu mótmæli á Austurvelli í dag eru upphaf af falli hinnar
ráðvilltu og and-þjóðlegu vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir. Mót-
mælin eiga eftir að stóraukast á næstu vikum og misserum. Því ríkis-
stjórn sem skilur ekki þjóð sína, og hefur auk þess misst alla trú á
íslenzkri framtíð, með því að vilja ganga erlendu valdi á hönd,  á án
tafar að segja af sér.

   Mikil gerjun er í íslenzku samfélagi og stjórnmálum í dag. Allt getur
þar gerst þegar réttlætisvitun heillar  þjóðar  er  stórlega  misboðið.
Því þjóðin á alls ekki að gjalda fyrir stórkostleg mistök misvitra stjórn-
málamanna og útrásarmafíósa, á grundvelli stórgallaðs regluverks,
sem þröngvað var upp á þjóðina.    Þjóðin mun aldrei líða það!

   Breiðfylking þjóðlegra afla til að koma á eðlilegu ástandi á ný  á
forsendum íslenzkra hagsmuna og þjoðarheildarinnar hlýtur því að
verða niðurstaðan. - Ekki síst þegar sú barátta samtvinnast nýrri
sjálfstæðisbaráttu um að verja fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar.

  
mbl.is Leiðréttingu, ekki ölmusu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin þjóðlegu öfl munu berjast af hörku !


    Ef ásetningur Samfylkingarinnar nær fram að ganga að Ísland
sæki um aðild að  Evrópusambandinu, en  útskýrir ekki  um leið,
hvernig hún hyggst verja  helstu  auðlind  þjóðarinnar svo hún
falli ekki meir og minna í hendur útlendinga, er  það skylda allra
þjóðhollra Íslendinga og þjóðlegra afla, að  efna  til uppreisnar
gegn slíku landráði. - Því eins  og  staðan er í dag, liggur það
alveg skýrt fyrir, að hinn dýrmæti kvóti á Íslandsmiðum,  mun
falla í hendur útlendinga, fái þeir frelsi til að fjárfesta í íslenzkum
útgerðum. Þar sem fiskimiðin umhverfis Ísland eru okkar helsta
auðlind í dag, myndi yfirtaka erlendra aðila á fiskikvótum  þýða
ein mesta efnahagslega blóðtaka frá upphafi fyrir hina íslenzka
þjóð. Því tilfærsla virðisauka og beinna tekna af þessari mikil-
vægu auðlind til hinna erlendu aðila myndi gerast til FRAMBÚÐAR.
Ef Samfylkingin og aðrir ESB-sinnar útskýra það ekki STRAX  og
þeir bera aðildarumsókn að ESB fram á Alþingi, hvernig þeir ætla
að koma í veg fyrir slíkt landráð, hlýtur ófriðarbál mikið blossa upp.
- Þetta er einn af grundvallarþáttum sem VERÐUR alveg að liggja 
fyrir áður en til aðildarviðræðna kemur.

   ENGIN  ESB þjóð  líður yfirþjóðlegt vald  yfir sínum HELSTU  og
VEIGAMESTU auðlindum  í  dag. Sjávarútvegur innan  ESB er þar
AUKABÚGREIN, og  skipta  þjóðirnar þar  litlu  máli. Á  Íslandi  er
sjávarútvegur einn af AÐAL undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar.
Þar skiptir hann því HÖFUÐMÁLI. Að einhver SAMEIGINLEG  og gjald-
þrota sjávarútvegsstefna  ESB nái  til íslenskrar sjávarútvegsstefnu,
og gefi útlendingum auk þess kost á að komast yfir fiskikvótann á 
Íslandsmiðum, er slíkt tilræði við íslenzka þjóðarhagsmuni, að til
uppreisnar mun koma, nái slíkt fram að ganga. 

   Danir eru í ESB. En 80% yfirráðasvæðis Danaveldis er utan ESB.
Og hvers vegna skyldi það vera? Jú Færeyingar og Grænlendingar
taka ekki í mál að fara með sínar höfuðauðlindir sjávarins undir sam-
eiginlega yfirstjórn ESB.  Og eru því utan ESB. Samt eru þeirrar auð-
lindir ekkert í líkingu við þá íslenzku, enda íslenzku fiskimiðin þau
fengsælustu í heimi.

   Eitt af því sem 100% liggur fyrir,  er að ef til aðildar að ESB kæmi,
yrðu ALDREI veittar neinar undanþágur á fjárfestingum útlendinga í
íslenzkum útgerðum,  og þar með yfirtaka á kvótum þeirra. Bara það
stórkostlega efnahagslega tjón, sem við blasir af þessum sökum
gangi Ísland að ESB, á ekki að þurfa að ræða aðildarumsókn, hvað
þá að senda inn umsókn til Brusel.

    Það mun því ekki standa á þjóðhollum Íslendingum og þjóðlegum
öflum að berjast af hörku gegn landssöluliði ESB-sinna, og aftra
áformum þeirra að koma íslenzkri þjóð undir erlend yfirráð  á ný.

   ÁFRAM FRJÁLST OG FULLVALDA ÍSLAND!!!

Vinstri grænir að klofna?


   Mikill órói virðist vera meðal Vinstri grænna vegna Evrópumála.
Stjórnarmaður í félagi Vinstri grænna  í Ölfusi óttast klofning ef
einhverjir þingmenn VG sitji hjá um aðildarumsókn að ESB.  En
formaðurinn sjálfur, Steingrímur Joð, virðist allt eins líklegur til
að samþykkja umsókn að ESB. Enda tillagan borin fram af ríkis-
stjórn sem VG og Steingrímur taka þátt í og styðja.

   Auðvitað er þetta neyðarlegt fyrir þá þúsndir kjósenda  sem
álpuðust til að kjósa VG vegna Evrópumála. Álpuðust já, því  ALLIR
máttu vita, að sem róttækur vinstriflokkur með sósíaliska heims-
sýn eru Vinstri grænir í eðli  sínu  mjög  alþjóðasinnaður  flokkur.
Enda hafnar öllum þjóðlegum gildum og viðhorfum, og gengur svo
langt að hafna lágmarks  varnarbúnaði á Íslandi. Og innan VG eru
meir að segja svo róttækar sellur stjórnleysingja, að þær  hafna
núverandi stjórnskipulagi, og voru tilbúnar til að ráðast með of-
beldi að sjálfu Alþingishúsinu í vetur og lögreglu. Með velþóknun
samra þingmanna VG.

   Þess vegna kemur kúvending Steingríms og hans fylgissveina alls
ekkert á óvart. Flokkshagsmunir víkja fyrir þjóðarhagsmunum þar
á bæ, alveg klárlega. Vinstri grænum er því ALLS EKKI treystandi
fyrir horn í Evrópumálum, hvorki í þeim né almennt í öllum fullveldis-
og þjóðfrelsismálum. 

   Það ætti nú endanlega að liggja fyrir!
mbl.is Óttast klofning í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lævís áætlun Jóhönnu stórskaðar þjóðarhag


    Það hversu gengið hefur veikst míkið undnfarin misseri og hversu
treglega hefur tekist  að  lækka vexti,  er allt í samræmi við vilja og
plön Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra. En hvort tvegga á að
styrkja pólitíska stöðu hennar með að sækja um aðild að ESB og taka
upp evru. - En til  þess að  þetta yrði  mögulegt, varð hún  að ráða  í
stöðu seðlabankastjóra erlendan ríkisborgara frá Noregi  með sömu
pólitíska sýn og hennar, auk breskan  prófessor í peningastefnunefnd
Seðlabankans. En báðar þessar ráðningar eru einsdæmi hjá fullvalda
þjóð, enda standast ekki ákvæði stjórnarskrár um háttsetta embættis-
menn ríkisins Auk þess sem að ráðning bresks ríkisborgara í svo veiga-
míkið embætti stjórnkerfisins er vítaverð ákvörðun og hneyksli, hafandi
yfir íslenzku þjóðinni á sama tíma  bresk hryðjuverkalög. ENGINN stjórn-
málamaður í seinni tíð hefur því lagst eins lágt og Jóhanna Sigurðardótt-
ir hvað þetta varðar.

   Síðan hinn norski seðlabankastjóri hefur hafið störf hefur gengið hrið-
fallið. Fram að þeim tíma styrktist gengið verulega. Tilviljun? Á þessum
sama tíma hefur gjaldeyrisvarasjóðurinn verið sáralítið notaður. En oftar
en ekki hefur velta á millibankamarkaði verið sáralítil, og hefði því  smá
inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði haldið genginu stöðugu  eða
styrkt það, eins og gerðist fyrir aðkomu hins norska seðlabankastjóra.
Tilviljun? 

   Ef og þegar aðildarumsókn að ESB  hefur verið samþykkt er það plan
Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra að Seðlabankinn beiti sér þá loks
á gjaldeyrismarkaði til styrkingu krónunar, og lækki vexti verulega.  Allt í
pólitískum áróðri fyrir ESB og upptöku evru. Því þá mun ,,heilög" Jóhanna
stíga fram og geta sagt. ,, Sjáið bara! Um leið og aðildarumsóknin er sam-
þykkt styrkist krónan  og vextir lækka. Nákvæmlega eins og ég hef alltaf
sagt.  Göngum því strax í ESB og tökum upp evru".

   En hvað hefur þetta ógeðfelda pólitíska ráðabrugg Jóhönnu Sigurðar-
dóttir kostað þjóðina fram til þessa? Bæði fólk og fyrirtæki? Stórskaðað
íslenzkan þjóðarhag! Er ekki kominn tími til að svona stjórnmálamaður
með jafn and-þjóðleg viðhorf og plön  og Jóhanna Sigurðardóttir víki?

    OG ÞAÐ SEM ALLRA ALLRA  FYRST!!!
mbl.is Tveir vildu lækka vexti meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsætisráðherra sem lýgur að þjóð sinni á að segi af sér !


    Forsætisráðherra sem reynir að gera þjóð sína að fifli og reynir
að ljúga að henni, í fyrstu stefnuræðu sinni  hinnar nýju vinstri-
stjórnar, á skilyrðislaust að segja af sér. Að halda því fram að litla
Ísland muni geta leitt mótun sjávarútvegsstefnu ESB komist það
þangað inn, er þvílík lýgi og kjaftæði, að engin orð fá lýst.  - Hvers
vegna ætti fámennasta ríki ESB að geta leitt mótun sjávarútvegs-
stefu þess, þegar annað fjölmennasta ríki þess, Bretar, hafa litlu
sem engu getað þokað um mótun sjávarútvegsstefnu þess, allan
þann langa tíma sem þeir hafa átt aðild að sambandinu?  Jafnvel
þótt hvergi hafi hin sameiginlega sjávarútvegsstefna ESB leikið
einn sjávarútveg eins grátt og þannn breska.

  Forsætisráðherra sem ber slíkar blekkingar fram fyrir þjóð  sína
er engan veginn starfi sínu vaxinn. Jóhanna Sigurðardóttir hefur
með því að kasta stríðshanskanum um að þjóðin gangist til við-
ræðna um stórkostlegt fullveldisafsal, fyrirgert öllu sem lýtur  að
þjóðarsamstöðu. Með áformum sínum um að Ísland gangi erlendu
valdi á hönd hefur forsætisráðherra kveikt ófriðarbál mikið, þrátt
fyrir varnaðarorð forseta lýðveldisins. Og það í boði Vinstri grænna
sem SAMÞYKKTU  einmitt  þessa STEFNUYFIRLÝSINGU  Jóhönnu
Sigurðardóttir forsætisraðherra vinstristjórnar Samfylkingar og
Vinstri grænna.

   Vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttir á því ekki skilið langra líf-
daga. Fyrir alla Íslendinga sem vilja standa vörð um fullveldi og
sjálfstæði íslenzkrar þjóðar, ber skylda til að verjast hinum and-
þjóðlegum áformum vinstristjórnar Jóhönnu Sigurpðardóttir, og
koma í veg fyrir þau, með ÖLLUM tiltækum ráðum!

   Með illu skal illt út reka!!!

  ÁFRAM FULLVALDA OG SJÁLFSTÆTT ÍSLAND!!!
mbl.is Leiði mótun sjávarútvegsstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálasamtök fullveldissinna stofnuð.


    Sunnlendingur.is greinir frá því í gær að Samtök fullveldissinna,
hafi  stofnað  formleg  stjórnmálasamtök. Er það  mikil  breyting  frá
fyrra fyrirkomulagi fyrir síðustu kosningar, en þá var um að ræða
laustengd samtök óháðra frambjóðenda fuldveldissinna. Samkvæmt
heimildum Sunnlendings hefur þriggja manna stjórn verið skipuð, þeir
Sigurbjörn Svavarsson, Mosfellsbæ, Guðmundur Ásgeirsson, Reykja-
vík, og Axel Þór Kolbeinsson, Hveragerði. Stefnt sé að undirbúningi
fundarhalda um landið, og að rætt hafi verið við nokkra þjóðþekkta
Íslendinga um að koma að starfi og stefnumótun flokksins.

   Fagna ber þessari frétt. Sá sem þetta ritar hefur lengi hvatt til
stofnunar stjórnmálaflokks á borgaralegum og þjóðlegum grunni.
Fyrri tilraun með L-listann mistókst, enda mjög óskipulögð og laus
í reipum. Það svo, að undirrtaður sagði skilið við samtökin. Nú virð-
ist allt annað vera í undirbúningi. - Því FLOKKSLEG stofnun  er
grundvallaratriði, með grunnáherslur á helstu mál. Því aldrei hefur
verið meiri þörf á þjóðlegum stjórnmálaflokki á mið/hægri kannti ís-
lenzkra stjórnmála og einmitt nú, sem ALLIR fullveldis-og sjálfstæðis-
sinnar geta stutt og treyst, í þeirri nýju sjálfstæðisbaráttu sem fram-
undan er.

   Hef því ákveðið að ganga til liðs við hin ný-stofnuðu STJÓRNMÁLA-
SAMTÖK FULLVELDISSINNA, og skora á alla þjóðfrelsis- og sjálfstæðis-
sinna að gera slíkt hið sama.  Ekki síst alla þá sem eru andvígir ESB-
aðild, og þá sem vilja hafa áhrif á mótun nýs stjórnmálaflokks  á
ÞJÓÐLEGUM og BORGARALEGUM grunni.

Jóhanna Sig klýfur þjóðina í herðar niður !


    Það er vert að taka undir orð forseta Íslands að umræðan um
Evrópusambandsaðild geti klofið þjóðina. Ef fram heldur sem horfir
og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og hennar landssölulið
komi ráðabruggi sínu fram, mun til alvarlegra átaka koma, sem mun
kljúfa þjóðina í herðar niður. Varnaðarorð forseta eru því í tíma töluð.

   Það er alveg með ólíkindum að Jóhanna Sig skuli VOGA sér að efna
til stórátaka meðal þjóðarinnar, einmitt þegar þjóðin á sem mestri
samheldni og samtöðu á að halda.  Sem sýnir hversu mikill friðar-
spillir og gjörsamlega óhæf Jóhanna Sigurðardóttir er að gegna hinu
mikilvæga leiðtogahlutverki, á ögurstundu fyrir íslenzka þjóð. Það er
því rétt hjá forseta að vara hana við að vera með mörg erfið og mikil
ágreiningsmál í gangi í einu.

   Það er mikill misskilningur hjá Jóhönnu Sigurðardóttir að halda  að
hún komist fram með eitt umdeilanlegasta mál frá fullveldisstofnun,
án grimmilegra átaka um allt land. Hún virðist ekki gera sér grein
fyrir hversu mikið bál hún er að kveikja. Að fá alla fullveldissinnaða
Íslendinga á móti sér í stríði um fullveldi og sjálfstæði Íslands mun
veitast henni og landssöluliðinu dýrkeypt. - Það er því vonandi að
hún sjái sér um hönd, og hætti eða a.m.k fresti öllum  slíkum full-
veldisskerðingaráformum, svo  komist  verði hjá  alvarlegu átaka-
ástandi. - Þótt Jóhanna hafi getað svínbeygt forystu Vinstri Grænna
í Evrópumálum, gildir það alls ekki um alla sanna fullveldissinna.
Hún mun komast að því!

mbl.is Þjóðin tók valdið í sínar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband