Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn bera fulla ábyrgð á skrípaleiknum


   Ráðning og ekki síst launakjör stjórnarformanns Orkuveitu
Reykjavíkur er meiriháttar skandall, og blaut tuska framan
í borgarbúa. Upphaf skrípaleiks Jóns Gnarr og félaga.  Það
að oddviti Sjálfstæðisflokksins þáði embætti forseta borgar-
stjórnar auk annarra bitlinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn, gerir
flokkinn meir og minna ábyrgan á komandi stjórnleysi  og
skringilegum uppákomum  í borginni á næstunni. Þetta  er
meiriháttar pólitískt slys hjá Sjálfstæðisflokknum, sem virð-
ist ekki vita hvert hann er að fara í íslenzkum stjórnmálum.

   Það að mynda hálfgerðan meirihluta með sósíaldemókrötum
og anarkistum í sjálfri höfuðborg Íslands er ótrúlegt dómgreind-
arleysi hjá flokki sem vill skilgreina sig sem borgaralegt ábyrgt 
stjórnmálaafl. - Sem sýnir einfaldlega enn og aftur þörfina á
nýju borgaralegu stjórnmálaafli á þjóðlegum grunni í þágu
almennings á Íslandi.
mbl.is Vilja ekki starfandi stjórnarformann hjá OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfum óklofinn flokk ESB-andstæðinga á borgaralegum grunni!!


    Það er alveg ljóst að taki landsfundur Sjálfstæðisflokksins
ekki af skarið í Evrópumálum, og hafni alfarið aðild að  ESB
og vilji ESB-umsóknina dregna til baka, mun flokkurinn klofna
mjög alvarlega. Beint rökrétt framhald af slíku  yrði  stofnun
flokks til hægri með skýra stefnu í Evrópumálum. Þjóðlegur
borgarasinnaður stjórnmálaflokkur yrði rökrétt niðurstaða.

   ESB-andstæðingar og ESB-sinnar eiga alls enga samleið.
Allra síst í stjórnmálaflokki. Aðild Íslands að ESB er það stórt
pólitískt hitamál þar sem sterkar tilfinningar koma inn, gerir
það að verkum.  Stjórnmálaflokkar eiga að hafa pólitíska
framtíðarsýn fyrir land og þjóð. Aðild Íslands að ESB eða ekki
er slík grundvallarframtíðarsýn, að engin málamiðlun er þar
í boði. Skýr og klár stefna í svona mikilvægu þjóðfrelsismáli
verða stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn að hafa, og
skipa sér í flokka skv. því.

   Svo einfalt er það!
   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!" 

Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi sem þjóðlegu borgaralegu afli !


   Sem borgarasinnaður kjósandi með þjóðleg viðhorf og gildi
að leiðarljósi treysti ég ekki Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn
er klofinn í mörgum veigamiklum málum. Og sem brjóstvörn
þjóðlegra borgarasinnaðra afla hefur hann algjörlega brugð-
ist. Virðist hvenær sem er reiðubúinn að vinna til vinstri þegar
hentar þykir, enda ber höfuðábyrgðina á að hér skuli vera
hreinræktuð vinstristjórn við völd.

   Síðustu svik Sjálfstæðisflokksins við hin þjóðlegu borgaralegu
öfl er að taka þátt og axla ábyrgð á borgarstjórnarmeirihluta
sósíaldemókrata og grínframboðs stjórnleysingja í Reykjavík.
Framganga  Sjálfstæðisflokksins þar er skandall. Og sýnir enn
og aftur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki hugmynd um hvert
hann er að fara í íslenzkum stjórnmálum. Tómarúmið á mið/
hægri kanti íslenzkra stjórnmála er því algjört í dag.

   Það var meiriháttar pólitískt slys þegar Sjálfstæðisflokkurinn
leiddi svo sósíaldemókrata til  vegs  og  virðingar í  ríkisstjórn
Íslands. Flokk höfuðandstæðings  þjóðlegra borgarasinnaðra
viðhorfa. Og niðurstaðan nú er sú að hér situr við völd alræmd
vinstristjórn kommúnista og krata með Ísland á fullri ferð inn
í Evrópusambandið. - Og þrátt  fyrir  ESB-ferlið  og  þjóðarsvik
vinstristjórnarinnar  í  Icesave  er aumingjaháttur Sjálfstæðis-
flokksins svo yfirþyrmandi, að hann hefur enn ekki haft rænu
á að lýsa vantrausti á hina andþjóðlegu og handónýtu vinstri-
stjórn.  - Enda flokkurinn rúinn öllu trausti í dag og ímynd hans
stór löskuð eftir bankahrun og  stórmistök í hagstjórn á umliðn-
um árum. Hrópandi ESB-sinna raddir innan flokksins eru svo
ekki til að bæta trúverðugleikann meðal þjóðhollra kjósenda.

   Landsfundur Sjalsstæðisflokksins í  lok júní virðist ekki ætla
að bæta stöðu hans. - Algjör uppstokkun á flokkakerfinu  á
mið/hægri  kantinum  virðist  eina raunhæfasta leiðin.  Alla
vega eru borgarasinnaðir kjósendur með þjóðlegar áherslur
án fordóma, og andstyggð á allri vinstrisinnaðri hugmyndar-
fræði landlausir í pólitík þessa stundina. Fólk sem vill heiðar-
leika í stjórnmálum og að HAGSMUNIR ALMENNINGS séu fyrst
og fremst hafðir í fyrirrúmi, ásamt því að staðið verði vörð um
fullveldi og sjálfstæði Íslands, íslenzka þjóðmenningu og kristin
siðgæðisviðhorf.  - Nýtt þjóðlegt borgaralegt stjórnmálaafl er
því svarið!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

Icesave! Úrsögn úr EES og afturköllun á ESB-umsókn


   Nú þegar nýlendugrímu Breta og Hollendinga varðandi Icesave
og tengingu þess við ESB-umsókn með stuðningi valdhafanna í
Brussel er afhjúpuð, eiga Íslendingar eitt svar.  Úrsögn úr EES
og afturköllun á ESB-umsókninni. EES-samningurinn hefur verið
Íslandi til bölvunar frá upphafi. Átti stærstan þátt í bankahrun-
inu. Enda engan veginn sniðin fyrir dvergríki eins og Ísland,
með sína fámennu þjóð og sérstöku hagkerfi.  Eðlilegur tvíhliða
viðskiptasamningur við ESB kæmi í staðinn, eins og við öll önnur
viðskiptaríki Íslands.

   Þá ber að krefja bresk stjórnvöld um stórfeldar skaðabætur
vegna hryðjuverkalagana er þau settu á Ísland árið 2008. 

   Lýgi ráðherra í vinstristjórn Jóhönnu Sig um að Icesave og
ESB-umsóknin væru tvö aðskilin mál þarf einnig að fara fyrir
íslenzka dómstóla. Allir þeir stjórnmála-og embættismenn
sem gengu erinda erlendra kúgunarafla  vegna Icesave-þjóð-
svikanna skulu sóttir til saka vegna svika við þjóðina.

   Beinum samskiptum okkar og viðskiptum til virkilegra vin-
þjóða okkar eins og Kinverja, Rússa, Indverja, Japani  og
Bandaríkjamanna. -  

   Látum ekki evrópsk nýlenduveldi né óvinveitt Sambandsríki
Evrópu, ESB, kúga okkur!  Ísland er enn fullvalda og sjálfstæð
þjóð!

  ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
mbl.is Beiti ESB í Icesave-deilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankamafían og ríkisstjórnin lúti dómi Hæstaréttar


   Bankamafían á Íslandi virðist enn ætla sínu fram. Þrátt fyrir
skýran dóm Hæstaréttar Íslands  um  að öll gengistryggð lán
í íslenzkum krónum séu ólögleg. - Þá er ríkisstjórnin gjörsam-
lega vingull í málinu. Hvers vegna í ósköpunum lýsir hún ekki
fullkomnum stuðningi við dóm Hæstaréttar og fyrirskipar banka-
mafíunni, sem kom Íslandi á hausinn, og hefur eftir hrun merg-
sogið almenning með ólögmætum hætti, AÐ FARA AÐ LÖGUN?
Dómurinn liggur fyrir. Dómurinn er skýr og klár? Hvað er málið?
Þá á verðtryggingin að endurskoðast og leiðréttast  og af-
leggjast. Verðtryggð lán þurfa sömu úrlausnar og hin gengis-
tryggðu.  Og það strax!

   Alltaf að koma betur og betur í ljós hversu máttlaus íslenzk
stjórnvöld eru. Og hversu þörfin á ÖFLUGUM borgaralegum
flokki á þjóðlegum grunni fyrir ALMENNING á Íslandi er orðin
brýn.  - Augljóslega þarf allsherjar hreinsun í embættismanna-
og stjórnmálakerfi að koma til.  - Að það skuli þurfa DÓMSTÓLA
til að stjórna landinu í þágu almennings er allt sem segja þarf
um íslenzk stjórnmál í dag!
mbl.is Endurmeti húsnæðislánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG bera höfuðábyrgð á ESB-umsókn og 17 júní hneykslinu


   Vinstri Grænir  er  sá  stjórnmálaflokkur á Íslandi  sem ber
höfuðábyrgð  á  ESB-umsókninni og  á  17  júní  hneykslinu.
Sem  var  raunar  tvöfalt. -   Aðildarumsóknin  var  formlega
samþykkt í Brussel  á  sjálfan  þjóðhátíðardegi  Íslendinga.
Sem var meiriháttar niðurlæging fyrir fullvalda og sjálfstæða
íslenzka þjóð. Auk þess að bera ábyrgð á ,,forsætisráðherra"
sem virðist algjörlega  fávís um sögu lands og þjóðar og sjálf-
stæðisbaráttu. Og það svo að vita ekki einu sinni um fæðinga-
stað sjálfrar þjóðfrelsishetjunnar, Jóns Sigurðssonar.  Enda
ekki að furða að slíkur stjórnmálamaður og Jóhanna Sigurðar-
dóttir vilji ganga erlendu valdi og ríkjasambandi á hönd. Og
þetta styðja Vinstri grænir og bera FULLA ábyrgð á!!!!!!

   Enginn munur er á öfgum vinstrimanna í alþjóðahyggju þeirra.
Enginn. Allir eru þeir t.d tilbúnir  að  flagga  rauðum  fánum  og
syngja  internasjónalinn á tyllidögum. Meir að segja á sjálfum 17
júní fyrir utan 1 maí.   Hika ekki við að vera málsverjar erlendra
kúgunarafla  gegn  þjóðarhagsmunum sbr. Icesave. Og að það
skyldi þurfa HREINRÆKTAÐA vinstristjórn til að sótt var um aðild
Íslands að ESB var engin tilviljun! - Heldur ekki að forsætisráð-
herra þeirra skyldi vanhelga 17 júní varðandi þjóðfrelsishetjuna
og ákalla fullveldisafsalið þann sama dag.

    Vinstri grænir eru þjóðhættulegur flokkur, enda forveri herlendra
kommúnista. Hættulegir vegna þess að telja sig vera það sem þeir
eru ALLS EKKI! Þannig eru Vinstri grænir t.d. meiriháttar ESB-flokkur
í raun! Styður ekki bara ESB-umsóknina, heldur og ekki síður ESB-
aðildarferlið  sjálft.  Lugu þannig að þjóðinni fyrir síðust kosningar!
Enda hika róttækir vinstrisinnar ekki við að  fórna  þjóðlegum hags-
munum og viðhorfum  þegar hin sósíalíska alþjóðahyggja þeirra er
annars vegar. Og flokkshagsmunir! 

    ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

Dýrafjarðaræða Jóhönnu


   Sem betur fer var ég  ekki staddur  í  höfuðborginni  þegar
Jóhanna Sigurðardóttir  ,,forsætisráðherra"  helt sína maka-
lausu ræðu á 17 júní s.l. Var þá staddur að Hólum í Hjaltadal.
Þjóðlegri stað gat maður varla kosið til að gista á og dveljast   
á sjálfan 17 júní.  -  Því sorglegra var því að hlusta frá þeim
stað  á ræðu ,,forsætisráðherra" nánast við stall Jóns Sigurðs-
sonar, þjóðfrelsishetju, og opinbera þar algjörlega vanþekkingu
sína á hans fæðingastað. Sagði hann Dýrfirðing sem fæddist á
Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 17 júní 1811. -  Á sama degi kall-
andi yfir þjóðina fullveldisafsal með aðildarumsókninni að ESB.

   Sú manneskja sem þekkir ekki einu sinni til þjóðfrelsishetju
þjóðar  sinnar getur aldrei orðið  leiðtogi hennar  og því  síður
leiðbeinandi.  Jóhanna  Sigurðardóttir  vanhelgaði  bæði þjóð-
hátíðardaginn og þjóðfrelsishetjuna, og á því UMSVIFALAUST
AÐ SEGJA AF SÉR !

  ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS

Pólitískur skandall Sjálfstæðisflokksins heldur áfram


   Pólitískur skandall Sjálfstæðisflokksins heldur áfram. Gerist nú
þátttakandi í sirkus Jóns Gnarr í höfuðborginni ásamt Samfylking-
unni. Hanna Birna oddviti sjálfstæðismanna gerist nú  nokkurs
konar Soffía frænka í Kardimommubæ Jóns Gnarr og félaga. Þetta
vekur enn upp spurninguna um á hvaða vegferð Sjálfstæðisflokkur-
inn er. Alla vega ekki á þeirri vegferð sem ábyrgir borgarasinnaðir
kjósendur vilja sjá hann vera á í dag.

   Þetta hlýtur enn og aftur að veikja upp spurninguna á algjöru
uppgjöri á mið/hægri kanti íslenzkra stjórnmála. Sjálfstæðisflokk-
urinn sem löngum átti að vera brjóstvörn þjóðlegra borgaralegra
viðhorfa og gilda er alls ekki það lengur. Orðinn að einskonar leik-
soppi vinstriaflanna, og nú bætast stjórnleysingjar úr svokallaða
,,Besta flokki" við.   Það var meiriháttar  pólitískur  skandall þegar
Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Samfylkingunni. Al-
gjörlega afdönkuð vinstristjórn með ESB-aðild á stefnuskrá er  af-
kvæmið. Og nú á að endurtaka sama skandalinn með því að gerast
þátttakandi í meiriháttar pólitískum sirkus sósíaldemókrata og
anarkista í sjálfri  höfuðborg Íslands. -  Vegir Sjálfstæðisflokksins
virðast því liggja í allar áttir. ALGJÖRT tómarúm og upplausn  er
því á hægri kantinum í dag, enda stjórnleysið á Íslandi og aga-
leysið eftir því.

    Stofnun borgaralegs stjórnmálaflokks á þjóðlegum grunni, sem
ÓHIKAÐ tekst á við hin óþjóðhollu vinstriöfl og aðra stjórnleysingja
er því krafan frá hægri í dag. Já ÁTAKASTJÓRNMÁL við þennan óþjóða-
líð sem lætur ekki einu sinni 17 júní þjóðfrelsisdag Íslendinga í friði.

   Dagar Sjálfstæðisflokksins sem brjóstvörn borgaralegra þjóðlegra
afla á Íslandi eru liðnir.  Uppákoman og skandallinn í Reykjavík í
dag undirstrikaði það.

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
 

 


mbl.is Jón Gnarr með lyklavöldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhelgun á 17 júní


   Þá hefur Jóhönnu Sigurðardóttir ,,forsætisráðherra" og öllu
hennar ESB-trúboði tekist ætlunarhlutverk sitt, að vanhelga
þjóðhátíðardag Íslendinga, sjálfan 17 júní. En nú hefur verið
ákveðið að leiðtogar ESB munu þann 17 júní ákveða að hefja
innlimun Íslands í ESB.  17 júní 2010 verður því sorgardagur
fyrir íslenzku þjóðina, hvernig hennar þjóðfrelsisdagur er
smánaður. Ekki síst í ljósi þess að YFIRGNÆFANDI MEIRIHLUTI
þjóðarinnar vill ALLS EKKI ganga í ESB og að aðildarumsóknin
verði ÞEGAR Í STAÐ tekin til baka. 

    Þjóðin hlýtur nú að rísa upp!  ÖLL HIN ÞJÓÐLEGU ÖFL á Ís-
landi hljóta nú að mótmæla kröftuglega, og hefja aðgerðir til
að koma þessu UMBOÐSLAUSA ESB-liði frá völdum.  Ekki einu
sinni þjóðhátíðardagur Íslendinga fær að vera í friði.   Svo
langt er gengið í að berja niður þjóðfrelsishyggju Íslendinga
og vilja til að vera FRJÁLS OG FULLVALDA ÞJÓÐ!

    BURT MEÐ JÓHÖNNU SIGURÐARDÓTTIR OG ALLT HENNAR
ESB-HAFURTASK!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!     
mbl.is Reiðubúnir að hefja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður ESB-fánanum flaggað þann 17 júní ? Í boði Jóhönnu ?


    Í dag hittast ESB-utanríkisráðherrar í Lúxemborg til að ákveða
endanlega dagskrá leiðtogafundarins þann 17 júní. Þá kemur í
ljós hvort á þeim degi aðildarumsókn Íslands verði formlega
ákveðin. - En  Jóhanna Sigurðardóttir ,,forsætisráðherra" og
Össur Skarphéðinsson ,,utanríkisráðherra" gera nú allt til að
umsóknin verði afgreidd á sjálfum þjóðhátíðardegi íslenzkrar
þjóðar. Svo að  þjóðarstolti  Íslendinga verði sem mest mis-
boðið og niðurlægt á sjálfum þjóðfrelsisdeginum. Þetta er út-
hugsað hjá Jóhönnu og Össuri. Því þjóðfrelsishyggja og sjálf-
stæðisvilji Íslendinga verður að berja niður með öllum ráðum
ef á að takaðst að troða Íslandi inn í ESB. Þess vegna hafa  
þau  markvisst talað og unnið gegn öllu því er  telst  til þjóð-
legra viðhorfa  og  gilda, og beinlínis unnið gegn íslenzkum 
þjóðarhagsmunum  sbr. Icesave. Enda  öfga-alþjóðasinnaðir
sósíaldemókratar. 

   Í dag kemur kannski einnig í ljós hvort ESB-fánanum verði
flaggað á Stjórnarráðinu og við Austurvöll þann 17 júní. Við
fótstall Jóns Sigurðssonar þjóðfrelsishetju Íslendinga, meðan
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra heldur þar fagnaðar-
ræðu yfir ESB-samþykktinni um innlimun  Íslands  inní hið
Evrópska stórríki. Sem nú stendur á brauðfótum efnahags-
legrar upplausnar.

   Já yrði hægt að ganga lengra í að sverta þjóðhátíðardag
Íslendinga og  íslenzka þjóðarsál? Þjóðarstolt  og  frelisást?

   Verður 17 júní 2010 sorgardagaur íslenzkrar þjóðar? Eða
þá upphaf nýrrar sjálfstæðisbaráttu þar sem hin andþjóðlegu
öfl Jóhönnu og Össurar verða sett af! Og það til frambúðar!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband