Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
Ísland segi upp EES-samningnum !
30.6.2011 | 13:39
Það eru nánast orðnar daglegar fréttir um að Ísland sé
að brjóta hinar og þessar reglugerðir og lög ESB gegnum
EES-samninginn. Nú síðast í dag varðandi erlenda farand-
verkamenn.
Það er alltaf að koma í ljós hversu mikil mistök það voru
að gera EES-samninginn. En bankahrunið mikla árið 2008
má að verulegu leyti skrifast á þann samning. Jafn fámenn
þjóð með jafn lítið og einhæft hagkerfi höndlaði ekki svo-
kallað fjórfrelsi Rómarsáttmálans, sem sniðið er fyrir mun
fjölmennari þjóðir og stórbrotnari hagkerfi en okkar. Enda
sífellt verið að ásaka Ísland um allskyns lögbrot á EES-
regluverkinu, og það byggt á rangfærslum sbr. icesave
Umsóknin að ESB eru því eitt allsherjar glapræði og meiri-
háttar tímaskekkja. Frekar á að segja þessum stórgallaða
EES-samningi upp, og gera tvíhliða viðskiptasamning við
ESB á OKKAR EIGIN FORSENDUM eins og við gerum við allar
aðrar þjóðir sem frjáls og fullvalda þjóð. Það hafa t.d Sviss-
lendingar gert með góðum árangri.
Geta má þess að HÆGRI GRÆNIR hafna ESB-aðild og vilja
Schengen burt, og að EES-samningurinn verði endurskoðaður
með það í huga að gerður verði tvíhliða viðskiptasamningur
við ESB. - Frábæri hugmynd!
![]() |
Brotið á farandverkamönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ESB-andstæðingar hefji alvöru stríð gegn ESB-umsókninni!
25.6.2011 | 00:42
Alþingi Íslendinga var stórkostlega blekkt þegar meirihluti þess
samþykkti að sótt yrði um aðild Íslands að ESB. Blekkingin fólst í
því að um saklausa umsókn væri að ræða til að gá hvað væri í
pakkanum. Sem heldur betur reyndust lygar og blekkingar. Því
nú hefur það verið að skýrast dag frá degi og nú ENDANLEGA
varðandi landbúnaðarmál að um HREINA AÐLÖGUN ER AÐ RÆÐA,
og það MEÐ HÓTUNUM FRÁ BRUSSEL. Sem hlýtur nú loks að leiða
til STÓRPÓLITÍSKRA ÁTAKA. STRÍÐS OKKAR ESB-ANDSTÆÐINGA
GEGN ÞESSARI ESB-AÐLÖGUN OG UMSÓKN!
Stór meirihluti íslenzkrar þjóðar er algjörlega andvígur aðild
Íslands að ESB. Það að mikill minnihluti þjóðarinnar geti knúið
slíka aðild fram með tilheyrandi STÓRKOSTLEGU FULLVELDIS-
OG ÞJÓÐFRELSISFRAMSALI og það ALGJÖRLEGA Á FÖLSKUM OG
VILLANDI forsendum ER MEÐ ÖLLU ÓLÍÐANDI! Slíkt ofbeldi
VERÐUR NÚ AÐ STÖÐVA!
Kaflaskil hafa orðið í ESB-umsókninni. Minnihlutaöfl undir for-
ystu hinna óþjóðhollu sósíaldemókrata ætla nú með grófu
ofbeldi að þvinga Ísland með öllum tiltækjum ráðum inní ESB.
Gegn slíkri vítaverðri árás á fullveldi og sjálfstæði Íslands munu
nú ALLIR ÍSLENZKIR ÞJÓÐFRELSISSINNAR BREGÐAST AF FULLRI
HÖRKU.!
SJÁLFSVÖRN ÞJÓÐAR kallast það!
![]() |
Meira en einfaldar viðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aulahátturinn með evruna ógnar nú fjármálamörkuðum heims !
23.6.2011 | 00:31
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna segir að skuldakreppa
Grikklands gæti ógnað stöðugleika fjármálamarkaða um
allan heim. M.ö o hin hrikalegu misstök sem gerð voru
innan ESB við að koma á sameiginlegri mynt eru nú að
verða að allsherjar martröð á evrusvæðinu. Skuldavandi
Grikkja er bara ein orsök þess. Sem nú ógnar fjármála-
mörkuðum heims.
Hálfvitahátturinn við stjórn peninga- og efnahagsmála
er því ekki bundinn við Ísland. Því hann kemst ekki í hálf-
kvisti við aulaháttinn í Brussel. Því hvaða hálfviti sem er
gat séð að ein mynt með sama gengi og vaxtastefnu
(Evrópska seðlabankans) gat ALDREI gengið upp með
eins GJÖRÓLÍK hagkerfi smá og stór og sem mynda
evrusvæðið. Það þurfti engan speking til að sjá það!
Enda blasa staðreyndirnar nú við. AULAHÁTTURINN
ALGJÖR og OFUR-KRÍSAN eftir því!
Stærð myntar er aukaatriði í hagstjórn. Númer eitt er
að sérhvert hagkerfi sníði sér stakk eftir vexti. Og eyði
ALDREI um efni fram. Þá verða engin vandamál í hag-
stjórn. Þá hefði efnahagshrunið á Íslandi aldrei orðið.
Ofur-aularnir hefðu þá ekki ráðið för, heldur íhaldssöm
ráðdeildarsemi og fyrirhyggja.
BURT MEÐ AULAHÁTTINN ÚR HAGSTJÓRNINNI Á ÍSLANDI!
EVRU-MISTÖKIN ERU VÍTI TIL VARNAÐAR!
![]() |
Ógnar fjármálamörkuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnlagaþingmenn sem sviku kjósendur útskýri mál sitt!
21.6.2011 | 00:33
Þeir stjórnlagaþingmenn og sem nú sitja í svokölluðu
stjórnlagaráði, og lofuðu kjósendum sínum að standa
vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands skv. ályktun
Þjóðfundar, en hafa nú svo GJÖRSAMLEGA SVIKIÐ það,
verða nú að standa upp og útskýra mál sitt. Það er með
öllu ÓÞOLANDI að fólk sem gefur jafn skýrar yfirlýsingar
fyrir kosningar um að ætla að standa vörð um jafn mikið
GRUNDVALLARMÁL STJÓRNSKIPUNAR og FULLVELDI þjóð-
arinnar í nýrri stjórnarskrá, skuli GANGA ÞVERT á loforð
sín. Ekki síst í ljósi þess að vitað var í upphafi hver megin
tilgangur á breytingu núverandi stjórnarskrár var. Sem sé
sá að útmá og útþynna ALLAR fullveldisgreinar stjórnar-
skrárinnar sem kæmu í veg fyrir aðild Íslands að ESB. Allt
skv. ósk og fyrirfram gerðu plani ESB-trúboðsins. Og sem
nú hefur gerst. Og það þvert á skýra ályktun þjóðfundar!
Sem nú hefur verið smánaður og gerður að einskonar við-
undri hvað þetta varðar.
Við sem kusum þetta fólk í góðri trú um að það ætlaði að
standa VÖRÐ UM FULLVELDI ÍSLANDS í stjórnarskrá, einmitt
í ljósi ESB- umsóknarinnar, VERÐUR nú að ganga fram og
útskýra mál sitt. Að öðrum kosti hefur það gjörsamlega
glatað virðingu okkar og tiltrú sem það kusu. Og þá sem
VILJALAUST VERKFÆRI ESB-sinna við að innlima Ísland í
Evrópusambandið.- Þátttakandendur í hinu andþjóðlega
sósíaldemókratadiska stjórnlagaráðsdjóki sem ENGINN þjóð-
hollur Íslendingur tekur mark á! - EN MUN NÚ BERJAST GEGN
AF H Ö R K U!!!!!!!!!!!!!!!!
Blendnar tilfinningar er Vigdís var verðlaunnuð.
20.6.2011 | 00:14
Þær voru blendnar tilfinningarnar hjá mörgum þegar
Vigdísi Finnbogadóttir fyrrv. forseta voru afhent verðlaun
Jóns Sigurðssonar forseta árið 2011 í Jónshúsi í Köpen
í gær. En eins og kunnugt er blandaði frú Vigdís sér með
afgerandi og afar umdeildum hætti í þjóðaratkvæðagreið-
sluna um Icesave-þjóðsvikin í vetur. Þar sem hún hvatti
þjóðina til að undirgangast ólögvarðar skuldadrápsklyfjar
útrásarmafíuósa að kröfu erlendra nýlenduvelda. En að
víkja fyrir slíkri erlendri kúgun var einmitt alls ekki í anda
þjóðfrelsishetjunnar Jóns Sigurðssonar.
Táknrænt var við athöfn þessa að þar voru mættar tvær
merkar valkyrjur sósóaldemókrataismans á Íslandi.
Tilviljun?
![]() |
Vigdís verðlaunuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gnarr-anarkismi í boði Vinstri grænna !
19.6.2011 | 00:31
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður Vinstri grænna vill
Besta flokkinn á þing. ,,Til að hrista upp í kerfinu þar sem það
er svo spillt" segir hún á vef Guardian í dag. Veit ekki hvort
maður á að hlægja eða gráta af svona eindæmis aula-bulli.
Í fyrsta lægi er Guðfríður stjórnarþingmaður og ber því
100 % pólitíska ábyrgð á stjórnleysinu og spillingunni á
Íslandi í dag og hinum yfirgengilega pólitíska aulahætti. En
einmitt í hinum pólitíska aulahætti leikur Besti flokkurinn líka
aðalhlutverkið við stjórn Reykjavíkurborgar sem einskonar
trúða-útibú frá sósíaldemókrötunum í Samfylkingunni. Þar
sem maður sem kallar sjálfan sig trúð leikur borgarstjóra.
Þennan Gnarr-anarkisma vill Guðfríður bæta við stjórnleysið
á landsvísu við hinn afdankaða sósíalisma sinn sem allt er
að drepa og eyða á Íslandi í dag.
Ekki að furða að aulasamfélagið á Íslandi haldi áfram!
Sem verður ekki upprætt nema með leiftursókn þjóðhollra
borgaralegra afla frá hægri, afla stjórnlyndis laga og réttar!
Þar sem sósíaldemókrataismi Fjórflokksins og pólitískir
Gnarr-anarkistar verða úthýstir úr íslenzkum stjórnmálum
til frambúðar! Öfl sem ollu hruninu og viðhalda eymdinni eftir
það!
![]() |
Vill Besta á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stórgóður aðalfundur Hægri grænna 17 júní.
18.6.2011 | 00:21
Stórgóður aðalfundur Hægri grænna var haldinn í Tjarnarbíói
árla morguns 17 júní, en flokkurinn var stofnaður þann dag
fyrir ári á Þingvöllum. Sem í raun segir flest um þennan ágæta
flokk sem segja þarf, og fyrir hvað hann ætlar að standa fyrir
í framtíðinni fyrir íslenzka þjóð.
Formaður flokksins Guðmundur Franklín Jónsson flutti skeleggja
ræðu og útskýrði helstu stefnumál flokksins. En ný heimasíða afar
vel framsett og ítarleg hefur nú verið opnuð á www.afram-island.is/
Auk þess sem flokkurinn er á facebook. En mikil fagvinna hefur verið
lögð í grunnhugmyndir flokksins og stefnu. Sem ætlar að bjóða fram
í öllum kjördæmum í næstu kosningum.
Ljóst er að hér er loks kominn fram sá ALVÖRU hægrisinnaði
borgaralegi flokkur sem allir þjóðhollir Íslendingar geta treyst.
Ekki síst í þjóðfrelsismálum, þar sem m.a aðild Íslands að ESB
og Schengen er ALGJÖRLEGA hafnað, og að staðið verði sterkur
vörður um fullveldi og sjálfstæði Íslands.
Á fundinum ríkti mikill sóknarhugur, eindrægni og einhugur,
eins og sönnum þjóðhollum hægriflokki sæmir.
Sem frjálslyndur og viðsýnn þjóðhyggjumaður með borgaraleg
viðhorf hef ég nú loks fundið flokkinn sem hef löngum leitað að.
Hvet alla sanna fullveldissinnaða íhaldsmenn með frjálslynd
borgaraleg viðhorf að kynna sér hinn nýja flokk. Kominn tími
til allsherjar uppstokkunar á hægri kanti íslenzkra stjórnmála.
Þar sem óþjóðhollu vinstraöfgaliði verði sagt alvöru stríði á
hendur! Með nýjum flokki og nýju hugsjónafólki, landi voru og
þjóð til heilla.
ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR! ÁFRAM ÍSLAND!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og enn er Jóhanna með rangfærslur um Jón Sigurðsson !
17.6.2011 | 13:52
Um leið og vert er að óska Íslendingum til hamingju með 17
júní og 200 ára afmæli þjóðfrelsishetjunnar Jóns Sigurðssonar,
ber að harma að enn einu sinni fer Jóhanna Sigurardóttir með
rangfærslur um Jón Sigurðsson. Í fyrra í sinni fyrstu þjóðhátíðar-
ræðu fór Jóhanna rangt með fæðingastað hans. Í ár gerist hún
enn ósvifnari og fullyrðir að draumur Jóns í dag hefði verið
stjórnarskrá fólksins, og þá væntanlega með þeim vítaverðum
fullveldisafsölum, sem þessi sama Jóhanna berst nú fyrir að
sett verði inn í stjórnarskrá gegnum hið ólöglega sósíaldemó-
krataíska stjórnlagaráð. En skv. tillögu þess er búið að henda
út öllum ákvæðum sem snerta fullveldið þannig að Ísland geti
óhindrað hennar vegna gengist undir óheft yfirþjóðlegt vald
í Brussel með aðild að ESB. ÞVERT Á ályktun þjóðfundar um
mikilvægis FULLVELDIS og SJÁLFSTÆÐIS þjóðarinnar einmitt
í stjórnarskrá. Og 100% SVO GJÖRSAMLEGA ÞVERT Á HUG-
SJÓNIR JÓNS SIGURÐSSONAR UM FULLVELDI OG SJÁLFSTÆÐI
ÍSLENDINGA!
Sem betur fer er þetta í síðasta skipið sem Jóhanna Sig-
urðardóttir málsvari erlendra afla og yfirþjóðlegs valds yfir
Íslandi heldur ræðu á Austurvelli 17 júní. Þannig að draumar
Jóns Sigurðssonar um þjóðfrelsi og fullveldi Íslands og Íslend-
inga verði ekki lengur ógnað.
ÁFRAM ÍSLAND!
![]() |
Draumur Jóns um stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Landhelgin óvarin í boði kommúnista!
16.6.2011 | 00:32
Skyldi það vera tilviljun að íslenzka landhelgin og fiskveði
lögsagan skuli nánast vera óvarin í boði kommúnista í fyrsta
sinn í sögu lýðveldisins? Í fyrsta sinn er hér starfar hreinræktuð
vinstristjórn með kommúnista sem yfirráðherra löggæslu til
sjóðs og lands ? Kommúnista sem hafa það sem sitt helsta
markmið að gera Ísland berskjaldað og varnarlaust!
Nei. Auðvitað er þetta ekki tilviljun! Ekki frekar en þessi
SAMI kommúnístaráðherra lét mála tvö helstu varðskip
Íslendinga í ESB-fánalitunum, áður en hann leigði þau til
strandgæslu fyrir ESB. En þessi SAMI kommúnistaráðherra
situr í ríkisstjórn sem vinnur að því nótt og dag að koma
Íslandi undir hið yfirsovétskavald í Brussel. Tilviljun?
Rekstrarerfiðleikar Landhelgisgæslunnar ER HEIMATILBÚIN
og þaulhugsaður af hinni þjóðfjandsömu vinstristjórn kommún-
ista og sósíaldemókrata. Meir er nóg er til af peningum til að
halda úti ÖFLUGUM varskipa- og flugflota kringum Ísland allt
árið í kring, ef rétt væri forgangsraðað. Má þar nefna 5-7 mill-
jarðana í þróunarsjóði ESB sem ENGIN lagaskylda bar til að
greiða í, auk milljarðanna sem fara í hið OFUR-tilgangslausa
froðusnakk um aðild Íslands að ESB.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vinnur gegn ís-
lenzkum þjóðarhagsmunum í öryggis-og varnarmálum nótt
og dag, og ber því að víkja. Eins og öll hans þjóðfjandsama
vinstristjórn!
Tilvís. HÆGRI GRÆNIR með aðalfund 17 júní. ALLIR velkomnir!
![]() |
Aðeins ein þyrla verður til taks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslendingar í herþjónustu. Gott mál!
15.6.2011 | 15:39
Það að Íslendingar menntist til herþjónustu í norska
hernum er bara hið besta mál. Ekki hvað síst þegar til
framtíðar er litið. Því sem sjálfstæð og fullvalda þjóð
munu Íslendingar taka við vörnum Íslands, og vera
þannig fullgildir í hópi frjálsra þjóða.
Afstaða sumra Íslendinga, einkum andþjóðlegra
vinstrisinna, til varnar-og öryggismála er þjóðarskömm,
þar sem varnarleysi er talið göfugt. Þvert á móti er slíkur
hugsanaháttur meiriháttar þjóðfjandsamur, enda er það
frumskylda hvers ríkis að verja þegna sína, bæði utanfrá
sem innanfrá.
Hámark ósvífninnar er tillaga sem nú liggur fyrir hinu
ólöglega stjórnlagaráði, að banna herskyldu á Íslandi
í stjórnarskrá. Ísland yrði þá fyrsta ríkið í heiminum sem
bannaði ríkinu að verja þegna sína og land í neyð.
Tákn fyrir agaleysið, vanvirðinguna og stjórnleysið á
Íslandi í dag! Fyrir utan allan aulaháttinn.
![]() |
Íslendingar í herþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |