Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

UNGIR HÆGRI GRÆNIR STOFNAÐIR !


   Allt er að gerast hjá HÆGRI GRÆNUM, flokki fólksins í
dag. Á heimasíðu  flokksins www.xg.is  kemur  fram  að
UNGIR HÆGRI GRÆNIR hafa verið stofnaðir. En  HÆGRI
GRÆNIR, flokkur fólksins leggur mikla áherslu á málefni
ungs fólks, og að það komi sem flest til starfa í flokknum
og fyrir hugsjónir hans. Hægt er að fá nánari upplýsingar
hjá  flokknum  og  formanni  UNGRA  HÆGRI  GRÆNNA 
á heimasíðu flokksins www.xg.is

  HÆGRI GRÆNIR, flokkur fólksins er flokkur sem  hefur
óbilandi trú á Íslandi  og framtíð þess. Enda ekki tilviljun
að flokkurinn var stofnaður á sjálfum ÞINGVÖLLUM 17.
júní 2010. Þá eru HÆGRI GRÆNIR, flokkur fólksins  sá
eini sem tileinkað hefur sér sérstakan flokkssöng.   En
hann er HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND, sem er íslenskt
ættjarðarljóð eftir Huldu, ort í tilefni af lýðveldisstofnun-
inni 1944. Sem segir jú ótalmargt um flokkinn.  En sem 
kunnugt er þá er söngur vinstrimanna,  Inter-nasjónalinn,
sem þeir syngja á sínum tyllidögum undir rauðum fánum.......

   ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR!  www.afram-island.is/islandsmagasin.pdf    
    
  

Spor Framsóknar hræða!


   Þótt fylgi Framsóknar sé eitthvað að vænkast um þessar
mundir í skoðanakönnunum,  er full ástæða til vara við því,
spor Framsóknar nefnilega hræða! Gleymum því ALDREI að
það var einmitt Framsókn sem í raun hleypti hinni illræmdu
TÆRU fyrstu vinstristjórn af stokkunum í byrjun árs 2009.
Og veitti  henni  stuðning  og  hlutleysi  fram yfir  kosningar.
Ábyrgð Framsóknar er því mikil og alvarleg þegar kemur að
tilvíst hinnar illræmdu vinstristjórnar.  Framsókn getur  því  
ALDREI þvegið hendur sínar af núverandi ríkisstjórn. ORSÖK
skapar AFLEIÐINGU sem Framsókn verður að horfast í augu
við.  Og uppskera skv. því!

   Nei Framsókn er ekki treystandi! Er alveg eins trúandi  að
hoppa upp í vagn afkvæmi sins eftir kosningar og framlengja
lif þess næstu fjögur ár. Spor Framsóknar í hræðslubandalagi
vinstrimanna R-listanum í Reykjavík Í HEIL 12 ÁR hræða nefni-
lega líka! Og eru ALLS EKKI GLEYMD!

   Framsókn hefur ALDREI vitað hvort hún sé að koma eða fara!

   Tala og skrifa af reynslu!

   ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR, flokkur fólksins!  www.xg.is

Hægri grænir og X-D ólíkir í Evrópumálum.


   Hvað er að gerast hjá Sjálfstæðisflokknum? Í stefnudrögum
flokksins fyrir komandi Landsfund útilokar hann m.a ekki upp-
töku evru. Vita þeir ekki sem sömdu stefnudrögin að til þess
að taka upp  evru  verður Ísland fyrst að ganga í ESB? Þarna
hefur hinn  sósíaldemókrataíski  armur  Sjálfstæðisflokksins 
enn og aftur sýnt undirtökin  í  flokknum!  Hefur þegar  endur-
byggt brúna yfir til Samfylkingarinnar eftir kosningar, ekki síst 
nú eftir  formannsskiptin  í  Samfylkingunni. Er leynt og ljóst nú
stefnt að því að endurvekja Hrunstjórnina sálugu! Sem ALDREI 
MÁ GERAST!!!!!

   Gagnstætt Sjálfstæðisflokknum vilja HÆGRI GRÆNIR, flokkur
fólksins, halda í íslenskan gjaldmiðil. Skipta út krónunni fyrir hinn
forna íslenska ríkisdal, en binda gengi hans við Bandaríkjadal, sjá
nánar heimasíðu HG www.xg.is þar sem gengishöft, aflandskrónu-
vandi  og verðtrygging verður leyst og afnumið samhliða.

    Gagnstætt Sjálfstæðisflokknum vilja HÆGRI GRÆNIR, flokkur
fólksins segja upp Schengen-ruglinu þegar í stað! Er búið að stór-
skaða alla löggæslu og landamæraeftirlit, auk þess að valda miklum
kostnaði. -  En báðar  eyþjóðirnar  Bretar  og  Írar hafna Schengen
sem eyþjóðir þrátt fyrir ESB-aðild. En sósíaldemókratarnir í Sjálf-
stæðisflokknum ráða för enda Schengen mikilvægur áfangi að ESB-
aðild.  

    Gagnstætt Sjálfstæðisflokknum vilja HÆGRI GRÆNIR, flokkur
fólksins, taka EES-samninginn til endurskoðunar með því mark-
miði að taka upp tvíhliða eðlilegan viðskiptasamning við ESB, sbr.
SVISS.  En EES hentar augljóslega alls ekki  örþjóð eins og Íslend-
inga, sbr. bankahrun og ótal f.l dæmi.  Þá vilja HG gera fríverslun
við BRIKS löndin og NAFTA ríkin.

    Bara með þessari stuttri upptalningu sést að HÆGRI GRÆNIR,
flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn eru ólíkir flokkar í Evrópu-
málum. Meðan hinn hættulegi sósíaldemókrataíski armur Sjálfstæðis-
flokksins hefur þar augljóslega allt of mikil áhrif og ítök, þá hafa hin 
þjóðhollu  íhaldsviðhorf verðskulduð áhrif í HÆGRI GRÆNUM, flokki
fólksins. Sbr. Icesave-málið!

     Ánægjulegt er að nú gefast kjósendum RAUNVERULEGT VAL TIL
HÆGRI  í komandi kosningum. HÆGRI GRÆNIR, flokkur fólksins!

     Sjá www.xg.is

Icesave-forysta X-D ekki treystandi! Hægri grænir valkosturinn!


    Skv. nýjustu könnun Plússins fyrir Sprengisand Bylgjunar
er fylgi Sjálfstæðisflokksins á niðurleið. Á sama tíma er fylgi
Hægri grænna, flokk fólksins, á uppleið.  Bein tengsl eru þarna
á milli. Og ástaðan er augljós. Fjöldi kjósenda til hægri treystir
ekki icesave-forystu Sjálfstæðisflokksins, og fagnar komu raun-
verulegs hægriflokks í íslensk stjórnmál í dag. 

   Gagnstætt Sjálfstæðisflokknum þá boða HÆGRI GRÆNIR,
flokkur fólksins, ótal lausnir í þágu skuldavanda heimilanna, og
afnám verðtryggingar og uppstokkun húsnæðiskerfisins  frá
grunni. Nýja kynslóðasátt! Auk uppstokkun alls skattakerfisins,
upptöku Ríkidals bundinn við Bandaríkjadollar í tengslum við
losun gjaldeyrishafta og lausn aflandskrónuvandans, sem m.a
þýðir lokaatlögu og stríð við hrægamma-vogunarsjóðina  og
upprætingu þeirra.  Já frelsun íslenskrar þjóðar úr skuldafjötrum
Fjórflokksins, en mjög nákvæma útlistun á öllu þessu má sjá á
www.xg.is .

   Og gagnstætt Sjálfstæðisflokknum hafa HÆGRI GRÆNIR,
flokkur fólksins hreina og klára stefnu í Evrópumálum,  enda
varð flokkurinn til í upphafi Icesave, sem Sjálfstæðisflokkurinn
sveik í að lokum. Þá vilja HÆGRI GRÆNIR standa vörð um Lands-
virkjun í þágu þjóðarhagsmuna, gagnstætt röddum úr herbúðum
Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu hennar. Og ólíkt Sjálfstæðis-
flokknum vilja HÆGRI GRÆNIR, flokkur fólksins, aukið frelsi  í
sjárvarútvegsmálum, sbr. frjálsar strandveiðar. Og svona mætti
lengi telja!

    HÆGRI GRÆNIR, flokkur fólksins er boðberi ferskra vinda á
hægrikanti íslenskra stjórnmála. Flokkur tíðarandans, raunsæis-
stjórnmála, umbóta og endurreisnar. Þar sem ÞJÓÐFRELSIÐ og
FULLVELDIÐ ásamt FRELSI EINSTAKLINGSINS verða ætið
GRUNNGILDIN! GRUNNSTEFIN!

    AFRAM HÆGRI GRÆNIR  www.xg.is

Nýr leiðtogi sósíaldemókrata boðar átök og stríð!


   Nýr leiðtogi hérlendra sósíaldemókrata, Árni Páll Árnason,
ætlar að vera sami friðarspillirinn og fyrrv. formaður  Sam-
fylkingarinnar. Boðar áframhaldandi sundrung meðal þjóð-
arinnar í grimmri  atlögu að fullveldi og sjálfstæði Íslands. 
Því enn skal barist fyrir inngöngu Íslands inn í hið deyjandi
ofur-miðstýrða sambandsríki ESB og upptöku evru þess,
sem er í algjörri upplausn. 

   Skörp skil eru að myndast í íslenskum stjórnmálum. Nýtt
hreint hægrisinnað afl, það fyrsta frá því gamli góði Íhalds-
flokkurinn var og hét, er komið inn á völlinn sem raunhæfur
valkostur til hægri. HÆGRI GRÆNIR, flokkur fólksins, sem
mælast nú með 6% fylgi.

   Allt bendir því til að átökin í íslenskum stjórnmálum fari mjög
harðnandi á næstunni. Ekki síst eftir að Árni Páll kastaði fram
sínum sósíaldemókrataíska stríðshanska að fullveldi og sjálf-
stæði Íslands. Þjóðhollir Íhaldsmenn munu þar bregðast mjög
hart við nú þegar hinn pólitíski vettvangur hefur loks til þess
skapast. 

   ÁFRAM ÍSLAND!  www.xg.is

mbl.is „Kyrrstaða er ekki valkostur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÆGRI GRÆNIR orðnir raunhæft val til hægri !


  Ljóst er að HÆGRI GRÆNIR, flokkur fólksins, er í sókn og eru
að styrkja  sig  á  hægri kanti íslenskra  stjórnmála. Mælast nú
með  6%  fylgi  skv.  skoðanakönnun  sem Plúsinn  gerði  fyrir
útvarpsþáttinn  Sprengisand  á  Bylgjunni og birt var í morgun.
Og eru þar með komnir með menn í þing.

    Á sama tíma minnkar fylgið við Sjálfstæðisflokkinn. Þannig að
augljóslega er að eiga sér stað athyglisverð breyting og hreyfing
á hægri-kantinum. Sjálfstæðisflokkurinn er nú að gjalda fyrir afglöp
Icesave-forystu flokksins og meirihluta þingmanna hans, auk þess
sem  fjöldi  hægrisinnaðra  kjósenda  geta enn ekk fyrirgefið Sjálf-
stæðisflokknum efnahagshrunið í samstarfi  við sósíaldemókrata-
ísku vini sína í Samfylkingunni.   Nýtt hægrisinnað og þjóðholt afl
er því kærkomið fyrir borgarasinnaða kjósendur, og löngu tíma-
bært til að veita Sjálfstæðisflokknum ærlegt aðhald frá hægri.

   Stefna HÆGRI GRÆNNA er skýr og klár sbr. www.xg.is - Og nú
er í fullum gangi vinna að stilla upp á lista um land allt. En allir
borgarasinnaðir kjósendur eru hvattir á heimasíðu flokksins til
stuðnings og framboðs fyrir flokkinn um land allt. En á landsfundi
flokksin 9 mars n.k verður formlega gengið frá öllum listum flokk-
sins.

    ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR!  ÁFRAM ÍSLAND! www.xg.is

mbl.is Vinstri-grænir með 5,7% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband