Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014
Framsókn stendur uppúr! Dagur mikillar vonbrigða !
16.6.2014 | 21:15
Dagur mikilla vonbrigða fyrir Reykjavík er senn að kvöldi
kominn, þegar afturhaldsömustu vinstriöflin hafa myndað
nýjan meirihluta ásamt píratískum anarkistum. Meirihluti
fordóma, andlýðræðislegra vinnubragða og hatursáróðurs.
Höfuðborg Íslands gat ekki fengið verri þjóðháðtíðargjöf,
en 17 júní er nú skammt undan þegar þetta er skrifað.
Ný saga haturs og fordóma hefur verið skrifuð strax á
fyrsta degi þessa borgarstjórnarmeirihluta. Þegar hann
tekur einn stjórnmálaflokk, sjálfan sigurvegara kosning-
anna, í pólitískt einelti, vegna þess að pólitík hans fellur
ekki í kramið á pólitískum ,,rétttrúnaðarhugsunarhætti"
vinstrimanna í borgarstjórn. - Á vinstrisinnuðu fagmáli
kallast það að ,,vera ekki stjórntækur" fyrir að lúta ekki
í einu og öllu í duft vinstrimennsku og skoðanakúgunar!
Ömurlegast er þó að horfa upp á undirlægjuhátt Sjálf-
stæðisflokksins gagnvart hinum nýja vinstrimeirihluta.
Já ömurleg var stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokksins
á síðasta kjörtímabili, nánast engin! Enda hrundi fylgið af
flokknum. En enn ömurlegri ætlar núverandi borgarstjórnar-
flokkur Sjálfstæðisflokksins að verða, undir forystu sósíal-
demókratans og ESB- sinnans Halldórs Halldórssonar.
Hafnar ekki bara eðlilegu stjórnarandstöðusamstarfi við
Framsóknarflokkinn, heldur tekur upp beint samstarf við
vinstrimeirihlutann um nefndarstörf og m.fl. Orðinn eins-
konar fimmta hjólið undir vinstra-meirihlutanum, eins og
hann var í raun allt síðasta kjörtímabili.
Í lok þessa ömurlega Dags í höfuðborg Íslands daginn
fyrir 17 júní virðist það vera Framsókn sem stendur uppi
með pálmann í höndunum. Sem íhaldsmanni og hægri-
sinna verður maður að játa það! Því á hvaða leið er þessi
Sjálfstæðisflokkur? Það virðist hulin ráðgáta! Alvarlegast
er þó það að hann virðist ekki hafa hugmynd um það
sjálfur, eins og meirihlutamyndanir hans í stærstu sveitar-
félögunum með sósíaldemókrötum (sbr Björt framtíð) og
nú síðast í Reykjavík ber með sér!
Gagnrýnir útilokun Framsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forsætisráðherra krafinn skýrra svara 17 júní !
15.6.2014 | 00:17
Tek undir með Evrópuvaktinni að 17 júní ræðu forsætis-
ráðherra er beðið með eftirvæntingu. Alveg sérstaklega
hvað hann mun segja um eitt stærsta sjálfstæðismál þjóðar-
innar um þessar mundir, þ.e afturköllun umsóknar Íslands
að ESB!
Forsætisráðherra á sjálfum þjóðhátíðardegi Íslendinga
17 júní n.k getur með engu móti víkist undan því að ræða
þetta mikilvæga sjálfstæðismál þjóðarinnar, og þá með
skýrum og afdráttarlausum hætti! Hvenær a.m.k innan
örfárra mánaða verður ESB-umsóknin afturkölluð?
Bent hefur verið á að ríkisstjórnin sem slík er ekkert að
vanbúnaði að afturkalla þingsályktun vinstristjórnarinnar
frá 2010 um umsókn að ESB. Núverandi ríkisstjórn er
ekkert bundin af henni enda nægur þingmeirihluti í dag
fyrir afturkölluninni. Pólitískur vilji er eina sem þarf!
Já ræða forsætisráðherra er beðið með mikilli eftir-
væntingu! Ekki verður á annað trúað en að forsætisráð-
herra íslenska lýðveldisins standi undir nafni á sjálfum
þjóðhátíðardeginum og tilkynni afturköllun umsóknar
Íslands að ESB! En umsókn sú var og er ein alversta
tilræði að fullveldi og sjálfstæði Íslands frá fullveldis-
töku og stofnun lýðveldis á Íslandi!
Afturgöngur DV ritstjórans !
14.6.2014 | 00:25
Ritstjóri DV ritar í leiðara sínum í gær um ,,afturgöngur í
framsæti". Þar er öllu eins og fyrri daginn hlutirnir settir á
hvolf og sannleikanum hagrætt sem kostur er. En sem
kunnugt er fer DV hamförum gegn öllum þjóðhollum gildum
og viðhorfum, og virðist ritstjórnarstefnan ganga út á það
að afmá Ísland og íslenska þjóðartilveru út af kortinu! Slík
er rasistaheiftin orðin gegn íslenskri þjóð og öllu því sem
íslenskt er á ritstjórn DV.! Jafnvel fær íslenski fáninn ekki
lengur að vera í friði því honum er ofaukið á skrifstofu
forsætisráðherra í Stjórnarráðinu að mati fréttaskýringa
DV!
Afturgöngur DV ritstjórans svífa víða yfir vötnum í þessum
leiðara. Þær öfgafyllstu í aftursætunum, en þar rís andlit
Icesave-vofunnar hæst sem ritstjórinn hampaði mest forðum
daga. ESB-trúboðs vofan er að vísu þaulsetin í framsætinu hjá
ritstjóranum, nú í von ,,Viðreisnar" sem ritstjórinn trúir í sínum
barnaskap að sé á ,,hægri væng íslenskra stjórnmála", en er bara
enn ein útgáfan af ESB-sinnuðum sósíaldemókrataisma eðli sínu
samkvæmt! Enda kemur nú nær öll andstaðan gegn Brussel-
valdinu frá hægri sbr. Evrópuþingkosningarnar í vor! Sem
virðist algjörlega hafa farið fram hjá DV-ritstjóranum.
Allir þeir sem ekki þóknast öfgar, þráhyggju og nánast haturs-
áróður gegn mönnum og málefnum DV manna, og sem um leið
ekki þóknast öfga-alþjóðahyggju þeirra, eru nánast bannfærðir
hjá þeim DV-mönnum, sem er vissulega áhyggjuefni! Viðhorf
sem eiga ekki heima í frjálslyndu og viðsýnu íslensku samfélagi !
Viðhorf sem vonandi fer ekki úr böndunum hjá ritstjórn DV, nú
þegar þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17 júní nálgast.
- Já og þá með öllum sínum íslensku fánum........
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þýski AFD þegar farinn að rugga ESB-bátnum.
12.6.2014 | 21:47
Einn af ánægjulegum sigrum þjóðhollra hægriflokka til
Evrópuþingsins í vor var sigur þýskra íhaldsmanna, AFD,
eða, Alternative fúr Deutschland, sem útleggst ,,annar
kostur fyrir Þýskaland. En flokkurinn komst vel yfir 5%
,,múrinn" og hlaut þingmenn á Evrópuþingið. Flokkurinn
er eins og sannur hægriflokkur andstæður ESB-Sovét-
bákninu í Brussel og vill taka aftur upp gamla góða
þýska markið í stað evru. - Og er þegar farinn að rugga
ESB bátnum!
Nú hefur það gerst að AFD hefur verið samþykktur að
verða félagi í þingflokki með breskum Íhaldsmönnum á
ESB-þinginu ECR. Fréttaskýrendur telja að þetta muni
verða Angelu Merkel kanslara Þýskalands til litillar
gleði og muni auka enn á spennu í samskiptum hennar
við Davids Camerons forsætisráðherra Breta. Því Merkel
lítur AFD miklu hornauga, sem augljóslega er í mikilli sókn
í Þýskalandi á hægri kantinum, og ógnar veldi Merkel í
samstarfi við þýska sósíaldemókrata. - Þannig að hér
getur enn sannast að oft veltir smá þúfa þungu hlassi!
Augljóslega er þetta aðeins byrjunin á miklu umróti og
upplausn innan ESB eftir stórsigur íhaldssamra þjóðhyggju-
flokka til ESB þingsins í vor. Sem allir eiga það sammerkt
að vera á móti hinni GJÖRSPILLTU OFURMIÐSTÝRINGU í
BRUSSEL og YFIRÞJÓÐLEGUM VALDAHROKA ESB!
Stóri brandarinn er hins vegar sá að á Íslandi virðist öll
þessi ánægjulega hægriþróun þjóðfrelsissinna í Evrópu
sigla framhjá íslenskum stjórnmálum. Í bili a.m.k.! Þegar
furðufyrirbæri eins og Píratar fá vængi og ESB-sinnuð
sósíaldemókrataísk öfl endurnýjast í nýjum og nýjum
kennitölum og nöfnum, sbr. nú síðast i svokallaðri
,,Viðreisn".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fréttastofa RÚV heldur undirbúningsfund ,,Viðreisnar"
11.6.2014 | 22:20
Sem kunnugt er þá stefna nokkrir sósíaldemókrataískir
hópar að stofnun enn fleiri sósíaldemókrataískra flokka á
Íslandi. Svo virðist að hin sósíaldemókrataíska fréttastofa
RÚV hafi alveg sérstakan áhuga á stofnun þessa sósíal-
demókrataíska flokks. Sem er jú dálitið skondið því fyrir
eru tveir hreinir ESB-sinnaðir sósíaldemókrataískir flokkar,
Samfylkingin og útibú hennar Björt framtíð. Og ekki hafði
þessi sama fréttastofa neinn áhuga á stofnun nýrra fram-
boða utan Fjórflokksins fyrir síðustu þingkosningar!
ALGJÖR ÞÖGGUN ÞÁ!
Þannig skýrir hin sósíaldemókrataíska fréttastofa RÚV nú
ekki bara frá undirbúningsfundi þessara hópa sósíaldemókrata í
síðdegis-og kvöldfréttum sínum, heldur getur hinn sósíaldemó-
krataíski Spegill hennar líka frá þessum ,,stórmerka" undir-
búningsfundi, undir vinnuheitinu ,,Viðreisn" en sem kunnugt er
bar ríkisstjórn sósíaldemókrataískra afla úr Alþýðuflokki og
Sjálfstæðisflokki þetta nafn 1959-1971.
Mesti brandarinn kringum þetta allt er sú tilraun ESB-trúboðsins
á Íslandi með dyggum stuðningi fréttastofu RÚV, að reyna að láta
líta svo út, að þessi nýja ,Viðreisn" sé með borgaralega rætur og
eigi að höfða til hægrisinnaðra kjósenda. - Því hvernig í ósköp-
unum geta pólitísk viðhorf sem vilja OFURMIÐSTÝRINGU yfir
þjóðum og einstaklingum grundvallað á YFIRÞJÓÐLEGU ALLS-
HERJARVALDI sbr. Brussel-valdið, samrýmst grunnstoðum hug-
myndarfræði hægrimanna um einstaklingsfrelsi og þjóðfrelsi?
Enda kemur nú nær allt andófið gegn hinu Sovéska Brusselvaldi
frá sönnum hægriflokkum innan ESB í dag, sbr. nýafstaðnar Evrópu-
þingskosningar.
Látum vera blekkingaleik ESB-trúboðsins til að rugla kjósendur,
en að ESB-sósíaldemókrataískir fréttamenn á fréttastofa RÚV
fái enn að leika lausum hala í pólitískri misnotkun á fréttastofu-
unni er með öllu óásættanlegt!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.6.2014 kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heilagt stríð gegn þjóðhollum gildum og viðhorfum
4.6.2014 | 21:36
Svo virðist sem heillagt stríð, djíhad, hafi brotist út síðustu
misserin gegn þjóðhollum gildum og viðhofum. Meir að segja
íslenski fáninn fær ekki lengur að vera í friði. En DV sá ástæðu
til í dag að vekja sérstaka athygli á að forsætisráðherra væri
kominn með stóran íslenskan fána á skrifstofu sína í stjórnar-
ráðinu. Sem þótti bersýnilega ekki við hæfi. Frekar ESB fáninn
trúlega sem DV hyllir á hverjum degi.
Svokallaða ,,moskumál" virðist hafa kveikt í púðurtunnunni,
og hleypt af stað miklu jihald. Já mikið rosaleg innbyggð heift
virðist hafa verið í gangi og grasserandi hjá vissum pólitískum
öflum. Sem sjá rasisma og jafnvel nazisma í öllu því sem tengist
þjóðhyggju og heilbrigðri þjóðhollustu, að ekki sé talað um sjálft
þjóðfrelsið. Enda virðast þessi öfgaöfl tengjast mjög innlimun
Íslands í ESB og hafa auk þess aldrei fyrirgefið forseta og þjóð
að hafa ekki fengið að borga Icesave-drápsklyfjarnar.
Alvarlegast er þó hvernig þessum óþjóðhollu öfgaöflum skulu
leyfast að misnota gróflega helstu fjölmiðla landsins í sínum
pólitíska áróðri. Þar fer fremst 365 miðlar, DV og sjálft RÚV,
sem er með hreinum eindæmum. Því þar á bæ virðast sömu
vinstri-öfgaöflin ráða þrátt fyrir nýjan fréttastjóra og nýja
stjórn yfir RÚV!
Öfgaofstopinn meðal vinstrisinna virðast engin takmörk sett!
Fólk er sett í einelti og hundelt af froðufellandi ofstopalýð ef
það dirfist að hafa sjálfstæðar skoðanir hvað þá ef þær brjóta
í bága við hina vinstrisinnuðu rétttrúnaðarhugsjón alþjóða-
hyggjunnar. Sbr hið fræga ,,moskumál" þegar úlfaldi er gerður
úr mýgflugu, og öllu snúið á hvolf!
Þessi stjórnmálaþróun á Íslandi er ógeðfeld og mikið áhyggju-
efni. Þar sem vinstri-öfgahyggjan virðist grassera ÞVERT Á ÞAÐ
sem er að gerast í Evrópu í dag. Hvað sem veldur þessari póli-
tískri öfugþróun á Íslandi er hins vegar áhyggjuefni!
Mikið áhyggjuefni!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)